Hvað eiga skógrækt og pizzur sameiginlegt? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. mars 2021 20:43 Hæstu trén á Snæfoksstöðum í Grímsnesi eru orðin vel yfir tuttugu metrar. Við grisjun eru trjábolirnir sagaðir í sundur í nýju vélinni og viðarkubbar verða til, sem eru m.a. notaðir á Pizzastöðum landsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Klifur“ er nafni á nýrri vél fyrir skógræktarfélög landsins en hún klífur trjáboli til að búa til eldivið. Viðurinn er mjög vinsæll á pizzastöðum landsins. Snæfoksstaðir í Grímsnesi er stórt og mikið skógræktarsvæði í eigu Skógræktarfélags Árnesinga. Mikið hefur verið grisjað í skóginum undanfarin ár, sem þýðir að mikið af trjábolum verða til. Þeir eru nú settir í nýja vél, sem félagið var að kaupa frá Finnlandi en vélin er sú eina sinnar tegundar á Íslandi. Hún kallast „Klifur“ því hún er notuð til að kljúfa trjáboli. „Vélin er fullkomin og krefst lítils mannafla og við erum svo heppin að eiga inniaðstöðu á Snæfoksstöðum þannig að þarf nánast aldrei að fara út með þessa vél. Við tökum timbrið úr skóginum í vélina, svo í grindur og þurrkum inni,“ segir Kjartan Ólafsson, formaður Skógræktarfélags Árnesinga. Kjartan Ólafsson, formaður Skógræktarfélags Árnesinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er gert við við afurðina, sem kemur úr vélinni? „Afurðin er seld en það er mikið af pizzastöðum, sem kaupa og síðan fer þetta sem arinviður hjá sumarbústaðaeigendum og íbúðarhúsum. Pizzastaðirnir sumir hverjir eru með eldbakaðar pizzur og þá nota þeir mikinn eldivið,“ segir Kjartan. Bergur Þór Björnsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Árnesinga að koma með trjábol í nýju vélina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kjartan segir að nýja vélin sé mjög afkastamikil og eigi eftir að margborga sig fyrir félagið. „Á næstu tíu til fimmtán árum verður gríðarlega mikil viðarframleiðsla á Íslandi og við þurfum að koma þeirri framleiðslu auðvitað í not, gera verðmæti úr þessari miklu viðarframleiðslu, sem er að koma í gagnið hérna“, segir Kjartan enn fremur. Nýja vélin var keypt frá Finnlandi og hefur reynst einstaklega vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Snæfoksstaðir í Grímsnesi er stórt og mikið skógræktarsvæði í eigu Skógræktarfélags Árnesinga. Mikið hefur verið grisjað í skóginum undanfarin ár, sem þýðir að mikið af trjábolum verða til. Þeir eru nú settir í nýja vél, sem félagið var að kaupa frá Finnlandi en vélin er sú eina sinnar tegundar á Íslandi. Hún kallast „Klifur“ því hún er notuð til að kljúfa trjáboli. „Vélin er fullkomin og krefst lítils mannafla og við erum svo heppin að eiga inniaðstöðu á Snæfoksstöðum þannig að þarf nánast aldrei að fara út með þessa vél. Við tökum timbrið úr skóginum í vélina, svo í grindur og þurrkum inni,“ segir Kjartan Ólafsson, formaður Skógræktarfélags Árnesinga. Kjartan Ólafsson, formaður Skógræktarfélags Árnesinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er gert við við afurðina, sem kemur úr vélinni? „Afurðin er seld en það er mikið af pizzastöðum, sem kaupa og síðan fer þetta sem arinviður hjá sumarbústaðaeigendum og íbúðarhúsum. Pizzastaðirnir sumir hverjir eru með eldbakaðar pizzur og þá nota þeir mikinn eldivið,“ segir Kjartan. Bergur Þór Björnsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Árnesinga að koma með trjábol í nýju vélina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kjartan segir að nýja vélin sé mjög afkastamikil og eigi eftir að margborga sig fyrir félagið. „Á næstu tíu til fimmtán árum verður gríðarlega mikil viðarframleiðsla á Íslandi og við þurfum að koma þeirri framleiðslu auðvitað í not, gera verðmæti úr þessari miklu viðarframleiðslu, sem er að koma í gagnið hérna“, segir Kjartan enn fremur. Nýja vélin var keypt frá Finnlandi og hefur reynst einstaklega vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira