Viðskipti innlent

Segist hafa fengið uppsagnarbréf og stefnu fyrir utan World Class

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Halldór og Róbert voru samstarfsmenn til margra ára.
Halldór og Róbert voru samstarfsmenn til margra ára.

„Ég hef talsverðar áhyggjur af því að aðgerðarleysi Alvogen og Alvotech gagnvart Róbert Wessman kunni að skaða orðspor fyrirtækjanna.“ Þetta hefur Morgunblaðið eftir Halldóri Kristmannssyni, sem segist enn vilja útkljá umkvartanir sínar vegna stjórnarhátta og hegðunar Róberts í sátt utan dómstóla.

Morgunblaðið vitnar í yfirlýsingu frá Halldóri.

Þar ku segja málið hafi þegar vakið athygli og að hann, sem hluthafi, hafi hagsmuni af því að fyrirtækin geti haldið áfram að vaxa og dafna.

Samkvæmt Morgunblaðinu segir Halldór félögin hafa sýnt sér „fordæmalausa hörku“ en sama dag og málið komst í fjölmiðla hafi verið setið fyrir honum fyrir utan World Class í Smáralind, þar sem honum hafi verið afhent uppsagnarbréf og stefna.

Frétt Morgunblaðsins.


Tengdar fréttir

SMS Róberts Wessman: „Bottomlænið er að þú ert dauður ég lofa“

Róbert Wessman, stofnandi Alvotech, sendi tveimur samstarfsmönnum sínum líflátshótanir í SMS-skilaboðum þegar þeir báru vitni í skaðabótamáli Björgólfs Thors Björgólfssonar á hendur honum árið 2014. Hann baðst afsökunar á framkomu sinni símleiðis og bréfleiðis í beinu framhaldi, að sögn upplýsingafulltrúa hans.

Sakar Róbert Wessman um líflátshótanir, ofbeldi og ógnanir

Framkvæmdastjóri hjá lyfjafyrirtækjunum Alvogen og Alvotech hefur skorað á stjórnir fyrirtækjanna að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi vegna stjórnarhátta hans og meintrar ósæmilegrar hegðunar. Sakar hann Róbert um að hafa beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og óvildarmönnum lífláti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×