Stjórn Félags fréttamanna: „Samherji kastaði stóru neti og veiddi eina siðanefnd“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. mars 2021 18:42 Stjórn Félags fréttamanna lýsir vonbrigðum vegna niðurstöðu siðanefndar RÚV í máli Samherja gegn fréttamönnum stofnunarinnar. Vísir/Vilhelm Stjórn Félags fréttamanna, stéttafélags fréttamanna á RÚV, sendi í dag frá sér ályktun vegna niðurstöðu siðanefndar RÚV vegna kæru Samherja á hendur ellefu fréttamönnum. Þar lýsir stjórnin vonbrigðum með niðurstöðuna og segist hafa áhyggjur af því hvaða afleiðingar niðurstaðan geti haft á gagnrýna fjölmiðlun. Siðanefnd RÚV komst að niðurstöðu í máli ellefu fréttamanna, sem kærðir höfðu verið af Samherja vegna ummæla sinna á samfélagsmiðlum, í gær. Aðeins einn fréttamaður, Helgi Seljan, var úrskurðaður sekur um brot gegn siðareglum Ríkisútvarpsins en hinir tíu voru ekki úrskurðaðir sekir. Brot Helga eru talin alvarleg. Samherji kærði ellefu fréttamenn vegna ummæla sem þeir höfðu birt á samfélagsmiðlum en þar tjáðu þau sig um umsvif Samherja í Namibíu sem hafði verið fjallað um í fréttaþættinum Kveiki. Stjórn Félags fréttamanna segir í ályktun að margir hafi óttast og varað við siðareglum RÚV þegar þær voru teknar í gildi. Fréttamenn á RÚV hafi ekki verið einir um að lýsa yfir áhyggjum sínum heldur hafi gagnrýnin komið upp annars staðar, meðal annars í fræðilegum skrifum. „Ákvæði þeirra um bann við tjáningu á samfélagsmiðlum er notað til að hefta tjáningarfrelsi fréttamanna og í tilraunum til að þagga niður í fréttamönnum og umfjöllun þeirra. Fréttamenn geta illa setið undir því að siðareglur RÚV séu notaðar til að kæla umfjöllun þeirra,“ segir í ályktun stjórnarinnar. Meðal fréttamanna RÚV sem hafa deilt ályktun stjórnar Félags fréttamanna er Brynjólfur Þór Guðmundsson. Ályktun stjórnar Félags fréttamanna vegna úrskurðar siðanefndar RÚV 27. mars 2021 Stjórn Félags fréttamanna lýsir...Posted by Brynjólfur Þór Guðmundsson on Saturday, March 27, 2021 Stjórnin veltir því einnig upp að úrskurður siðanefndarinnar hafi ekki verið rökstuddur. Hún segir að eigi störf nefndarinnar að koma að gagni verði að liggja fyrir hvernig nefndin hafi komist að niðurstöðu. „Þá röksemdafærslu vantar í úrskurðinn. Það vekur sérstaka undrun og vonbrigði að nefndin telji sig geta úrskurðað um alvarlegt brot án þess að rökstyðja niðurstöðu sína ítarlega, sérstaklega þar sem úrskurðað er um alvarlegt brot í fyrsta sinn,“ segir í ályktun stjórnarinnar. Ummæli Helga Seljan um Eldum rétt voru talin brot á siðareglum RÚV.Vísir Þá spyr stjórnin hvers vegna ein ummælin, sem úrskurðuð voru brot á siðareglum, hafi falið í sér alvarleg brot samkvæmt siðanefndinni og beinst persónulega að fyrirsvarsmönnum Samherja þegar ummælin tengdust Samherja ekki með neinum hætti. Ummælin umræddu fjölluðu um málefni fyrirtækisins Eldum rétt. „Sem fyrr segir tiltók lögmaður kæranda tugi ummæla á annars tugs starfsmanna í kæru sinni. Slíkt er þekkt í meiðyrðamálum þar sem stefnt er vegna fjölda ummæla í von um að einhver verði metin brotleg. Samherji kastaði stóru neti og veiddi eina siðanefnd.“ Ummæli Helga Seljan sem úrskurðuð voru brotleg gegn siðareglum eru eftirfarandi: „Vonandi er þessi árétting of einhliða fyrir hinn ballanseraða forstjóra Samherja.“ „Sæll Björgólfur Jóhannsson. Nú hef ég fylgst með þér fyrstu daga þína í starfi og vandræðum þínum við að höndla einfaldar staðreyndir um eignarhald fyrirtækisins sem þú stýrir; samanber þetta með Heinaste um daginn.“ „... En af því að ykkur virðist ekki auðlesið internetið er hér ein grein sem þú gætir byrjað á að lesa gæskur ... Þú þarft ekkert að biðja mig afsökunar samt.“ „Rosalega hlýtur þeim að líða vel með sig núna „andlitunum“ sem tóku þátt í að rétta við ímynd þessa kompanís eftir að upp um það komst.“ „Hér er hún þá líklegast komin, stærsta efnahagsaðgerð íslenskra stjórnvalda vegna Covid-19“ skrifaði Helgi um frétt af Kjarnanum með fyrirsögninni „Samherji fær að sleppa við yfirtökuskyldu á Eimskip“. „Húrra fyrir Seðlabankastjóranum sem lét spila með sig… what a joke“ og „Það að þeim hafi verið heimilað að sleppa undan yfirtökuskyldu í mars, vegna Covid, var galið. Og sýnir sig núna að hafa verið hreinn fyrirsláttur.“ Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Helgi Seljan þverbraut siðareglur Ríkisútvarpsins ohf Siðanefnd Ríkisútvarpsins hefur dæmt í máli Samherja hf. gegn Helga Seljan og tíu öðrum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Helgi er dæmdur sekur um brot gegn siðareglum stofnunarinnar en hin tíu sleppa hins vegar með skrekkinn. Brot Helga teljast alvarleg. 26. mars 2021 16:21 Eiginleg sakamálarannsókn ekki hafin vegna kæru Samherja Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, segir að enn sé verið að afla gagna frá Seðlabankanum vegna kæru Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar á meintum brotum nokkurra þáverandi starfsmanna Seðlabankans í tengslum við rannsókn á ætluðum brotum Samherja á lögum og reglum um gjaldeyrismál. 29. janúar 2021 15:21 Sagði yfirvöld í Namibíu ekki hafa burði í að rannsaka aflandsviðskipti Jón Óttar Ólafsson, ráðgjafi Samherja og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, sagði yfirvöld í Namibíu ekki hafa burði til þess að rannsaka aflandsviðskipti Samherja. Þar vísaði hann til greiðslna félagsins inn á reikninga félagsins Tundavala í Dúbaí, en félagið er skráð á einn þeirra manna sem er grunaður um að þiggja mútur frá Samherja. 12. desember 2020 12:37 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Siðanefnd RÚV komst að niðurstöðu í máli ellefu fréttamanna, sem kærðir höfðu verið af Samherja vegna ummæla sinna á samfélagsmiðlum, í gær. Aðeins einn fréttamaður, Helgi Seljan, var úrskurðaður sekur um brot gegn siðareglum Ríkisútvarpsins en hinir tíu voru ekki úrskurðaðir sekir. Brot Helga eru talin alvarleg. Samherji kærði ellefu fréttamenn vegna ummæla sem þeir höfðu birt á samfélagsmiðlum en þar tjáðu þau sig um umsvif Samherja í Namibíu sem hafði verið fjallað um í fréttaþættinum Kveiki. Stjórn Félags fréttamanna segir í ályktun að margir hafi óttast og varað við siðareglum RÚV þegar þær voru teknar í gildi. Fréttamenn á RÚV hafi ekki verið einir um að lýsa yfir áhyggjum sínum heldur hafi gagnrýnin komið upp annars staðar, meðal annars í fræðilegum skrifum. „Ákvæði þeirra um bann við tjáningu á samfélagsmiðlum er notað til að hefta tjáningarfrelsi fréttamanna og í tilraunum til að þagga niður í fréttamönnum og umfjöllun þeirra. Fréttamenn geta illa setið undir því að siðareglur RÚV séu notaðar til að kæla umfjöllun þeirra,“ segir í ályktun stjórnarinnar. Meðal fréttamanna RÚV sem hafa deilt ályktun stjórnar Félags fréttamanna er Brynjólfur Þór Guðmundsson. Ályktun stjórnar Félags fréttamanna vegna úrskurðar siðanefndar RÚV 27. mars 2021 Stjórn Félags fréttamanna lýsir...Posted by Brynjólfur Þór Guðmundsson on Saturday, March 27, 2021 Stjórnin veltir því einnig upp að úrskurður siðanefndarinnar hafi ekki verið rökstuddur. Hún segir að eigi störf nefndarinnar að koma að gagni verði að liggja fyrir hvernig nefndin hafi komist að niðurstöðu. „Þá röksemdafærslu vantar í úrskurðinn. Það vekur sérstaka undrun og vonbrigði að nefndin telji sig geta úrskurðað um alvarlegt brot án þess að rökstyðja niðurstöðu sína ítarlega, sérstaklega þar sem úrskurðað er um alvarlegt brot í fyrsta sinn,“ segir í ályktun stjórnarinnar. Ummæli Helga Seljan um Eldum rétt voru talin brot á siðareglum RÚV.Vísir Þá spyr stjórnin hvers vegna ein ummælin, sem úrskurðuð voru brot á siðareglum, hafi falið í sér alvarleg brot samkvæmt siðanefndinni og beinst persónulega að fyrirsvarsmönnum Samherja þegar ummælin tengdust Samherja ekki með neinum hætti. Ummælin umræddu fjölluðu um málefni fyrirtækisins Eldum rétt. „Sem fyrr segir tiltók lögmaður kæranda tugi ummæla á annars tugs starfsmanna í kæru sinni. Slíkt er þekkt í meiðyrðamálum þar sem stefnt er vegna fjölda ummæla í von um að einhver verði metin brotleg. Samherji kastaði stóru neti og veiddi eina siðanefnd.“ Ummæli Helga Seljan sem úrskurðuð voru brotleg gegn siðareglum eru eftirfarandi: „Vonandi er þessi árétting of einhliða fyrir hinn ballanseraða forstjóra Samherja.“ „Sæll Björgólfur Jóhannsson. Nú hef ég fylgst með þér fyrstu daga þína í starfi og vandræðum þínum við að höndla einfaldar staðreyndir um eignarhald fyrirtækisins sem þú stýrir; samanber þetta með Heinaste um daginn.“ „... En af því að ykkur virðist ekki auðlesið internetið er hér ein grein sem þú gætir byrjað á að lesa gæskur ... Þú þarft ekkert að biðja mig afsökunar samt.“ „Rosalega hlýtur þeim að líða vel með sig núna „andlitunum“ sem tóku þátt í að rétta við ímynd þessa kompanís eftir að upp um það komst.“ „Hér er hún þá líklegast komin, stærsta efnahagsaðgerð íslenskra stjórnvalda vegna Covid-19“ skrifaði Helgi um frétt af Kjarnanum með fyrirsögninni „Samherji fær að sleppa við yfirtökuskyldu á Eimskip“. „Húrra fyrir Seðlabankastjóranum sem lét spila með sig… what a joke“ og „Það að þeim hafi verið heimilað að sleppa undan yfirtökuskyldu í mars, vegna Covid, var galið. Og sýnir sig núna að hafa verið hreinn fyrirsláttur.“
„Vonandi er þessi árétting of einhliða fyrir hinn ballanseraða forstjóra Samherja.“ „Sæll Björgólfur Jóhannsson. Nú hef ég fylgst með þér fyrstu daga þína í starfi og vandræðum þínum við að höndla einfaldar staðreyndir um eignarhald fyrirtækisins sem þú stýrir; samanber þetta með Heinaste um daginn.“ „... En af því að ykkur virðist ekki auðlesið internetið er hér ein grein sem þú gætir byrjað á að lesa gæskur ... Þú þarft ekkert að biðja mig afsökunar samt.“ „Rosalega hlýtur þeim að líða vel með sig núna „andlitunum“ sem tóku þátt í að rétta við ímynd þessa kompanís eftir að upp um það komst.“ „Hér er hún þá líklegast komin, stærsta efnahagsaðgerð íslenskra stjórnvalda vegna Covid-19“ skrifaði Helgi um frétt af Kjarnanum með fyrirsögninni „Samherji fær að sleppa við yfirtökuskyldu á Eimskip“. „Húrra fyrir Seðlabankastjóranum sem lét spila með sig… what a joke“ og „Það að þeim hafi verið heimilað að sleppa undan yfirtökuskyldu í mars, vegna Covid, var galið. Og sýnir sig núna að hafa verið hreinn fyrirsláttur.“
Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Helgi Seljan þverbraut siðareglur Ríkisútvarpsins ohf Siðanefnd Ríkisútvarpsins hefur dæmt í máli Samherja hf. gegn Helga Seljan og tíu öðrum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Helgi er dæmdur sekur um brot gegn siðareglum stofnunarinnar en hin tíu sleppa hins vegar með skrekkinn. Brot Helga teljast alvarleg. 26. mars 2021 16:21 Eiginleg sakamálarannsókn ekki hafin vegna kæru Samherja Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, segir að enn sé verið að afla gagna frá Seðlabankanum vegna kæru Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar á meintum brotum nokkurra þáverandi starfsmanna Seðlabankans í tengslum við rannsókn á ætluðum brotum Samherja á lögum og reglum um gjaldeyrismál. 29. janúar 2021 15:21 Sagði yfirvöld í Namibíu ekki hafa burði í að rannsaka aflandsviðskipti Jón Óttar Ólafsson, ráðgjafi Samherja og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, sagði yfirvöld í Namibíu ekki hafa burði til þess að rannsaka aflandsviðskipti Samherja. Þar vísaði hann til greiðslna félagsins inn á reikninga félagsins Tundavala í Dúbaí, en félagið er skráð á einn þeirra manna sem er grunaður um að þiggja mútur frá Samherja. 12. desember 2020 12:37 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Helgi Seljan þverbraut siðareglur Ríkisútvarpsins ohf Siðanefnd Ríkisútvarpsins hefur dæmt í máli Samherja hf. gegn Helga Seljan og tíu öðrum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Helgi er dæmdur sekur um brot gegn siðareglum stofnunarinnar en hin tíu sleppa hins vegar með skrekkinn. Brot Helga teljast alvarleg. 26. mars 2021 16:21
Eiginleg sakamálarannsókn ekki hafin vegna kæru Samherja Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, segir að enn sé verið að afla gagna frá Seðlabankanum vegna kæru Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar á meintum brotum nokkurra þáverandi starfsmanna Seðlabankans í tengslum við rannsókn á ætluðum brotum Samherja á lögum og reglum um gjaldeyrismál. 29. janúar 2021 15:21
Sagði yfirvöld í Namibíu ekki hafa burði í að rannsaka aflandsviðskipti Jón Óttar Ólafsson, ráðgjafi Samherja og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, sagði yfirvöld í Namibíu ekki hafa burði til þess að rannsaka aflandsviðskipti Samherja. Þar vísaði hann til greiðslna félagsins inn á reikninga félagsins Tundavala í Dúbaí, en félagið er skráð á einn þeirra manna sem er grunaður um að þiggja mútur frá Samherja. 12. desember 2020 12:37