Vongóður um sjálfvirka rangstöðudóma á næsta HM Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2021 12:30 Rangstaða? Það getur tekið langan tíma að fá niðurstöðu um rangstöðudóma eftir að myndbandsdómgæsla var leyfð. Getty/Nick Potts Arsene Wenger, þróunarstjóri hjá alþjóða knattspyrnusambandinu, reiknar með því að tæknin verði orðin svo góð fyrir HM á næsta ári að aðstoðardómarar geti á svipstundu fengið upplýsingar um það hvort að leikmaður sé rangstæður. „Ég tel að sjálfvirkt rangstöðumat verði tilbúið 2022,“ segir Wenger í viðtali við The Times. Hann segir að með sjálfvirkni eigi hann við að aðstoðardómarar fái strax skilaboð um hvort leikmaður sé í rangstöðu. Það er svo hlutverk aðstoðardómara að meta hvort sá leikmaður hafi áhrif á leikinn. IFAB, sem semur reglur fótboltans, greindi frá því í síðasta mánuði að áfram væri verið að skoða rangstöðuregluna, og þróa tækni til að stytta biðtímann þegar mjótt er á munum hvað varðar rangstöðu. Wenger kveðst þrýsta á að hægt verði að nota sjálfvirkt rangstöðumat sem allra fyrst enda vilji enginn þurfa að bíða með að fagna marki, eða fagna marki og sjá svo löngu síðar að það fái ekki að standa. „Að meðaltali er biðtíminn um 70 sekúndur. Stundum 1 mínúta og 20 sekúndur… Þetta er svo mikilvægt vegna þess að við sjáum oft fagnaðarlátum slitið eftir slíka bið út af jafnvel mjög naumri rangstöðu,“ sagði Wenger. Hollenska knattspyrnugoðsögnin Marco van Basten kallaði eftir því í síðasta mánuði að rangstöðureglan yrði einfaldlega felld niður. Hann telur fótboltann geta orðið betri án hennar. HM 2022 í Katar Fótbolti FIFA Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham Sjá meira
„Ég tel að sjálfvirkt rangstöðumat verði tilbúið 2022,“ segir Wenger í viðtali við The Times. Hann segir að með sjálfvirkni eigi hann við að aðstoðardómarar fái strax skilaboð um hvort leikmaður sé í rangstöðu. Það er svo hlutverk aðstoðardómara að meta hvort sá leikmaður hafi áhrif á leikinn. IFAB, sem semur reglur fótboltans, greindi frá því í síðasta mánuði að áfram væri verið að skoða rangstöðuregluna, og þróa tækni til að stytta biðtímann þegar mjótt er á munum hvað varðar rangstöðu. Wenger kveðst þrýsta á að hægt verði að nota sjálfvirkt rangstöðumat sem allra fyrst enda vilji enginn þurfa að bíða með að fagna marki, eða fagna marki og sjá svo löngu síðar að það fái ekki að standa. „Að meðaltali er biðtíminn um 70 sekúndur. Stundum 1 mínúta og 20 sekúndur… Þetta er svo mikilvægt vegna þess að við sjáum oft fagnaðarlátum slitið eftir slíka bið út af jafnvel mjög naumri rangstöðu,“ sagði Wenger. Hollenska knattspyrnugoðsögnin Marco van Basten kallaði eftir því í síðasta mánuði að rangstöðureglan yrði einfaldlega felld niður. Hann telur fótboltann geta orðið betri án hennar.
HM 2022 í Katar Fótbolti FIFA Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham Sjá meira