Heimilisofbeldi Samfylkingarinnar Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 24. mars 2021 16:00 Oddný G. Harðadóttir varð sjálfri sér til skammar á Alþingi í vikunni – og ekki bara sjálfri sér heldur öllum sínum flokki, Samfylkingunni. Samfylkingunni, sem talar svo fallega um réttindi einstaklinga og er svo góð og umhyggjusöm, alveg þangað til á reynir. Alveg þangað til hún þarf að standa við öll fallegu orðin. Alveg þangað til hún þarf að horfast í augu við sjálfa sig og sín mistök. Alveg þangað til hagsmunir hennar og einstaklinganna stangast á. Þá er val Samfylkingarinnar auðvelt; hún stendur með sjálfri sér og sínum – „hinir“ geta étið það sem úti frýs. Til að gæta allrar sanngirni þá hefur Samfylkingin alveg staðið með einstaklingum. Það er að segja hún berst fyrir réttindum fárra en er alveg sama þó brotið sé á mörgum. Hún passar þannig mjög vel upp á að henni þóknanlegir einstaklingar, aðallega forréttinda konur, fái forréttinda störf en er hins vegar slétt sama um fjöldann og forðast stór mál þar sem miklir hagsmunir þúsunda eru undir, eins og heitan eldinn. Stundum gerir hún jafnvel illt verra og lítillækkar fórnarlömb sín með því að skella skuldinni og skömminni á þau og tala til þeirra með fyrirlitningu. Eins og heimilisofbeldismenn gera. Samfylkingin hefur nefnilega stundað heimilisofbeldi í stórum stíl allt frá hruni. Heimilisofbeldi Samfylkingarinnar Ég ætla ekki að rekja eftirmála hrunsins hér enda hefur það margoft verið gert en í vikunni studdi Oddný G. Harðardóttir skýrslubeiðni Miðflokksins um áhrif efnahagshrunsins 2008 og aðgerða stjórnvalda á hag heimilanna, með þessum orðum. „Herra forseti. Ég styð þessa skýrslubeiðni, fyrst og fremst vegna þess að það er tími til kominn að slá á þær flökkusögur sem hv. þingmenn Miðflokksins hafa m.a. haldið fram um fjölda heimila sem fóru í gjaldþrotaskipti eftir hrun. Við þurfum að vita hve mörg heimili þetta voru og hvenær þau voru komin upp í 10.000. Ég sé að ýmsum liðum í skýrslubeiðninni hefur verið svarað, en það er allt í lagi, gamla svarið verður þá bara dregið fram og bætt við ef nauðsyn krefur. Ég held að þessi skýrsla sé verðmæt fyrir okkur þingmenn. Við getum þá haldið okkur við staðreyndir í umræðum um hvað gerðist hér eftir hrun og hver viðbrögð stjórnvalda voru.“ (Feitletranir eru greinahöfundar) #1 Flökkusögur! Er Oddnýju alvara?! Oddný varð alþingismaður í kjölfar hrunsins árið 2009 og hefur síðan verið fjármálaráðherra 2011–2012, iðnaðarráðherra 2012, fjármála- og efnahagsráðherra 2012. Það ætti því að vera hægt að gera ráð fyrir lágmarksþekkingu hjá henni á þessum málum. Í fyrsta lagi hefur engin talað um að 10.000 heimili hafi lent í „gjaldþrotaskiptum“, enda eru þau allt annað en heimilismissir. En Oddnýju til fróðleiks skal það upplýst að á árunum 2008 – 2018 lentu 3283 einstaklingar í gjalþrotaskiptum, með tilheyrandi áhrifum á heimili þeirra. En hafi Oddný ætlað sér að vísa í heimilismissi 10.000 fjölskyldna, eins og gera má ráð fyrir, er ekki nema um tvennt að ræða; annað hvort talar Oddný gegn betri vitund, eða hún er eins og strúturinn og hefur stungið höfðinu í sandinn öll þessi ár, til að þurfa ekki að horfast í augu við skelfilegar afleiðingar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Oddnýju til „málsbóta“ verður að taka fram að hún er alls ekki ein um þetta „strútsheilkenni“ því það þjáir afskaplega marga úr þessum flokkum. Það er hins vegar ekki nokkur leið að halda því fram að þetta heilkenni sé góður eiginleiki eða kostur fyrir stjórnmálamann. „Strútsheilkenni“ þingmanna þessara flokka hefur þvert á móti valdið tugþúsundum ómældum þrengingum og miklum skaða. #2 Við þurfum að vita hve mörg heimili þetta voru og hvenær þau voru komin upp í 10.000 Oddnýju ætti að vera það vel ljóst, ef strútsheilkennið væri ekki að hrjá hana, að árið 2018 staðfesti dómsmálaráðherra að 10.000 fjölskyldur hefðu misst heimili sín á nauðungarsölum. Þessi fyrirspurn var lögð fram á Alþingi að frumkvæði Hagsmunasamtaka heimilanna og skrifuð af þeim. Sem oftar leituðu samtökin til Ólafs Ísleifssonar alþingismanns sem brást vel við og lagði hana fram fyrir samtökin. Hagsmunasamtök heimilanna höfðu haldið því fram að a.m.k. 10.000 fjölskyldur hefðu misst heimili sín og þarna var sú tala staðfest og einnig staðfest að staðan var jafnvel enn verri en HH höfðu vogað sér að halda fram, því inn í þessa tölu vantar alla þá sem misstu heimili sín án þess að fara í gegnum nauðungarsöluferlið. Það er klár lítisvirðing við fjölskyldurnar sem misstu heimili sín án þess að fara í gegnum nauðungarsöluferlið að líta fram hjá þeim og láta eins og þau séu ekki til. Hagsmunasamtökin telja þau ekki færri en 10.000 en eru eins og alltaf varkár í málflutningi sínum og hafa því talað um að um 15.000 fjölskyldur hafi misst heimili sín frá árinu 2008 – 2018. Svarið til Oddnýjar er því einfalt, heimilin sem tekin voru á nauðungarsölum voru komin upp í 10.000 árið 2018 – en sennilega löngu fyrr því í svari dómsmálaráðherra er ekki tekið tilliti til allra þeirra sem misstu heimili sín með öðrum hætti, enda liggja bankarnir á þeim upplýsingum eins og ormar á gulli. #3 Við getum þá haldið okkur við staðreyndir í umræðum um hvað gerðist hér eftir hrun og hver viðbrögð stjórnvalda voru Staðreyndirnar eru einfaldar. Hér varð hrun og í eftirmálum þess ákváðu vinstri og félagshyggjuflokkarnir að ganga auðvaldinu á hönd og fórna heimilunum fyrir það. Það eru ekki Hagsmunasamtök heimilanna eða þeir flokkar sem tekið hafa upp þeirra málstað á Alþingi, sem eru að þyrla upp ryki til að drepa umræðunni á dreif og fela staðreyndir. Þeir sem forðast staðreyndirnar og þyrla upp rykinu eru flokkarnir sem fórnuðu heimilunum eftir bankarhrunið, dyggilega studdir af Sjálfstæðisflokknum, sem ver með kjafti og klóm „góssið“ sem vinstri flokkarnir færðu upp í hendurnar á honum og vinum hans. Skýrsla Miðflokksins er EKKI Rannsóknarskýrsla heimilanna Hagsmunasamtök heimilanna hafa samið fjölda fyrirspurna og frumvarpa sem ýmsir þingmenn hafa lagt fram á Alþingi fyrir þau og þeirra á meðal er Ólafur Ísleifsson. Hann hefur verið Hagsmunasamtökunum mikilvægur bandamaður inni á Alþingi og þau kunna honum miklar þakkir fyrir. Það er því miður að Hagsmunasamtökin geti ekki stutt og glaðst yfir þessari skýrslubeiðni Miðflokksins. Hagsmunasamtök heimilanna hafa barist fyrir Rannsóknarskýrslu heimilanna í nær 5 ár. Það er okkar mat að ekki sé meirihluti fyrir henni á Alþingi eins og staðan er nú, aðallega vegna harðrar andstöðu Samfylkingar, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. Það er engum, og allra síst heimilunum til framdráttar, að Rannsóknarskýrsla heimilanna verði að e.k. „eilífðarmáli“ á Alþingi eingöngu til að lenda í ranghölum og völundarhúsum nefndarstarfa þar sem hún myndi „gufa upp“ eða gleymast. Þess vegna höfum við ekki viljað að þingsályktunartillaga um gerð hennar verði lögð fram á Alþingi á þessu kjörtímabili sem enn stendur. Það er gríðarlegur munur á „ráðherraskýrslu“ eins og Miðflokkurinn er að óska eftir, og þeirri „Rannsóknarskýrslu Alþingis“ um heimilin sem Hagsmunasamtök heimilanna vilja að sé gerð. Í einföldu máli er ráðherraskýrslu ætlað að safna saman upplýsingum sem þegar eru til, á meðan Rannsóknarskýrsla Alþingis krefst skipunar sérstakrar rannsóknarnefndar með sjálfstæðar valdheimildir, til að framkvæma eigin rannsókn með því að kalla eftir upplýsingum sem ströng viðurlög eru við að leyna. Með þessari skýrslu er því ekki um að ræða neinn „mikilvægan áfanga ... í baráttunni fyrir hagsmunum heimilanna“ eins ogÓlafur Ísleifsson heldur fram í grein á vísir.is í gær, enda hefði verið auðvelt að kalla eftir ráðherraskýrslu sem þessari hvenær sem er á kjörtímabilinu. Hagsmunasamtök heimilanna eru að kalla eftir samskonar rannsóknarnefnd og þeirri sem rannsakaði aðdraganda hrunsins. Nefnd sem er með sjálfstæðar valdheimildir sem getur skoðað allar hliðar og velt öllum steinum. Annað verður aldrei einungis yfirklór sem engu skilar. Þegar farið er í málamiðlun eins og þessa skýrslubeiðni Miðflokksins, er hætta á því að hún verði vatn á myllu andstæðinga Rannsóknarskýrslu heimilanna sem geti þá haldið því fram (gegn betri vitund) að þessi mál hafi þegar verið rannsökuð. Ég tel það víst að Oddný myndi ekki styðja Rannsóknarskýrslu heimilanna, en hún getur, sér og Samfylkingunni að skaðlausu, samþykkt þessa skýrslubeiðni án þess að hafa frekari áhyggjur af því. Þar kemur tvennt til. Í fyrsta lagi er þessari beiðni beint til forsætisráðherra sem var einn af helstu gerendum aðgerðanna gegn heimilunum eftir hrun sem varaformaður VG. Það er því ljóst að henni er alveg jafn mikið í mun og öðrum sem að þessum málum komu, að sópa þeim rækilega undir öll tiltæk teppi og stóla. En í öðru lagi þá falla þeir málaflokkar sem skýrslan nær til ekki undir forsætisráðuneytið. Ráðherra gæti því einfaldlega svarað: "Þær upplýsingar sem beiðnin lýtur að eru ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu eða stofnunum þess." Og komist upp með það. Stöndum saman – kjósum hagsmuni heimilanna Það verður að gera Rannsóknarskýrslu heimilanna. Það sem gerðist eftir hrun og afdrif 15.000 heimila er svöðusár, krabbamein á þjóðarsálinni, sem verður að skera burt. Það getur vel verið að það verði sársaukafullt um stund, en lækning mun ekki eiga sér stað fyrir en greftrinum hefur verið hleypt út og sýkingin er horfin. Ég bind miklar vonir við að meirihluti verði fyrir Rannsóknarskýrslu heimilanna á Alþingi eftir kosningarnar í haust. Það er í höndum kjósenda að svo verði og ljóst að ein manneskja eða einn flokkur gerir ekkert án stuðnings annarra alþingismanna og flokka. Það er kristaltært hvaða flokkar vilja ekki að aðgerðir stjórnvalda eftir hrun séu dregnar upp á yfirborðið. Afsökunin „Það varð hrun og við tókum við erfiðu búi og vissum ekki betur“ er bara alls ekki að virka 12 árum og 15.000 heimilum síðar. Tækifærin til að leiðrétta „mistökin“ eru jafn mörg og dagarnir sem hafa liðið. Þegar staðið er gegn réttlæti svo árum skiptir breytast „mistök“ í „misgjörðir“. Þá erum við að tala um einbeittan brotavilja. Brjótum flokkslínur í haust, kjósum eftir málefnum – kjósum hagsmuni heimilanna. Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og frambjóðandi fyrir Flokk fólksins í komandi alþingiskosningum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Oddný G. Harðadóttir varð sjálfri sér til skammar á Alþingi í vikunni – og ekki bara sjálfri sér heldur öllum sínum flokki, Samfylkingunni. Samfylkingunni, sem talar svo fallega um réttindi einstaklinga og er svo góð og umhyggjusöm, alveg þangað til á reynir. Alveg þangað til hún þarf að standa við öll fallegu orðin. Alveg þangað til hún þarf að horfast í augu við sjálfa sig og sín mistök. Alveg þangað til hagsmunir hennar og einstaklinganna stangast á. Þá er val Samfylkingarinnar auðvelt; hún stendur með sjálfri sér og sínum – „hinir“ geta étið það sem úti frýs. Til að gæta allrar sanngirni þá hefur Samfylkingin alveg staðið með einstaklingum. Það er að segja hún berst fyrir réttindum fárra en er alveg sama þó brotið sé á mörgum. Hún passar þannig mjög vel upp á að henni þóknanlegir einstaklingar, aðallega forréttinda konur, fái forréttinda störf en er hins vegar slétt sama um fjöldann og forðast stór mál þar sem miklir hagsmunir þúsunda eru undir, eins og heitan eldinn. Stundum gerir hún jafnvel illt verra og lítillækkar fórnarlömb sín með því að skella skuldinni og skömminni á þau og tala til þeirra með fyrirlitningu. Eins og heimilisofbeldismenn gera. Samfylkingin hefur nefnilega stundað heimilisofbeldi í stórum stíl allt frá hruni. Heimilisofbeldi Samfylkingarinnar Ég ætla ekki að rekja eftirmála hrunsins hér enda hefur það margoft verið gert en í vikunni studdi Oddný G. Harðardóttir skýrslubeiðni Miðflokksins um áhrif efnahagshrunsins 2008 og aðgerða stjórnvalda á hag heimilanna, með þessum orðum. „Herra forseti. Ég styð þessa skýrslubeiðni, fyrst og fremst vegna þess að það er tími til kominn að slá á þær flökkusögur sem hv. þingmenn Miðflokksins hafa m.a. haldið fram um fjölda heimila sem fóru í gjaldþrotaskipti eftir hrun. Við þurfum að vita hve mörg heimili þetta voru og hvenær þau voru komin upp í 10.000. Ég sé að ýmsum liðum í skýrslubeiðninni hefur verið svarað, en það er allt í lagi, gamla svarið verður þá bara dregið fram og bætt við ef nauðsyn krefur. Ég held að þessi skýrsla sé verðmæt fyrir okkur þingmenn. Við getum þá haldið okkur við staðreyndir í umræðum um hvað gerðist hér eftir hrun og hver viðbrögð stjórnvalda voru.“ (Feitletranir eru greinahöfundar) #1 Flökkusögur! Er Oddnýju alvara?! Oddný varð alþingismaður í kjölfar hrunsins árið 2009 og hefur síðan verið fjármálaráðherra 2011–2012, iðnaðarráðherra 2012, fjármála- og efnahagsráðherra 2012. Það ætti því að vera hægt að gera ráð fyrir lágmarksþekkingu hjá henni á þessum málum. Í fyrsta lagi hefur engin talað um að 10.000 heimili hafi lent í „gjaldþrotaskiptum“, enda eru þau allt annað en heimilismissir. En Oddnýju til fróðleiks skal það upplýst að á árunum 2008 – 2018 lentu 3283 einstaklingar í gjalþrotaskiptum, með tilheyrandi áhrifum á heimili þeirra. En hafi Oddný ætlað sér að vísa í heimilismissi 10.000 fjölskyldna, eins og gera má ráð fyrir, er ekki nema um tvennt að ræða; annað hvort talar Oddný gegn betri vitund, eða hún er eins og strúturinn og hefur stungið höfðinu í sandinn öll þessi ár, til að þurfa ekki að horfast í augu við skelfilegar afleiðingar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Oddnýju til „málsbóta“ verður að taka fram að hún er alls ekki ein um þetta „strútsheilkenni“ því það þjáir afskaplega marga úr þessum flokkum. Það er hins vegar ekki nokkur leið að halda því fram að þetta heilkenni sé