Innlent

Glímdu við alelda skemmu á Mýrum

Atli Ísleifsson skrifar
Slökkvilið Borgarbyggðar var kallað á vettvang á ellefta tímanum í gærkvöldi.
Slökkvilið Borgarbyggðar var kallað á vettvang á ellefta tímanum í gærkvöldi. Aðsend

Slökkvilið Borgarbyggðar var kallað út í gærkvöldi eftir að eldur kom upp í skemmu við bæinn Lækjarbug á Mýrum.

Heiðar Örn Jónsson varaslökkviliðsstjóri segir í samtali við Vísi að útkallið hafi komið klukkan 22:17 og hafi fyrsti bíll verið mættur rúmlega tuttugu mínútum síðar.

„Þetta var í skemmu, sem hafði líka verið notuð sem hlaða. Það gekk ágætlega að slökkva eldinn, en þarna var sömuleiðis heygeymsla svo við vorum þarna til að verða sex í morgun. Það hafði brunnið alveg niður,“ segir Heiðar Örn.

Heiðar Örn segir að það hafi verið að gera við bíl inni í skemmunni og eldur komið upp sem hafi svo verið fljótur að breiðast út.

Hann segir skemmuna vera gjörónýta.

Aðsend
aðsend



Fleiri fréttir

Sjá meira


×