Fótbolti

Albert skoraði sigurmark AZ Alkmaar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Albert Guðmundsson var á skotskónum með AZ Alkmaar í hollensku deildinni.
Albert Guðmundsson var á skotskónum með AZ Alkmaar í hollensku deildinni. Vísir/Vilhelm

Albert Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar unnu í dag góðan 1-0 sigur gegn Willem II. Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar og hann skoraði eina mark leiksins.

Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Albert og félaga, en strax á fimmtu mínútu fékk Teun Koopmeiners að líta beint rautt spjald og AZ Alkmaar því manni færri stærstan hluta leiksins.

Markalaust var þegar flautað var til háfleiks, en á 64. mínútu náði Albert að brjóta ísinn. Eftir nánari skoðun í VAR herberginu kom þó í ljós að boltinn hafði farið út af í aðdraganda marksins og það fékk því ekki að standa.

Átta mínútum síðar var Albert aftur á ferðinni. Í þetta skiptið sáu dómarar leiksins ekkert athugavert við markið og staðan því orðin 0-1.

Ekki var meira skorað í leiknum og AZ Alkmaar er komið með 58 stig í öðru sæti hollensku úrvalsdeildarinnar. Willem II er enn í 15. sæti, einu sæti fyrir ofan fallsvæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×