góður eiginleiki eða kostur fyrir stjórnmálamann. „Strútsheilkenni“ þingmanna þessara flokka hefur þvert á móti valdið tugþúsundum ómældum þrengingum og miklum skaða. #2 Við þurfum að vita hve mörg heimili þetta voru og hvenær þau voru komin upp í 10.000 Oddnýju ætti að vera það vel ljóst, ef strútsheilkennið væri ekki að hrjá hana, að árið 2018 staðfesti dómsmálaráðherra að 10.000 fjölskyldur hefðu misst heimili sín á nauðungarsölum. Þessi fyrirspurn var lögð fram á Alþingi að frumkvæði Hagsmunasamtaka heimilanna og skrifuð af þeim. Sem oftar leituðu samtökin til Ólafs Ísleifssonar alþingismanns sem brást vel við og lagði hana fram fyrir samtökin. Hagsmunasamtök heimilanna höfðu haldið því fram að a.m.k. 10.000 fjölskyldur hefðu misst heimili sín og þarna var sú tala staðfest og einnig staðfest að staðan var jafnvel enn verri en HH höfðu vogað sér að halda fram, því inn í þessa tölu vantar alla þá sem misstu heimili sín án þess að fara í gegnum nauðungarsöluferlið. Það er klár lítisvirðing við fjölskyldurnar sem misstu heimili sín án þess að fara í gegnum nauðungarsöluferlið að líta fram hjá þeim og láta eins og þau séu ekki til. Hagsmunasamtökin telja þau ekki færri en 10.000 en eru eins og alltaf varkár í málflutningi sínum og hafa því talað um að um 15.000 fjölskyldur hafi misst heimili sín frá árinu 2008 – 2018. Svarið til Oddnýjar er því einfalt, heimilin sem tekin voru á nauðungarsölum voru komin upp í 10.000 árið 2018 – en sennilega löngu fyrr því í svari dómsmálaráðherra er ekki tekið tilliti til allra þeirra sem misstu heimili sín með öðrum hætti, enda liggja bankarnir á þeim upplýsingum eins og ormar á gulli. #3 Við getum þá haldið okkur við staðreyndir í umræðum um hvað gerðist hér eftir hrun og hver viðbrögð stjórnvalda voru Staðreyndirnar eru einfaldar. Hér varð hrun og í eftirmálum þess ákváðu vinstri og félagshyggjuflokkarnir að ganga auðvaldinu á hönd og fórna heimilunum fyrir það. Það eru ekki Hagsmunasamtök heimilanna eða þeir flokkar sem tekið hafa upp þeirra málstað á Alþingi, sem eru að þyrla upp ryki til að drepa umræðunni á dreif og fela staðreyndir. Þeir sem forðast staðreyndirnar og þyrla upp rykinu eru flokkarnir sem fórnuðu heimilunum eftir bankarhrunið, dyggilega studdir af Sjálfstæðisflokknum, sem ver með kjafti og klóm „góssið“ sem vinstri flokkarnir færðu upp í hendurnar á honum og vinum hans. Skýrsla Miðflokksins er EKKI Rannsóknarskýrsla heimilanna Hagsmunasamtök heimilanna hafa samið fjölda fyrirspurna og frumvarpa sem ýmsir þingmenn hafa lagt fram á Alþingi fyrir þau og þeirra á meðal er Ólafur Ísleifsson. Hann hefur verið Hagsmunasamtökunum mikilvægur bandamaður inni á Alþingi og þau kunna honum miklar þakkir fyrir. Það er því miður að Hagsmunasamtökin geti ekki stutt og glaðst yfir þessari skýrslubeiðni Miðflokksins. Hagsmunasamtök heimilanna hafa barist fyrir Rannsóknarskýrslu heimilanna í nær 5 ár. Það er okkar mat að ekki sé meirihluti fyrir henni á Alþingi eins og staðan er nú, aðallega vegna harðrar andstöðu Samfylkingar, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. Það er engum, og allra síst heimilunum til framdráttar, að Rannsóknarskýrsla heimilanna verði að e.k. „eilífðarmáli“ á Alþingi eingöngu til að lenda í ranghölum og völundarhúsum nefndarstarfa þar sem hún myndi „gufa upp“ eða gleymast. Þess vegna höfum við ekki viljað að þingsályktunartillaga um gerð hennar verði lögð fram á Alþingi á þessu