Hvítrússum endanlega neitað um þátttöku í Eurovision Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. mars 2021 14:17 Til vinstri má sjá Alexander Lúkasjenka. Til hægri er hins vegar Dmitry Koldun, einhver mesta Eurovision-hetja Hvíta-Rússlands, en hann náði besta árangri landsins í Eurovision frá upphafi, þegar hann lenti í 6. sæti árið 2007. Getty/Samsett Nú er ljóst að Hvíta-Rússland kemur ekki til með að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í ár. Upprunalegu framlagi landsins var hafnað þar sem það þótti of pólitískt. Hvítrússar brugðu þá á það ráð að senda inn annað lag. Allt kom þó fyrir ekki, lagið þótti enn of pólitískt. Hvítrússar verða því ekki með í keppninni í ár, að því er fram kemur í tilkynningu frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. Í upprunalega laginu, sem átti að vera flutt af sveitinni Galasy Zmesta, sem gæti útlagst sem „Rödd skynseminnar“, var hæðst að mótmælum gegn Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands. Órói hefur ríkt í Hvíta-Rússlandi frá forsetakosningunum í ágúst sem stjórnarandstæðingar fullyrða að hafi verið sviksamlegar. Lúkasjenka lýsti sjálfan sig sigurvegara en hann hefur ríkt í meira en aldarfjórðung. Í ljósi þessa þótti lagið, sem ber heitið ´Ya Nauchu Tebya, eða á íslensku „Ég skal kenna þér,“ of pólitískt. Í laginu var meðal annars að finna línu sem útlistast á þessa leið: „Ég skal kenna þér að hlýða.“ Nú hefur annarri tilraun sömu hljómsveitar, sem ítrekað hefur hæðst að mótmælaöldunni gegn Lúkasjenka, til að fá að vera með verið hafnað inngöngu í keppnina af sömu ástæðu. Það verður því ekkert hvítrússneskt flutt í Rotterdam, þar sem Eurovision-keppnin fer fram, dagana 18. til 22. maí. Eurovision Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Hvítrússar íhuga að senda inn nýtt lag í Júróvisjón Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir mögulegt að ríkisútvarp landsins sendi inn nýtt lag í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eftir að upphaflegu framlagi hennar var hafnað sem of pólitísku. Hljómsveitin sem flutti lagið hefur ítrekað hæðst að mótmælendum Lúkasjenka og ríkisstjórnar hans. 13. mars 2021 12:26 Hvít-Rússar reknir úr Eurovision Samband evrópska sjónvarpsstöðva EBU hefur tekið þá ákvörðun að víkja Hvítrússum úr keppni í Eurovision. 11. mars 2021 15:31 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
Hvítrússar brugðu þá á það ráð að senda inn annað lag. Allt kom þó fyrir ekki, lagið þótti enn of pólitískt. Hvítrússar verða því ekki með í keppninni í ár, að því er fram kemur í tilkynningu frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. Í upprunalega laginu, sem átti að vera flutt af sveitinni Galasy Zmesta, sem gæti útlagst sem „Rödd skynseminnar“, var hæðst að mótmælum gegn Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands. Órói hefur ríkt í Hvíta-Rússlandi frá forsetakosningunum í ágúst sem stjórnarandstæðingar fullyrða að hafi verið sviksamlegar. Lúkasjenka lýsti sjálfan sig sigurvegara en hann hefur ríkt í meira en aldarfjórðung. Í ljósi þessa þótti lagið, sem ber heitið ´Ya Nauchu Tebya, eða á íslensku „Ég skal kenna þér,“ of pólitískt. Í laginu var meðal annars að finna línu sem útlistast á þessa leið: „Ég skal kenna þér að hlýða.“ Nú hefur annarri tilraun sömu hljómsveitar, sem ítrekað hefur hæðst að mótmælaöldunni gegn Lúkasjenka, til að fá að vera með verið hafnað inngöngu í keppnina af sömu ástæðu. Það verður því ekkert hvítrússneskt flutt í Rotterdam, þar sem Eurovision-keppnin fer fram, dagana 18. til 22. maí.
Eurovision Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Hvítrússar íhuga að senda inn nýtt lag í Júróvisjón Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir mögulegt að ríkisútvarp landsins sendi inn nýtt lag í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eftir að upphaflegu framlagi hennar var hafnað sem of pólitísku. Hljómsveitin sem flutti lagið hefur ítrekað hæðst að mótmælendum Lúkasjenka og ríkisstjórnar hans. 13. mars 2021 12:26 Hvít-Rússar reknir úr Eurovision Samband evrópska sjónvarpsstöðva EBU hefur tekið þá ákvörðun að víkja Hvítrússum úr keppni í Eurovision. 11. mars 2021 15:31 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
Hvítrússar íhuga að senda inn nýtt lag í Júróvisjón Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir mögulegt að ríkisútvarp landsins sendi inn nýtt lag í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eftir að upphaflegu framlagi hennar var hafnað sem of pólitísku. Hljómsveitin sem flutti lagið hefur ítrekað hæðst að mótmælendum Lúkasjenka og ríkisstjórnar hans. 13. mars 2021 12:26
Hvít-Rússar reknir úr Eurovision Samband evrópska sjónvarpsstöðva EBU hefur tekið þá ákvörðun að víkja Hvítrússum úr keppni í Eurovision. 11. mars 2021 15:31