„Þetta þrífst bara í myrkrinu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. mars 2021 07:00 Silja er ein af okkar færustu leikstjórum. Silja Hauksdóttir er leikstjóri og handritshöfundur með meiru. Hún er fædd í Reykjavík en hefur nokkuð dálæti á því að rífa sig upp með rótum og henda sér í hið ókunna, og hefur því búið víða erlendis og þá oft í tengslum við nám. Silja er með blæti fyrir því að segja sögur, rýna í manneskjuna og finna leiðina til að tengja áhorfandann við persónurnar á skjánum. Ný sería í leikstjórn Silju, Systrabönd, verður frumsýnd um páskana en þar þarf Silja að finna leiðir til að láta okkur áhorfendur kenna til með einstaklingum með myrka fortíð. Þetta sögublæti Silju hefði vissulega getað leitt hana á aðrar slóðir í lífinu en í dag er hún mjög ánægð með sitt fag og titil sem leikstjóri og höfundur. Hún er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpi hans, Snæbjörn talar við fólk. Silja segist oft á tíðum hafa upplifað ákveðin sjálfsefa. „Ég hef lengi vel verið feimin við þetta orð, leikstjóri, og mér finnst pínu eins og það sé erfitt að eignast þetta orð og sitja í þessum sporum. Þetta er smá eins og að segja, já ég er fegurðardrottning. Þetta lýsir ákveðnum hroka og dómum í sjálfri mér. Og ég er að reyna slétta úr þessum krumpum. Þetta er vissulega það sem ég geri og það verður alltaf auðveldara og auðveldara fyrir mig að trúa því,“ segir Silja og bætir við að sennilega sé ákveðið impostor syndrome í henni sem framkallar þennan sjálfsefa. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Silja Hauksdóttir „Þetta þrífst bara í myrkrinu svona hugsanir. Þær þrífast og stækka í myrkrinu en minnka í ljósinu finnst mér. Í minni asnalegu lotningu gagnvart þessu orði þá er maður að bögglast með fordómafullar hugmyndir um hvað þetta er. Leikstjóri, af hverju er maður að hugsa að maður sé ekki verðug gagnvart þessum orði,“ segir Silja og heldur áfram. „Þetta eru ójarðtengdar hugmyndir um hvað þessir hlutir eru. Af hverju set ég þetta á þennan fegurðardrottningastall. Í fordómafulla huga mínum þá er þetta orð ofhlaðið, þetta er svo hátt uppi. Það þarf að jarðtengja þetta meira, þetta er bara eins og allt annað. Við verðum að eigna okkur þessi orð.“ Hér að ofan má hlusta á brot úr viðtalinu. Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Sjá meira
Silja er með blæti fyrir því að segja sögur, rýna í manneskjuna og finna leiðina til að tengja áhorfandann við persónurnar á skjánum. Ný sería í leikstjórn Silju, Systrabönd, verður frumsýnd um páskana en þar þarf Silja að finna leiðir til að láta okkur áhorfendur kenna til með einstaklingum með myrka fortíð. Þetta sögublæti Silju hefði vissulega getað leitt hana á aðrar slóðir í lífinu en í dag er hún mjög ánægð með sitt fag og titil sem leikstjóri og höfundur. Hún er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpi hans, Snæbjörn talar við fólk. Silja segist oft á tíðum hafa upplifað ákveðin sjálfsefa. „Ég hef lengi vel verið feimin við þetta orð, leikstjóri, og mér finnst pínu eins og það sé erfitt að eignast þetta orð og sitja í þessum sporum. Þetta er smá eins og að segja, já ég er fegurðardrottning. Þetta lýsir ákveðnum hroka og dómum í sjálfri mér. Og ég er að reyna slétta úr þessum krumpum. Þetta er vissulega það sem ég geri og það verður alltaf auðveldara og auðveldara fyrir mig að trúa því,“ segir Silja og bætir við að sennilega sé ákveðið impostor syndrome í henni sem framkallar þennan sjálfsefa. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Silja Hauksdóttir „Þetta þrífst bara í myrkrinu svona hugsanir. Þær þrífast og stækka í myrkrinu en minnka í ljósinu finnst mér. Í minni asnalegu lotningu gagnvart þessu orði þá er maður að bögglast með fordómafullar hugmyndir um hvað þetta er. Leikstjóri, af hverju er maður að hugsa að maður sé ekki verðug gagnvart þessum orði,“ segir Silja og heldur áfram. „Þetta eru ójarðtengdar hugmyndir um hvað þessir hlutir eru. Af hverju set ég þetta á þennan fegurðardrottningastall. Í fordómafulla huga mínum þá er þetta orð ofhlaðið, þetta er svo hátt uppi. Það þarf að jarðtengja þetta meira, þetta er bara eins og allt annað. Við verðum að eigna okkur þessi orð.“ Hér að ofan má hlusta á brot úr viðtalinu. Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Sjá meira