Nauðgaði samstarfskonu sem hafði búið um hann á sófanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2021 16:59 Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Vísir/Vilhelm Þröstur Thorarensen, þrítugur karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Þá var honum gert að greiða fórnarlambinu tvær milljónir króna í miskabætur. Landsréttur staðfesti með öllu fyrri dóm yfir Þresti úr héraði. Þröstur var dæmdur fyrir að nauðga konu í apríl 2016. Þar hefði hann haft samræði við konu þar sem hún lá sofandi í rúminu sínu. Hún hefði ekki getað spornað við samræðinu sökum svefndrunga og ölvunar. Þá hefði Þröstur beitt konuna ólögmætri nauðung eftir að hún vaknaði og meðal annars haft samfarir við hana í endaþarm án samþykkis, meðal annars með því að halda henni fastri. Málið var kært sumarið 2019 eða þremur árum eftir að nauðgunin átti sér stað. Konan lýsti því að hafa farið í starfsmannagleði á nýjum stað og boðið Þresti gistingu að henni lokinni þar sem hann þyrfti langan veg að fara. Hún hefði búið um hann í sófanum en sjálf farið að sofa. Svo hefði hún vaknað við að hann var að hafa við hana samræði um leggöng. Hún hefði beðið hann um að hætta en það hefði hann ekki gert. Þau unnu áfram saman á vinnustað eftir nauðgunina. Henni hefði liðið illa en ekki ákveðið að kæra fyrr en Þröstur höfðaði mál á hendur henni. Þá höfðu skapast umræður í hóp á Facebook um Þröst þar sem hann var sakaður um kynferðisbrot. Leiddu ásakanirnar til þess að Þresti var sagt upp störfum. Í desember 2017 ákvað konan að tilkynna málið til lögreglu ef hún skyldi síðar ákveða að kæra. Sem hún og gerði. Landsréttur mat það svo að brotaþoli hefði frá upphafi verið samkvæm sjálfri sér. Trúverðugur framburður hennar fengi stoð í framburði vitna og vottorðum sem renndu stoðum undir það að atvikið hefði valdið henni mikilli vanlíðan. Aftur á móti væri framburður Þrastar um að kynmökin hefðu átt sér stað með samþykki hennar metinn ótrúverðugur, enda samræmist hann síður atvikum málsins eins og þau teldust sönnuð eða óumdeild. Var framburður konunnar því lagður til grundvallar og dæmt í málinu. Dóm Landsréttar má lesa hér Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Þröstur var dæmdur fyrir að nauðga konu í apríl 2016. Þar hefði hann haft samræði við konu þar sem hún lá sofandi í rúminu sínu. Hún hefði ekki getað spornað við samræðinu sökum svefndrunga og ölvunar. Þá hefði Þröstur beitt konuna ólögmætri nauðung eftir að hún vaknaði og meðal annars haft samfarir við hana í endaþarm án samþykkis, meðal annars með því að halda henni fastri. Málið var kært sumarið 2019 eða þremur árum eftir að nauðgunin átti sér stað. Konan lýsti því að hafa farið í starfsmannagleði á nýjum stað og boðið Þresti gistingu að henni lokinni þar sem hann þyrfti langan veg að fara. Hún hefði búið um hann í sófanum en sjálf farið að sofa. Svo hefði hún vaknað við að hann var að hafa við hana samræði um leggöng. Hún hefði beðið hann um að hætta en það hefði hann ekki gert. Þau unnu áfram saman á vinnustað eftir nauðgunina. Henni hefði liðið illa en ekki ákveðið að kæra fyrr en Þröstur höfðaði mál á hendur henni. Þá höfðu skapast umræður í hóp á Facebook um Þröst þar sem hann var sakaður um kynferðisbrot. Leiddu ásakanirnar til þess að Þresti var sagt upp störfum. Í desember 2017 ákvað konan að tilkynna málið til lögreglu ef hún skyldi síðar ákveða að kæra. Sem hún og gerði. Landsréttur mat það svo að brotaþoli hefði frá upphafi verið samkvæm sjálfri sér. Trúverðugur framburður hennar fengi stoð í framburði vitna og vottorðum sem renndu stoðum undir það að atvikið hefði valdið henni mikilli vanlíðan. Aftur á móti væri framburður Þrastar um að kynmökin hefðu átt sér stað með samþykki hennar metinn ótrúverðugur, enda samræmist hann síður atvikum málsins eins og þau teldust sönnuð eða óumdeild. Var framburður konunnar því lagður til grundvallar og dæmt í málinu. Dóm Landsréttar má lesa hér
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira