Uppgefinn Víðir grætur í heimildarmynd um Covid-19 Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. apríl 2021 13:59 Víðir sést tárvotur í stiklunni. Skjáskot Víðir Reynisson fellir tár, Þórólfur Guðnason lýsir martröð og Katrín Jakobsdóttir talar um hættuástand í fyrstu stiklunni sem nú hefur verið birt upp úr heimildaþáttaröðinni Stormur sem fjallar um baráttuna við heimsfaraldur Covid-19 á Íslandi. Þættirnir verða sex talsins og hefjast sýningar á Rúv um áramótin. Í heimildarmyndinni Stormur um Covid-19 á Íslandi er sagan sögð út frá ýmsum hliðum með áherslu á mannlega þátt farsóttarinnar. Stiklu úr heimildarmyndinni má sjá að neðan og er óhætt að segja að þar fái áhorfendur að kíkja bak við tjöldin. Meðal annars er brugðið upp mynd af því sem gerðist baksviðs hjá þríeykinu, baráttu sjúklinga við að komast í gegnum veikindin með aðstoð ástvina og hjúkrunarfólks, álaginu á gjörgæslu- og Covid göngudeildum Landspítalans, smitrakningu á heimsvísu, rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar og hvernig fólk leysir stór og krefjandi verkefni í veiruóveðri sem gengur yfir allann heiminn og setti hann á hvolf. Stiklan sem birt var í dag er há dramatísk en hana má sjá í spilaranum hér að neðan. Það eru framleiðslufélögin Purkur og Reykjavík Media sem standa að framleiðslunni. Framleiðendur eru Sævar Guðmundsson, Jóhannes Kr. Kristjánsson, Anna Karen Kristjánsdóttir, Brynja Gísladóttir og Björn Steinbekk. Klipping er í höndunum á Heimi Bjarnasyni og Sævari Guðmundssyni. „Við byrjuðum í tökum á þáttunum í mars 2020 og höfum fylgt eftir fjölmörgum einstaklingum í gegnum þetta viðburðarríka og erfiða ár. Það sem stendur uppúr hjá mér er að hafa fengið tækifæri til að vera baksviðs og mynda atburðarrásina og fólkið sem hefur staðið í þessari baráttu frá byrjun. Þetta hefur verið magnað ferðalag og í stiklunni sem við frumsýnum í dag sjáum við örlítið brot af efninu,“ er haft eftir Jóhannesi Kr. Kristjánssyni í tilkynningu, en hann vinnur að gerð þáttanna ásamt Sævari Guðmundssyni leikstjóra. „Framundan er mikil klippivinna því við erum að vinna með tæplega 300 tökudaga og sögurnar sem við náum utan um eru mjög sterkar. Þær eru af öllum stærðum og gerðum. Dramatískar erfiðar sjúkrasögur, hasarinn í kringum þríeykið, fyndin eða skemmtileg uppátæki og gullfallegir persónulegir sigrar eru bara brot af þeim sögum sem við sýnum í þessum þáttum. Það sem gerir þetta sérstaklega áhugavert er að þetta er hlið faraldurisins sem fólk hefur aldrei fengið að sjá áður,“ er haft eftir Sævari í tilkynningu. Samkomubann á Íslandi Kvikmyndagerð á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira
Þættirnir verða sex talsins og hefjast sýningar á Rúv um áramótin. Í heimildarmyndinni Stormur um Covid-19 á Íslandi er sagan sögð út frá ýmsum hliðum með áherslu á mannlega þátt farsóttarinnar. Stiklu úr heimildarmyndinni má sjá að neðan og er óhætt að segja að þar fái áhorfendur að kíkja bak við tjöldin. Meðal annars er brugðið upp mynd af því sem gerðist baksviðs hjá þríeykinu, baráttu sjúklinga við að komast í gegnum veikindin með aðstoð ástvina og hjúkrunarfólks, álaginu á gjörgæslu- og Covid göngudeildum Landspítalans, smitrakningu á heimsvísu, rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar og hvernig fólk leysir stór og krefjandi verkefni í veiruóveðri sem gengur yfir allann heiminn og setti hann á hvolf. Stiklan sem birt var í dag er há dramatísk en hana má sjá í spilaranum hér að neðan. Það eru framleiðslufélögin Purkur og Reykjavík Media sem standa að framleiðslunni. Framleiðendur eru Sævar Guðmundsson, Jóhannes Kr. Kristjánsson, Anna Karen Kristjánsdóttir, Brynja Gísladóttir og Björn Steinbekk. Klipping er í höndunum á Heimi Bjarnasyni og Sævari Guðmundssyni. „Við byrjuðum í tökum á þáttunum í mars 2020 og höfum fylgt eftir fjölmörgum einstaklingum í gegnum þetta viðburðarríka og erfiða ár. Það sem stendur uppúr hjá mér er að hafa fengið tækifæri til að vera baksviðs og mynda atburðarrásina og fólkið sem hefur staðið í þessari baráttu frá byrjun. Þetta hefur verið magnað ferðalag og í stiklunni sem við frumsýnum í dag sjáum við örlítið brot af efninu,“ er haft eftir Jóhannesi Kr. Kristjánssyni í tilkynningu, en hann vinnur að gerð þáttanna ásamt Sævari Guðmundssyni leikstjóra. „Framundan er mikil klippivinna því við erum að vinna með tæplega 300 tökudaga og sögurnar sem við náum utan um eru mjög sterkar. Þær eru af öllum stærðum og gerðum. Dramatískar erfiðar sjúkrasögur, hasarinn í kringum þríeykið, fyndin eða skemmtileg uppátæki og gullfallegir persónulegir sigrar eru bara brot af þeim sögum sem við sýnum í þessum þáttum. Það sem gerir þetta sérstaklega áhugavert er að þetta er hlið faraldurisins sem fólk hefur aldrei fengið að sjá áður,“ er haft eftir Sævari í tilkynningu.
Samkomubann á Íslandi Kvikmyndagerð á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira