Að gjamma burt veiruna Sigurður Albert Ármannsson skrifar 8. apríl 2021 15:00 Fyrir nokkrum árum var á vefnum Dýrahjálp auglýst eftir nýju heimili fyrir íslenskan fjárhund sem var til heimilis í Reykjanesbæ. Sá hafði tekið upp á þeim leiða sið að alltaf þegar flugvélar komu inn til lendingar eða tóku á loft þá gelti hundurinn þar til vélin var farin úr augsýn, en þá kom hann til húsbændanna ótrúlega stoltur eins og sá sem hrakið hefur óvin í burtu. Eigendur hundsins auglýstu eftir nýju heimili fyrir hundinn fjarri Keflavíkurflugvelli þar sem það væri allt of mikið álag á dýrið að þurfa að fæla allar þessar flugvélar í burtu auk þess sem það ónáðaði nágranna óendanlega. Eftir að Covid skall á höfum við séð fólk haga sér gagnvart veirunni eins og hundurinn gagnvart flugvélum. Menn virðast halda að því meira sem þeir gjamma á veiruna sem og sóttvarnaryfirvöld, oftar en ekki af fullkomnu þekkingarleysi, að þá muni veiran hverfa og að þeir muni geta þakkað sér árangurinn. Fyrrverandi dómsmálaráðherra hóf það gelt með miklum hávaða en engu raunsæi og hlaut að launum þvílíka fordæmingu almennings hvar sem til hennar sást þannig að hún endaði með að beiðast lögregluverndar. Henni fylgdi að málum annar seppi, framkvæmdastjóri SAF og gelti ákaflega, en af enn minni skynsemi, ljóst er nú að grunnþættir hagfræði eru ekki á hans áhugasviði. Hans gelt hljómaði oftast eins og þessi veira væri bara á Íslandi og aðgerðir sóttvarnaryfirvalda væru skipuleg aðför að ferðaþjónustu á Íslandi – að hans mati virtist nóg bara að opna landið fyrir öllum og þá myndi allt lagast – í öllum heiminum. Svo að sjálfsögðu var hans sjónarmiðum dillað af hans húsbændum með formann SAF í forsvari. Sá er munurinn á húsbændum í þessum tveim dæmum að í því fyrra hafði húsbóndinn þá yfirsýn að hundurinn væri ekki hafandi nálægt þvi sem hann sífellt gelti á og ónáðaði nágranna sífellt. Því var honum komið því í sveit fjarri flugvöllum. Nú bíðum við eftir að formaður SAF átti sig á „hugfötlun“ síns seppa þ.e. framkvæmdastjórans, og komi honum á gott heimili fjarri þéttbýli þannig að hann þurfi ekki að gjamma lengur. Þjóðin er fyrir löngu komin með nóg af innihaldslausum hávaða og rangfærslum sem frá honum koma og við sem þjóð eigum rétt á að SAF velji sér trúverðugri málsvara til framtíðar. Þau tvö sem nú koma fram sem málsvarar fyrir SAF hafa með framgöngu sinni í þessu veirumáli öllu, fullkomlega fyrirgert öllum trúverðugleika til að vera marktækir málsvarar þeirrar atvinnugreinar sem nú þarf að endurreisa af skynsemi og með sjálfbærni að markmiði. Við sem störfum innan greinarinnar hljótum að gera ófrávíkjanlega kröfu um að fengið verði til forystu fólk sem talar af þeirri yfirvegun sem ávinnur virðingu þjóðarinnar. Þessi tvö hafa fullkomlega fyrirgert öllu sem heitir virðing og í raun troðið ferðaþjónustuna í svaðið gagnvart þjóðinni með framgöngu sinni – því miður. Við sem störfum innan greinarinnar og landsmenn allir eigum betra skilið en að þessi tvö fái endurtekin tækifæri til að dreifa yfir þjóðina fullkomlega rakalausum þvættingi um sóttvarnamál sem ítrekað hefur verið sýnt fram á að stenst engan veginn skoðun. Höfundur starfar sem leiðsögumaður og fékk sinn skammt af Covid í mars 2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum var á vefnum Dýrahjálp auglýst eftir nýju heimili fyrir íslenskan fjárhund sem var til heimilis í Reykjanesbæ. Sá hafði tekið upp á þeim leiða sið að alltaf þegar flugvélar komu inn til lendingar eða tóku á loft þá gelti hundurinn þar til vélin var farin úr augsýn, en þá kom hann til húsbændanna ótrúlega stoltur eins og sá sem hrakið hefur óvin í burtu. Eigendur hundsins auglýstu eftir nýju heimili fyrir hundinn fjarri Keflavíkurflugvelli þar sem það væri allt of mikið álag á dýrið að þurfa að fæla allar þessar flugvélar í burtu auk þess sem það ónáðaði nágranna óendanlega. Eftir að Covid skall á höfum við séð fólk haga sér gagnvart veirunni eins og hundurinn gagnvart flugvélum. Menn virðast halda að því meira sem þeir gjamma á veiruna sem og sóttvarnaryfirvöld, oftar en ekki af fullkomnu þekkingarleysi, að þá muni veiran hverfa og að þeir muni geta þakkað sér árangurinn. Fyrrverandi dómsmálaráðherra hóf það gelt með miklum hávaða en engu raunsæi og hlaut að launum þvílíka fordæmingu almennings hvar sem til hennar sást þannig að hún endaði með að beiðast lögregluverndar. Henni fylgdi að málum annar seppi, framkvæmdastjóri SAF og gelti ákaflega, en af enn minni skynsemi, ljóst er nú að grunnþættir hagfræði eru ekki á hans áhugasviði. Hans gelt hljómaði oftast eins og þessi veira væri bara á Íslandi og aðgerðir sóttvarnaryfirvalda væru skipuleg aðför að ferðaþjónustu á Íslandi – að hans mati virtist nóg bara að opna landið fyrir öllum og þá myndi allt lagast – í öllum heiminum. Svo að sjálfsögðu var hans sjónarmiðum dillað af hans húsbændum með formann SAF í forsvari. Sá er munurinn á húsbændum í þessum tveim dæmum að í því fyrra hafði húsbóndinn þá yfirsýn að hundurinn væri ekki hafandi nálægt þvi sem hann sífellt gelti á og ónáðaði nágranna sífellt. Því var honum komið því í sveit fjarri flugvöllum. Nú bíðum við eftir að formaður SAF átti sig á „hugfötlun“ síns seppa þ.e. framkvæmdastjórans, og komi honum á gott heimili fjarri þéttbýli þannig að hann þurfi ekki að gjamma lengur. Þjóðin er fyrir löngu komin með nóg af innihaldslausum hávaða og rangfærslum sem frá honum koma og við sem þjóð eigum rétt á að SAF velji sér trúverðugri málsvara til framtíðar. Þau tvö sem nú koma fram sem málsvarar fyrir SAF hafa með framgöngu sinni í þessu veirumáli öllu, fullkomlega fyrirgert öllum trúverðugleika til að vera marktækir málsvarar þeirrar atvinnugreinar sem nú þarf að endurreisa af skynsemi og með sjálfbærni að markmiði. Við sem störfum innan greinarinnar hljótum að gera ófrávíkjanlega kröfu um að fengið verði til forystu fólk sem talar af þeirri yfirvegun sem ávinnur virðingu þjóðarinnar. Þessi tvö hafa fullkomlega fyrirgert öllu sem heitir virðing og í raun troðið ferðaþjónustuna í svaðið gagnvart þjóðinni með framgöngu sinni – því miður. Við sem störfum innan greinarinnar og landsmenn allir eigum betra skilið en að þessi tvö fái endurtekin tækifæri til að dreifa yfir þjóðina fullkomlega rakalausum þvættingi um sóttvarnamál sem ítrekað hefur verið sýnt fram á að stenst engan veginn skoðun. Höfundur starfar sem leiðsögumaður og fékk sinn skammt af Covid í mars 2020.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar