Þá verður rætt við björgunarsveitarmenn og lögreglu í sambandi við gosið í Geldingardölum en þar var opnað fyrir umferð almennings klukkan tíu í morgun. Aðstæður eru þó nokkuð varhugaverðar og er mælst til að fólk sem hyggst leggja í gönguna sé búið mannbroddum.
Að auki verður fjallað um Kvennaathvarfið sem sendi út ákall um helgina um húsnæði fyrir starfsemina.
Þetta og meira til í hádegisfréttum á slaginu tólf.
Myndbandaspilari er að hlaða.