Sakar Róbert Wessman um líflátshótanir, ofbeldi og ógnanir Kjartan Kjartansson skrifar 29. mars 2021 08:44 Róbert Wessmann, stofnandi Alvotech. Alvotech Framkvæmdastjóri hjá lyfjafyrirtækjunum Alvogen og Alvotech hefur skorað á stjórnir fyrirtækjanna að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi vegna stjórnarhátta hans og meintrar ósæmilegrar hegðunar. Sakar hann Róbert um að hafa beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og óvildarmönnum lífláti. Í yfirlýsingu frá Halldóri Kristmannssyni, framkvæmdastjóra og nánum samstarfsmanni Róberts til fjölda ára, kemur fram að hann hafi stigið fram sem uppljóstrari innan fyrirtækjanna tveggja og vakið athygli á því sem hann taldi óeðlilegri háttsemi forstjórans. Skorar hann á stjórnir fyrirtækjanna og koma Róberti frá og láta rannsaka „lífslátshótanir og ógnandi textaskilaboð“ sem Halldór heldur fram að Róbert hafi sent fyrrverandi samstarfsmönnum og fjölskyldum árið 2016. Segist Halldór hafa lagt fram tugi tölvupósta og textaskilaboða sem sýni að hann hafi verið beittur óeðlilegum þrýstingi til að koma höggi á óvildarmenn Róberts. Gögnin sýni að Róbert hafi borðið háttsetta embættismenn á Íslandi, alþjóðlegan fjárfesti og íslenskan blaðamann þungum sökum sem Halldór taldi „algjörlega ósannar og svívirðilegar“. Lýsir Halldór því jafnframt að Róbert hafi eitt sinn ráðist á sig í vitna viðurvist þegar hann var undir áhrifum áfengis á viðburði fyrirtækisins erlendis. Halldór segist hafa orðið vitni að annarri líkamsárás Róberts á sambærilegum viðburði. Halldór Kristmannson, framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech.Aðsend „Þegar ég síðar nefndi þetta við Róbert sagðist hann hafa verið að grínast og við hefðum verið í kýlingaleik. Ég var beinlínis kýldur kaldur í andlitið án fyrirvara í vitna viðurvist. Mér var augljóslega ekki skemmt, og hef ekki orðið var við það almennt séð að forstjórar fari í kýlingaleiki við samstarfsmenn,“ er haft eftir Halldóri í yfirlýsingunni. Morgunblaðið, sem sagði fyrst frá ásökunum Halldórs í morgun, segist hafa rætt við vitni að því að Róbert hafi ráðist á Halldór í París. Vitnið hafi staðfest lýsingu Halldórs. Alvogen rannsakaði Róbert en Halldór segir að niðurstöður þeirrar rannsóknar í síðustu viku hafi verið „augljós hvítþvottur undir áhrifum Róberts“. „Ég tel að morðhótanir, líkamsárásir og svívirðilegar ásakanir, er varða meinta óvildarmenn og ærumeiðingar í þeirra garð, sé í raun óverjandi hegðun forstjóra alþjóðlegra fyrirtækja. Þetta hlýtur að vekja upp spurningar um hæfi hans sem stjórnanda. Hinsvegar [svo] vona ég að þessi fyrirtæki blómstri í framtíðinni, þannig að ég sem hluthafi, geti verið stoltur af framgangi þeirra,“ er haft eftir Halldóri í yfirlýsingunni. Lyf Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Alvogen segir ásakanirnar ekki eiga sér neina stoð Engin gögn benda til þess að eitthvað hafi verið athugavert við stjórnunarhætti Róberts Wessman og engin ástæða er til þess að aðhafast neitt, segir í yfirlýsingu frá lyfjafyrirtækinu Alvogen. 29. mars 2021 10:02 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Fleiri fréttir Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Halldóri Kristmannssyni, framkvæmdastjóra og nánum samstarfsmanni Róberts til fjölda ára, kemur fram að hann hafi stigið fram sem uppljóstrari innan fyrirtækjanna tveggja og vakið athygli á því sem hann taldi óeðlilegri háttsemi forstjórans. Skorar hann á stjórnir fyrirtækjanna og koma Róberti frá og láta rannsaka „lífslátshótanir og ógnandi textaskilaboð“ sem Halldór heldur fram að Róbert hafi sent fyrrverandi samstarfsmönnum og fjölskyldum árið 2016. Segist Halldór hafa lagt fram tugi tölvupósta og textaskilaboða sem sýni að hann hafi verið beittur óeðlilegum þrýstingi til að koma höggi á óvildarmenn Róberts. Gögnin sýni að Róbert hafi borðið háttsetta embættismenn á Íslandi, alþjóðlegan fjárfesti og íslenskan blaðamann þungum sökum sem Halldór taldi „algjörlega ósannar og svívirðilegar“. Lýsir Halldór því jafnframt að Róbert hafi eitt sinn ráðist á sig í vitna viðurvist þegar hann var undir áhrifum áfengis á viðburði fyrirtækisins erlendis. Halldór segist hafa orðið vitni að annarri líkamsárás Róberts á sambærilegum viðburði. Halldór Kristmannson, framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech.Aðsend „Þegar ég síðar nefndi þetta við Róbert sagðist hann hafa verið að grínast og við hefðum verið í kýlingaleik. Ég var beinlínis kýldur kaldur í andlitið án fyrirvara í vitna viðurvist. Mér var augljóslega ekki skemmt, og hef ekki orðið var við það almennt séð að forstjórar fari í kýlingaleiki við samstarfsmenn,“ er haft eftir Halldóri í yfirlýsingunni. Morgunblaðið, sem sagði fyrst frá ásökunum Halldórs í morgun, segist hafa rætt við vitni að því að Róbert hafi ráðist á Halldór í París. Vitnið hafi staðfest lýsingu Halldórs. Alvogen rannsakaði Róbert en Halldór segir að niðurstöður þeirrar rannsóknar í síðustu viku hafi verið „augljós hvítþvottur undir áhrifum Róberts“. „Ég tel að morðhótanir, líkamsárásir og svívirðilegar ásakanir, er varða meinta óvildarmenn og ærumeiðingar í þeirra garð, sé í raun óverjandi hegðun forstjóra alþjóðlegra fyrirtækja. Þetta hlýtur að vekja upp spurningar um hæfi hans sem stjórnanda. Hinsvegar [svo] vona ég að þessi fyrirtæki blómstri í framtíðinni, þannig að ég sem hluthafi, geti verið stoltur af framgangi þeirra,“ er haft eftir Halldóri í yfirlýsingunni.
Lyf Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Alvogen segir ásakanirnar ekki eiga sér neina stoð Engin gögn benda til þess að eitthvað hafi verið athugavert við stjórnunarhætti Róberts Wessman og engin ástæða er til þess að aðhafast neitt, segir í yfirlýsingu frá lyfjafyrirtækinu Alvogen. 29. mars 2021 10:02 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Fleiri fréttir Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Sjá meira
Alvogen segir ásakanirnar ekki eiga sér neina stoð Engin gögn benda til þess að eitthvað hafi verið athugavert við stjórnunarhætti Róberts Wessman og engin ástæða er til þess að aðhafast neitt, segir í yfirlýsingu frá lyfjafyrirtækinu Alvogen. 29. mars 2021 10:02