Flestir vilja daðra í sambandinu sínu Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 28. mars 2021 19:31 Daðrar þú nógu oft við makann þinn? Getty Daður er oft á tíðum eitthvað sem fólk tengir meira við tilhugalífið heldur en hversdagslífið. Fólk sullar út sjarmanum og skreytir fjaðrirnar sínar þegar það vill vekja áhuga fólks og sömuleiðis sýna hann. Þegar við höfum svo tælt til okkar draumamakann með öllum okkar dýrslegu daðurstöktum og einlæga áhuga, hvað þá? Á þá bara að skrúfa fyrir daðursflæðið? Takmarkinu náð. Flestir vilja upplifa áhuga og áðdáun frá maka sínum hvað svo sem sambandið hefur staðið yfir lengi. Fólki er það kannski náttúrulegra að daðra í byrjun sambands en ef eitthvað er þá er daður ekki síður mikilvægt þegar bleika skýið sígur niður í hversdagslegan þægindarammann. Í síðustu viku spurðum við lesendur Vísis hvort að þeir daðri við maka sinn, tæplega tólfhundruð manns tóku þátt í könnuninni. Athygli vakti að aðeins 5% svarenda sögðu daður vera óþarfa í sambandi svo það er augljóst að flestir eru sammála um mikilvægi þess að daðra í sambandi. Þó sögðust 44% svarenda annað hvort ekki daðra í sambandinu sínu eða ekki fá daður tilbaka frá maka sínum. Það er því ekki úr vegi að hvetja fólk til þess að rífa upp sjarmann, rifja upp hvað það er sem heillar við makann og daðra svo eins og enginn sé morgundagurinn. Nákvæmari niðurstöður* er hægt að sjá hér fyrir neðan: Daðrar þú við makann þinn? Já, mér finnst daður mikilvægt í sambandi - 51% Já, ég daðra en fæ ekki mikið daður til baka - 23% Nei, en ég vildi að það væri meira daður - 21% Nei, mér finnst daður óþarfi í sambandi - 5% Umsjónarmaður Makamála mætti í Brennsluna á FM957 og ræddi niðurstöðurnar ásamt því að kynna til leiks nýja Spurningu vikunnar. Hægt er að hlusta á líflegar umræður hér fyrir neðan. *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Spurning vikunnar Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ Makamál Dóra Júlía og Bára: „Ást er allskonar“ Makamál Fékk risastóran nammipoka á fyrsta stefnumótinu Makamál Heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar samhliða læknanámi í Danmörku Makamál Móðurmál: Mér finnst ég sjá konur í öðru ljósi núna Makamál Móðurmál: „Upplifi mig á tímum sem gísl í eigin líkama“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Þegar við höfum svo tælt til okkar draumamakann með öllum okkar dýrslegu daðurstöktum og einlæga áhuga, hvað þá? Á þá bara að skrúfa fyrir daðursflæðið? Takmarkinu náð. Flestir vilja upplifa áhuga og áðdáun frá maka sínum hvað svo sem sambandið hefur staðið yfir lengi. Fólki er það kannski náttúrulegra að daðra í byrjun sambands en ef eitthvað er þá er daður ekki síður mikilvægt þegar bleika skýið sígur niður í hversdagslegan þægindarammann. Í síðustu viku spurðum við lesendur Vísis hvort að þeir daðri við maka sinn, tæplega tólfhundruð manns tóku þátt í könnuninni. Athygli vakti að aðeins 5% svarenda sögðu daður vera óþarfa í sambandi svo það er augljóst að flestir eru sammála um mikilvægi þess að daðra í sambandi. Þó sögðust 44% svarenda annað hvort ekki daðra í sambandinu sínu eða ekki fá daður tilbaka frá maka sínum. Það er því ekki úr vegi að hvetja fólk til þess að rífa upp sjarmann, rifja upp hvað það er sem heillar við makann og daðra svo eins og enginn sé morgundagurinn. Nákvæmari niðurstöður* er hægt að sjá hér fyrir neðan: Daðrar þú við makann þinn? Já, mér finnst daður mikilvægt í sambandi - 51% Já, ég daðra en fæ ekki mikið daður til baka - 23% Nei, en ég vildi að það væri meira daður - 21% Nei, mér finnst daður óþarfi í sambandi - 5% Umsjónarmaður Makamála mætti í Brennsluna á FM957 og ræddi niðurstöðurnar ásamt því að kynna til leiks nýja Spurningu vikunnar. Hægt er að hlusta á líflegar umræður hér fyrir neðan. *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.
Spurning vikunnar Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: „Kvöldið endar í faðmlögum við fjöru vatnsins“ Makamál Dóra Júlía og Bára: „Ást er allskonar“ Makamál Fékk risastóran nammipoka á fyrsta stefnumótinu Makamál Heldur úti Instagramsíðunni Barnabitar samhliða læknanámi í Danmörku Makamál Móðurmál: Mér finnst ég sjá konur í öðru ljósi núna Makamál Móðurmál: „Upplifi mig á tímum sem gísl í eigin líkama“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira