„Við vorum öll geggjað hress með að hafa lifað 2000 vandamálið af og fórum inní aldamótaárið með látum. Þetta var á hápunkti dansklúbbsins Thomsen, þar sem danstónlistin ómaði fram eftir morgni þar sem opnunartími skemmtistaða var frjáls þá þessum árum. Kaffibarinn var þarna búinn að slíta barnskónum og var þarna kominn með viðurnefnið Sendiráðið hjá plötusnúðunum. Kaffihús eins og Vegamót og Rex voru sömuleiðis áberandi. Internetið frekar nýlegt fyrirbæri og öll tónlist var á vínyl eða geisladiskum. Plötuverslunin Þruman og Hljómalind voru verslanirnar sem seldu besta stöffið.“
Þáttarstjórnendur grúskuðu í safninu frá árinu 2000 og flettu í gömlum blöðum og árlistum. Einnig leituðu þeir uppi gamlar upptökur og var útkoman ekki af verri endanum. Þátturinn er í tveimur hlutum sem báða má finna í spilaranum hér að neðan.
Seinni hluta þáttarins er að finna hér: