Í tilkynningu frá VÍS segir að Birkir muni sitja í framkvæmdastjórn félagsins og taka þannig þátt í stefnumótun þess.
„Hann mun bera ábyrgð á fjármálastjórn félagsins og að reksturinn sé í takt við áætlanir og markmið sem sett eru af stjórn og framkvæmdastjórn. Framkvæmdastjóri kjarnastarfsemi ber einnig ábyrgð á því að hafa yfirsýn yfir áhættu vátrygginga hjá félaginu ─ og að sett séu markmið og mælikvarðar í tengslum við ábyrgan vátryggingarekstur. Þá ber hann ábyrgð á rekstri tjónadeilda félagsins. Auk þess mun Birkir sitja í fjárfestingaráði félagsins.

Birkir hefur yfir 15 ára reynslu á fjármálamörkuðum. Nú síðast starfaði hann hjá Birti Capital Partners, þar sem hann hefur verið meðeigandi, en fyrirtækið sinnir víðtækri fjármálaráðgjöf. Birkir starfaði í fimm ár sem framkvæmdastjóri fjármála, reksturs og þróunar hjá Valitor. Áður starfaði Birkir meðal annars í fyrirtækjaráðgjöf Arion banka og hjá Lögmönnum Höfðabakka. Birkir er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík. Auk þess hefur Birkir lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og hefur réttindi sem héraðsdómslögmaður.
Birkir hefur formlega störf hjá félaginu 1. júní næstkomandi,“ segir í tilkynningunni.