Bale hrósað fyrir að gefa meintum rasista olnbogaskot Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. mars 2021 10:01 Gareth Bale sýndi rasismanum rauða spjaldið í gær, allavega með táknrænum hætti. getty/Simon Stacpoole Venjulega fá leikmenn skömm í hattinn fyrir að gefa mótherja olnbogaskot. Viðbrögð við olnbogaskoti Gareths Bale í leik Wales og Tékklands í undankeppni HM 2022 í gær voru hins vegar allt önnur. Bale kom mikið við sögu í leiknum í Cardiff í gær. Hann fékk besta færi Walesverja í fyrri hálfleik og lagði svo eina mark leiksins upp fyrir Daniel James á 82. mínútu. Stoðsendingin féll samt í skuggann af olnbogaskoti sem Bale gaf Tékkanum Ondrej Kúdela skömmu eftir að James skoraði. Kúdela hefur verið mikið í fréttum að undanförnu eftir að hann var sakaður um að hafa beitt Glenn Kamara kynþáttaníði í leik Rangers og Slavia Prag í Evrópudeildinni. Fyrir leikinn hituðu leikmenn Wales upp í stuttermabolum með orðunum „sýnum rasisma rauða spjaldið.“ Bale sýndi stuðning sinn líka í verki með því að gefa Kúdela olnbogaskot sem var greinilega viljandi. Bale leit aftur fyrir sig áður en hann stökk upp og virtist alveg meðvitaður um hvar Kúdela var. pic.twitter.com/iVz3PSNhxM— Oldfirmfacts (@Oldfirmfacts1) March 30, 2021 Upphaflega átti Kúdela ekki að spila leikinn í gær. Slavia Prag vildi ekki að hann ferðaðist til Wales þar sem félagið óttaðist um öryggi hans. Það gaf hins vegar eftir á endanum og Kúdela var í byrjunarliði Tékka í gær. Hann fór af velli eftir olnbogaskotið frá Bale. Með sigrinum í gær fékk Wales sín fyrstu stig í E-riðli undankeppninnar. Walesverjar eru í 3. sæti hans með þrjú stig, einu stigi á eftir Tékkum sem hafa leikið einum leik meira. HM 2022 í Katar Wales Tengdar fréttir Daniel James hetja Wales | Belgía skoraði átta Tveir leikir fóru fram í E-riðli í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu í kvöld. Wales vann mikilvægan 1-0 sigur á Tékklandi þökk sé marki Daniel James. Þá vann Belgía einstaklega þægilegan 8-0 sigur á Hvíta-Rússlandi. 30. mars 2021 20:35 Tékknesku landsliðsmennirnir styðja við bakið á meintum rasista Samherjar Ondrejs Kúdela í tékkneska fótboltalandsliðinu styðja við bakið á honum þrátt fyrir að hann hafi verið sakaður um að beita Glen Kamara, leikmann Rangers, kynþáttaníði. 30. mars 2021 14:30 Sakaður um að kýla leikmann en Gerrard segir hann beittan kynþáttaníði Það gekk mikið á innan vallar og í leikmannagöngunum á Ibrox-leikvanginum í Glasgow í gærkvöld þegar tékknesku meistararnir í Slavia Prag slógu Rangers út úr Evrópudeildinni með 2-0 sigri. 19. mars 2021 08:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Bale kom mikið við sögu í leiknum í Cardiff í gær. Hann fékk besta færi Walesverja í fyrri hálfleik og lagði svo eina mark leiksins upp fyrir Daniel James á 82. mínútu. Stoðsendingin féll samt í skuggann af olnbogaskoti sem Bale gaf Tékkanum Ondrej Kúdela skömmu eftir að James skoraði. Kúdela hefur verið mikið í fréttum að undanförnu eftir að hann var sakaður um að hafa beitt Glenn Kamara kynþáttaníði í leik Rangers og Slavia Prag í Evrópudeildinni. Fyrir leikinn hituðu leikmenn Wales upp í stuttermabolum með orðunum „sýnum rasisma rauða spjaldið.“ Bale sýndi stuðning sinn líka í verki með því að gefa Kúdela olnbogaskot sem var greinilega viljandi. Bale leit aftur fyrir sig áður en hann stökk upp og virtist alveg meðvitaður um hvar Kúdela var. pic.twitter.com/iVz3PSNhxM— Oldfirmfacts (@Oldfirmfacts1) March 30, 2021 Upphaflega átti Kúdela ekki að spila leikinn í gær. Slavia Prag vildi ekki að hann ferðaðist til Wales þar sem félagið óttaðist um öryggi hans. Það gaf hins vegar eftir á endanum og Kúdela var í byrjunarliði Tékka í gær. Hann fór af velli eftir olnbogaskotið frá Bale. Með sigrinum í gær fékk Wales sín fyrstu stig í E-riðli undankeppninnar. Walesverjar eru í 3. sæti hans með þrjú stig, einu stigi á eftir Tékkum sem hafa leikið einum leik meira.
HM 2022 í Katar Wales Tengdar fréttir Daniel James hetja Wales | Belgía skoraði átta Tveir leikir fóru fram í E-riðli í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu í kvöld. Wales vann mikilvægan 1-0 sigur á Tékklandi þökk sé marki Daniel James. Þá vann Belgía einstaklega þægilegan 8-0 sigur á Hvíta-Rússlandi. 30. mars 2021 20:35 Tékknesku landsliðsmennirnir styðja við bakið á meintum rasista Samherjar Ondrejs Kúdela í tékkneska fótboltalandsliðinu styðja við bakið á honum þrátt fyrir að hann hafi verið sakaður um að beita Glen Kamara, leikmann Rangers, kynþáttaníði. 30. mars 2021 14:30 Sakaður um að kýla leikmann en Gerrard segir hann beittan kynþáttaníði Það gekk mikið á innan vallar og í leikmannagöngunum á Ibrox-leikvanginum í Glasgow í gærkvöld þegar tékknesku meistararnir í Slavia Prag slógu Rangers út úr Evrópudeildinni með 2-0 sigri. 19. mars 2021 08:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Daniel James hetja Wales | Belgía skoraði átta Tveir leikir fóru fram í E-riðli í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu í kvöld. Wales vann mikilvægan 1-0 sigur á Tékklandi þökk sé marki Daniel James. Þá vann Belgía einstaklega þægilegan 8-0 sigur á Hvíta-Rússlandi. 30. mars 2021 20:35
Tékknesku landsliðsmennirnir styðja við bakið á meintum rasista Samherjar Ondrejs Kúdela í tékkneska fótboltalandsliðinu styðja við bakið á honum þrátt fyrir að hann hafi verið sakaður um að beita Glen Kamara, leikmann Rangers, kynþáttaníði. 30. mars 2021 14:30
Sakaður um að kýla leikmann en Gerrard segir hann beittan kynþáttaníði Það gekk mikið á innan vallar og í leikmannagöngunum á Ibrox-leikvanginum í Glasgow í gærkvöld þegar tékknesku meistararnir í Slavia Prag slógu Rangers út úr Evrópudeildinni með 2-0 sigri. 19. mars 2021 08:00