kjörtímabili sem enn stendur. Það er gríðarlegur munur á „ráðherraskýrslu“ eins og Miðflokkurinn er að óska eftir, og þeirri „Rannsóknarskýrslu Alþingis“ um heimilin sem Hagsmunasamtök heimilanna vilja að sé gerð. Í einföldu máli er ráðherraskýrslu ætlað að safna saman upplýsingum sem þegar eru til, á meðan Rannsóknarskýrsla Alþingis krefst skipunar sérstakrar rannsóknarnefndar með sjálfstæðar valdheimildir, til að framkvæma eigin rannsókn með því að kalla eftir upplýsingum sem ströng viðurlög eru við að leyna. Með þessari skýrslu er því ekki um að ræða neinn „mikilvægan áfanga ... í baráttunni fyrir hagsmunum heimilanna“ eins ogÓlafur Ísleifsson heldur fram í grein á vísir.is í gær, enda hefði verið auðvelt að kalla eftir ráðherraskýrslu sem þessari hvenær sem er á kjörtímabilinu. Hagsmunasamtök heimilanna eru að kalla eftir samskonar rannsóknarnefnd og þeirri sem rannsakaði aðdraganda hrunsins. Nefnd sem er með sjálfstæðar valdheimildir sem getur skoðað allar hliðar og velt öllum steinum. Annað verður aldrei einungis yfirklór sem engu skilar. Þegar farið er í málamiðlun eins og þessa skýrslubeiðni Miðflokksins, er hætta á því að hún verði vatn á myllu andstæðinga Rannsóknarskýrslu heimilanna sem geti þá haldið því fram (gegn betri vitund) að þessi mál hafi þegar verið rannsökuð. Ég tel það víst að Oddný myndi ekki styðja Rannsóknarskýrslu heimilanna, en hún getur, sér og Samfylkingunni að skaðlausu, samþykkt þessa skýrslubeiðni án þess að hafa frekari áhyggjur af því. Þar kemur tvennt til. Í fyrsta lagi er þessari beiðni beint til forsætisráðherra sem var einn af helstu gerendum aðgerðanna gegn heimilunum eftir hrun sem varaformaður VG. Það er því ljóst að henni er alveg jafn mikið í mun og öðrum sem að þessum málum komu, að sópa þeim rækilega undir öll tiltæk teppi og stóla. En í öðru lagi þá falla þeir málaflokkar sem skýrslan nær til ekki undir forsætisráðuneytið. Ráðherra gæti því einfaldlega svarað: "Þær upplýsingar sem beiðnin lýtur að eru ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu eða stofnunum þess." Og komist upp með það. Stöndum saman – kjósum hagsmuni heimilanna Það verður að gera Rannsóknarskýrslu heimilanna. Það sem gerðist eftir hrun og afdrif 15.000 heimila er svöðusár, krabbamein á þjóðarsálinni, sem verður að skera burt. Það getur vel verið að það verði sársaukafullt um stund, en lækning mun ekki eiga sér stað fyrir en greftrinum hefur verið hleypt út og sýkingin er horfin. Ég bind miklar vonir við að meirihluti verði fyrir Rannsóknarskýrslu heimilanna á Alþingi eftir kosningarnar í haust. Það er í höndum kjósenda að svo verði og ljóst að ein manneskja eða einn flokkur gerir ekkert án stuðnings annarra alþingismanna og flokka. Það er kristaltært hvaða flokkar vilja ekki að aðgerðir stjórnvalda eftir hrun séu dregnar upp á yfirborðið. Afsökunin „Það varð hrun og við tókum við erfiðu búi og vissum ekki betur“ er bara alls ekki að virka 12 árum og 15.000 heimilum síðar. Tækifærin til að leiðrétta „mistökin“ eru jafn mörg og dagarnir sem hafa liðið. Þegar staðið er gegn réttlæti svo árum skiptir breytast „mistök“ í „misgjörðir“. Þá erum við að tala um einbeittan brotavilja. Brjótum flokkslínur í haust, kjósum eftir málefnum – kjósum hagsmuni heimilanna. Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og frambjóðandi fyrir Flokk fólksins í komandi alþingiskosningum
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar