Anníe Mist: Skrefi nær því að vera tilbúin fyrir átta manna úrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2021 08:01 Anníe Mist Þórisdóttir er bara rétt að byrja endurkomu sína en fyrst var að komast klakklaust í gegnum opna hlutann. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir fékk svo sem enga draumaæfingu þegar í ljós kom hvað biði hennar í 21.3 og 21.4 en lokahlutinn á The Open reyndi mikið á íslensku CrossFit goðsögnina. Anníe Mist Þórisdóttir er nú að keppa í fyrsta sinn sem móðir. Freyja Mist fylgdist líka með mömmu sinni klára 21.3 og 21.4 í lokaviku opna hluta heimsleikanna í CrossFit. Anníe Mist fór yfir æfingu sína í stuttum pistil á Instagram og sýndi myndband af sér gera æfinguna. „Allar þessar æfingar voru stórsigur fyrir mig í dag,“ byrjaði Anníe Mist pistil sinn. Hún eignaðist dóttur í ágúst eins og flestir vita og var þarna að keppa í fyrsta sinn síðan þá. Það er ljóst að ákveðnar æfingar eru engar óskaæfingar fyrir nýja móður og það fór auðvitað svo að í lokahluta Open voru æfingar sem Anníe Mist vildu helst ekki sjá. „Ég byrjaði bara að gera upphífingar (CTB) og tær upp í slá (TTB) æfingarnar í litlum mæli fyrir þremur vikum og í dag gerði ég í fyrsta sinn upplyftingar á slá (Bar Muscle ups) síðan 15. desember 2019,“ skrifaði Anníe Mist. „Já, ég klikkaði á fyrstu tilraun og þetta var erfiðara en ég man eftir en svo kom vöðvaminnið sterkt inn hjá mér,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég kláraði æfinguna og það kemur mér skrefi nær því að vera tilbúin fyrir átta manna úrslitin,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. Átta manna úrslitin er næsti hluti undankeppni heimsleikanna og það eru náttúrulega ekki hrein átta manna úrslitin enda mun fleiri að keppa þar en átta einstaklingar. Þetta er keppni í gegnum netið eins og The Open og mun þrengja hóp þeirra bestu enn frekar. Þar fær CrossFit fólkið tækifæri til að tryggja sig inn í mótin sem síðan gefa farseðla á heimsleikanna sjálfa. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir er nú að keppa í fyrsta sinn sem móðir. Freyja Mist fylgdist líka með mömmu sinni klára 21.3 og 21.4 í lokaviku opna hluta heimsleikanna í CrossFit. Anníe Mist fór yfir æfingu sína í stuttum pistil á Instagram og sýndi myndband af sér gera æfinguna. „Allar þessar æfingar voru stórsigur fyrir mig í dag,“ byrjaði Anníe Mist pistil sinn. Hún eignaðist dóttur í ágúst eins og flestir vita og var þarna að keppa í fyrsta sinn síðan þá. Það er ljóst að ákveðnar æfingar eru engar óskaæfingar fyrir nýja móður og það fór auðvitað svo að í lokahluta Open voru æfingar sem Anníe Mist vildu helst ekki sjá. „Ég byrjaði bara að gera upphífingar (CTB) og tær upp í slá (TTB) æfingarnar í litlum mæli fyrir þremur vikum og í dag gerði ég í fyrsta sinn upplyftingar á slá (Bar Muscle ups) síðan 15. desember 2019,“ skrifaði Anníe Mist. „Já, ég klikkaði á fyrstu tilraun og þetta var erfiðara en ég man eftir en svo kom vöðvaminnið sterkt inn hjá mér,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég kláraði æfinguna og það kemur mér skrefi nær því að vera tilbúin fyrir átta manna úrslitin,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. Átta manna úrslitin er næsti hluti undankeppni heimsleikanna og það eru náttúrulega ekki hrein átta manna úrslitin enda mun fleiri að keppa þar en átta einstaklingar. Þetta er keppni í gegnum netið eins og The Open og mun þrengja hóp þeirra bestu enn frekar. Þar fær CrossFit fólkið tækifæri til að tryggja sig inn í mótin sem síðan gefa farseðla á heimsleikanna sjálfa. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira