Róbert segir miður að átján ára samstarfi við Halldór ljúki svona Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. mars 2021 10:02 Róbert Wessman, stofnandi Alvotech. Alvotech Engin gögn benda til þess að eitthvað hafi verið athugavert við stjórnunarhætti Róberts Wessman og engin ástæða er til þess að aðhafast neitt, segir í yfirlýsingu frá lyfjafyrirtækinu Alvogen. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins lagði í morgun fram alvarlegar ásakanir á hendur Róberti og skorar á stjórnina að víkja honum úr starfi. Róbert segir miður að átján ára samstarfi hans við Halldór Kristmannsson ljúki með þessum hætti. Í yfirlýsingunni segir að í janúar hafi stjórn Alvogen borist bréf frá starfsmanni fyrirtækisins kvartanir á hendur forstjóranum, Róberti Wessman, og athugasemdir gerðar við starfshætti hans. „Starfsmaðurinn gerði að auki fjárkröfu á forstjórann,“ segir í yfirlýsingunni en upphæðarinnar er ekki getið. Alvogen hafi strax sett á fót óháða nefnd til að fara með málið og á meðan hafi Róbert sagt sig frá störfum stjórnarinnar. Lögfræðistofan White & Case LLP var fengin til að fara yfir kvartanirnar auk þess sem Lex lögmannsstofa var fengin til að vera ráðgefandi varðandi það sem sneri að íslenskum lögum og íslenskri vinnulöggjöf. „Allir starfsmenn sem rætt var við báru Róberti vel söguna. Þá bentu engin gögn til þess að eitthvað væri athugavert við stjórnunarhætti Róberts,“ segir enn fremur. Niðurstaðan sé skýr og ljóst að efni kvartananna eigi sér enga stoð. Kvartanirnar lutu sem fyrr segir að stjórnunarháttum Róberts en Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði í samtali við Morgunblaðið í dag að Róbert hafi beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og óvildarmönnum lífláti. „Ekkert bendir til þess að starfshættir Róberts Wessman séu þess eðlis sem greint er frá í bréfinu og engin ástæða er til að aðhafast neitt vegna þessa máls. Stjórn Alvogen ber fullt traust til Róberts og hans stjórnunarhátta. Stjórnin telur mikilvægt að upplýsa um málið og þannig iðka fullt gagnsæi af hálfu fyrirtækisins og framfylgja þeirri stefnu sem fyrirtækið hefur sett sér um að tryggja öruggt og heilbrigt vinnuumhverfi,“ segir í yfirlýsingunni. Uppfært klukkan 11:53 Róbert sendi frá sér yfirlýsingu á tólfta tímanum þar sem hann segir að sér þyki mjög miður að samstarfi þeirra Halldórs til átján ára hafi lokið með þessum hætti. Yfirlýsinguna má sjá í heild að neðan en Róbert hefur ekki orðið við óskum fréttastofu um viðtal vegna málsins. Vegna fréttaflutnings í dag vegna ásakana Halldórs Kristmannssonar á hendur mér er nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram. Það er augljóst af bréfasendingum lögmanna Halldórs, Quinn Emanuel, að ásakanir hans eru gerðar í fjárhagslegum tilgangi enda koma þar fram kröfur um greiðslur til handa honum. Eins og fram hefur komið var fengin óháð alþjóðleg lögmannsstofa til að fara ofan í saumana á kvörtunum Halldórs. Talað var við tugi starfsmanna og farið yfir fjölda gagna og niðurstaðan var skýr. Til að tryggja enn betur trúverðugleika þeirrar skoðunar sem fram fór var önnur óháð lögmannsstofa fengin til að fara yfir ferli skoðunarinnar og staðfesta þá. Fyrir mig eru þessar ásakanir mjög mikil vonbrigði enda vegið að mínum starfsheiðri og persónu. Mér þykir mjög miður að samstarfi okkar Halldórs til 18 ára hafi lokið með þessum hætti. Róbert Wessman Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Sakar Róbert Wessman um líflátshótanir, ofbeldi og ógnanir Framkvæmdastjóri hjá lyfjafyrirtækjunum Alvogen og Alvotech hefur skorað á stjórnir fyrirtækjanna að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi vegna stjórnarhátta hans og meintrar ósæmilegrar hegðunar. Sakar hann Róbert um að hafa beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og óvildarmönnum lífláti. 29. mars 2021 08:44 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Framkvæmdastjóri fyrirtækisins lagði í morgun fram alvarlegar ásakanir á hendur Róberti og skorar á stjórnina að víkja honum úr starfi. Róbert segir miður að átján ára samstarfi hans við Halldór Kristmannsson ljúki með þessum hætti. Í yfirlýsingunni segir að í janúar hafi stjórn Alvogen borist bréf frá starfsmanni fyrirtækisins kvartanir á hendur forstjóranum, Róberti Wessman, og athugasemdir gerðar við starfshætti hans. „Starfsmaðurinn gerði að auki fjárkröfu á forstjórann,“ segir í yfirlýsingunni en upphæðarinnar er ekki getið. Alvogen hafi strax sett á fót óháða nefnd til að fara með málið og á meðan hafi Róbert sagt sig frá störfum stjórnarinnar. Lögfræðistofan White & Case LLP var fengin til að fara yfir kvartanirnar auk þess sem Lex lögmannsstofa var fengin til að vera ráðgefandi varðandi það sem sneri að íslenskum lögum og íslenskri vinnulöggjöf. „Allir starfsmenn sem rætt var við báru Róberti vel söguna. Þá bentu engin gögn til þess að eitthvað væri athugavert við stjórnunarhætti Róberts,“ segir enn fremur. Niðurstaðan sé skýr og ljóst að efni kvartananna eigi sér enga stoð. Kvartanirnar lutu sem fyrr segir að stjórnunarháttum Róberts en Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði í samtali við Morgunblaðið í dag að Róbert hafi beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og óvildarmönnum lífláti. „Ekkert bendir til þess að starfshættir Róberts Wessman séu þess eðlis sem greint er frá í bréfinu og engin ástæða er til að aðhafast neitt vegna þessa máls. Stjórn Alvogen ber fullt traust til Róberts og hans stjórnunarhátta. Stjórnin telur mikilvægt að upplýsa um málið og þannig iðka fullt gagnsæi af hálfu fyrirtækisins og framfylgja þeirri stefnu sem fyrirtækið hefur sett sér um að tryggja öruggt og heilbrigt vinnuumhverfi,“ segir í yfirlýsingunni. Uppfært klukkan 11:53 Róbert sendi frá sér yfirlýsingu á tólfta tímanum þar sem hann segir að sér þyki mjög miður að samstarfi þeirra Halldórs til átján ára hafi lokið með þessum hætti. Yfirlýsinguna má sjá í heild að neðan en Róbert hefur ekki orðið við óskum fréttastofu um viðtal vegna málsins. Vegna fréttaflutnings í dag vegna ásakana Halldórs Kristmannssonar á hendur mér er nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram. Það er augljóst af bréfasendingum lögmanna Halldórs, Quinn Emanuel, að ásakanir hans eru gerðar í fjárhagslegum tilgangi enda koma þar fram kröfur um greiðslur til handa honum. Eins og fram hefur komið var fengin óháð alþjóðleg lögmannsstofa til að fara ofan í saumana á kvörtunum Halldórs. Talað var við tugi starfsmanna og farið yfir fjölda gagna og niðurstaðan var skýr. Til að tryggja enn betur trúverðugleika þeirrar skoðunar sem fram fór var önnur óháð lögmannsstofa fengin til að fara yfir ferli skoðunarinnar og staðfesta þá. Fyrir mig eru þessar ásakanir mjög mikil vonbrigði enda vegið að mínum starfsheiðri og persónu. Mér þykir mjög miður að samstarfi okkar Halldórs til 18 ára hafi lokið með þessum hætti. Róbert Wessman
Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Sakar Róbert Wessman um líflátshótanir, ofbeldi og ógnanir Framkvæmdastjóri hjá lyfjafyrirtækjunum Alvogen og Alvotech hefur skorað á stjórnir fyrirtækjanna að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi vegna stjórnarhátta hans og meintrar ósæmilegrar hegðunar. Sakar hann Róbert um að hafa beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og óvildarmönnum lífláti. 29. mars 2021 08:44 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Sakar Róbert Wessman um líflátshótanir, ofbeldi og ógnanir Framkvæmdastjóri hjá lyfjafyrirtækjunum Alvogen og Alvotech hefur skorað á stjórnir fyrirtækjanna að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi vegna stjórnarhátta hans og meintrar ósæmilegrar hegðunar. Sakar hann Róbert um að hafa beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og óvildarmönnum lífláti. 29. mars 2021 08:44