Enski boltinn

Segir ekki miklar líkur á því að Man City fjár­­festi í fram­herja

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Pep segir ekki miklar líkur á því að Manchester City splæsi í framherja í sumar.
Pep segir ekki miklar líkur á því að Manchester City splæsi í framherja í sumar. EPA-EFE/Tibor Illyes

Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, sagði mögulegt að félagið myndi ekki kaupa framherja í sumar til að fylla í skarð Sergio Agüero en samningur hans rennur út í sumar.

Pep var spurður út í framherjamál liðsins á blaðamannafundi í gær en enska úrvalsdeildin fer aftur af stað um helgina eftir landsleikjahlé. City-liðið hefur orðað við hvern sóknarmanninn á fætur öðrum undanfarnar vikur en Pep virðist loksins hafa ástæðu til að spila án framherja á næstu leiktíð.

„Við erum með nóg af leikmönnum í leikmannahópi okkar og eigum efnilega leikmenn í akademíunni. Eins og staðan er í dag eru ekki miklar líkur á að við fjárfestum í framherja fyrir næsta tímabili. Miðað við verðmiðana á þessum leikmönnum þá höfum við ekki efni á því. Lið eiga í fjárhagsvandræðum út af kórónufaraldrinum og við erum þar á meðal,“ sagði Pep til að mynda.

„Við erum með Gabriel Jesus í okkar röðum og Ferran Torres hefur spilað frábærlega í þessari stöðu það sem af er tímabili. Svo spilum við oft án eiginlegs framherja. Ég veit ekki hvað gerist en eins og staðan er í dag er það ekki líklegt,“ sagði Pep einnig um möguleg framherjakaup Manchester City.

Það verður að koma í ljós hvað gerist en Lionel nokkur Messi rennur út á samning í sumar eins og staðan er í dag. Þó hann sé ekki eiginlegur framherji væri hann líklega fullkominn sem „fremsti maður“ í þessu ótrúlega leikkerfi sem Pep hefur smíðað hjá City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×