Sonur Schumachers 95 prósent ánægður með fyrsta kappaksturinn í Formúlu 1 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2021 10:30 Mick Schumacher lenti í 16. sæti í sinni fyrstu Formúlu 1 keppni á ferlinum. getty/Dan Istitene Mick Schumacher, sonur goðsagnarinnar Michaels Schumacher, þreytti frumraun sína í Formúlu 1 í gær. Hann var að mestu ánægður með hvernig hún gekk. Schumacher, sem keppir fyrir Haas, lenti í vandræðum í upphafi kappakstursins í Barein í gær og endaði í 16. sæti í þessari fyrstu keppni ársins. Hann var samt nokkuðs sáttur með hvernig til tókst. „Ég var 95 prósent ánægður. Ég get ekki sagt að ég sé hundrað prósent sáttur vegna byrjunarinnar,“ sagði Schumacher. „Vandamálið var að dekkin voru köld. En það var margt jákvætt sem ég get byggt ofan á. Ég er vanari að vera meðal fimm efstu en að láta taka svona fram úr mér. En ég þarf að læra af þessu.“ Schumacher, sem er 22 ára, vann Formúlu 2 í fyrra. Hann keppir nú fyrir Haas ásamt Rússanum Nikita Mazepin. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton vann Barein-kappaksturinn í gær. Hann hefur sjö sinnum orðið heimsmeistari, jafn oft og Schumacher eldri. Formúla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Schumacher, sem keppir fyrir Haas, lenti í vandræðum í upphafi kappakstursins í Barein í gær og endaði í 16. sæti í þessari fyrstu keppni ársins. Hann var samt nokkuðs sáttur með hvernig til tókst. „Ég var 95 prósent ánægður. Ég get ekki sagt að ég sé hundrað prósent sáttur vegna byrjunarinnar,“ sagði Schumacher. „Vandamálið var að dekkin voru köld. En það var margt jákvætt sem ég get byggt ofan á. Ég er vanari að vera meðal fimm efstu en að láta taka svona fram úr mér. En ég þarf að læra af þessu.“ Schumacher, sem er 22 ára, vann Formúlu 2 í fyrra. Hann keppir nú fyrir Haas ásamt Rússanum Nikita Mazepin. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton vann Barein-kappaksturinn í gær. Hann hefur sjö sinnum orðið heimsmeistari, jafn oft og Schumacher eldri.
Formúla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira