Ekki alvarleg nauðgun fyrst þolandinn valdi að verða ölvaður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. mars 2021 11:51 Til stendur að breyta lögunum í Minnesota en þau eru áþekk í 39 öðrum ríkjum Bandaríkjanna. Dómstólar í Minnesota í Bandaríkjunum máttu ekki dæma mann fyrir alvarlega (e. felony) nauðgun, þar sem konan sem hann braut gegn neytti áfengis sjálfviljug áður en árásin átti sér stað. Hæstiréttur Minnesota komst að þessari niðurstöðu á dögunum en maðurinn hafði áður verið fundinn sekur í undirrétti og sá dómur staðfestur af áfrýjunardómstól. Umrætt atvik átti sér stað fyrir fjórum árum en þá hafði þolandanum og vinkonu hennar verið meinaður aðgangur að skemmtistað í Minneapolis, þar sem þolandinn þótti of drukkinn. Gerandinn, Francois Momolu Khalil, sem var fyrir utan ásamt tveimur öðrum mönnum, bauð konunum í partý. Khalil ók konunum á staðinn en þar reyndist ekkert partý. Þolandinn sofnaði fljótlega á sófa í umræddri íbúð og vaknaði með Khalil ofan á sér. Hún sagði honum að hún vildi ekki stunda kynlíf með honum en hann maldaði í móinn og þegar hún vaknaði aftur var búið að afklæða hana. Konan leitaði á sjúkrahús sama dag og til lögreglu fjórum dögum seinna. Niðurstaða hæstaréttar mun leiða til þess að aftur verður réttað í málinu en ef Khalil verður fundinn sekur á ný fær hann nú líklega í mesta lagi nokkurra mánaða skilorðsbundinn dóm. Minnesota er meðal þeirra 40 ríkja Bandaríkjanna þar sem þolendur eru aðeins taldir ófærir um að veita samþykki ef þeir eru undir áhrifum „gegn vilja sínum“, það er að segja ef þeim hefur verið gefið áfengi eða lyf án samþykkis. Ef þolandinn varð ölvaður að sjálfsdáðun, er samkvæmt lögum í þessum ríkjum ekki hægt að færa þau rök að hann hafi verið ófær um að gefa samþykki sökum ölvunarástands. Unnið hefur verið að lagabreytingu í Minnesota hvað þetta varðar og liggur frumvarp fyrir neðri deild þingsins sem nýtur stuðnings þvert á flokkslínur. Frétt Washington Post um málið. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Hæstiréttur Minnesota komst að þessari niðurstöðu á dögunum en maðurinn hafði áður verið fundinn sekur í undirrétti og sá dómur staðfestur af áfrýjunardómstól. Umrætt atvik átti sér stað fyrir fjórum árum en þá hafði þolandanum og vinkonu hennar verið meinaður aðgangur að skemmtistað í Minneapolis, þar sem þolandinn þótti of drukkinn. Gerandinn, Francois Momolu Khalil, sem var fyrir utan ásamt tveimur öðrum mönnum, bauð konunum í partý. Khalil ók konunum á staðinn en þar reyndist ekkert partý. Þolandinn sofnaði fljótlega á sófa í umræddri íbúð og vaknaði með Khalil ofan á sér. Hún sagði honum að hún vildi ekki stunda kynlíf með honum en hann maldaði í móinn og þegar hún vaknaði aftur var búið að afklæða hana. Konan leitaði á sjúkrahús sama dag og til lögreglu fjórum dögum seinna. Niðurstaða hæstaréttar mun leiða til þess að aftur verður réttað í málinu en ef Khalil verður fundinn sekur á ný fær hann nú líklega í mesta lagi nokkurra mánaða skilorðsbundinn dóm. Minnesota er meðal þeirra 40 ríkja Bandaríkjanna þar sem þolendur eru aðeins taldir ófærir um að veita samþykki ef þeir eru undir áhrifum „gegn vilja sínum“, það er að segja ef þeim hefur verið gefið áfengi eða lyf án samþykkis. Ef þolandinn varð ölvaður að sjálfsdáðun, er samkvæmt lögum í þessum ríkjum ekki hægt að færa þau rök að hann hafi verið ófær um að gefa samþykki sökum ölvunarástands. Unnið hefur verið að lagabreytingu í Minnesota hvað þetta varðar og liggur frumvarp fyrir neðri deild þingsins sem nýtur stuðnings þvert á flokkslínur. Frétt Washington Post um málið.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira