Ingunn og Heiður Ósk hafa margra ára reynslu þegar kemur snyrtivörum, hári og förðun og höfðu því af nógu af taka. Þær eru eigendur Reykjavík Makeup School og halda úti samfélagsmiðlum og hlaðvarpi undir nafninu HI Beauty. Þær eru einnig með þættina Snyrtiborðið með HI beauty, hér á Vísi.
Þáttinn má finna í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Hér fyrir neðan eru helstu trendin sem þær Ingunn og Heiður telja að muni eiga árið í ár. Í hárgreiðslunni er það fléttur, tígó og 70's hártoppur. Í förðun eru kinnalitir í aðalhlutverki og einnig áberandi augnblýantur.
Þegar kemur að húðinni eru hyaluronic sýrur, virk efni í húðvörum og alls konar sniðug tól fyrir húðumhirðu mjög áberandi. Naglatrendin eru orðin skrautleg og falleg. Handmálaðar neglur og áberandi litir eru ofarlega í vinsældum í augnablikinu. Í fatatískunni eru plasthringir að ná að koma með endurkomu og jogginggallarnir hafa tekið yfir, afslappað og um fram allt þægilegt lúkk.





Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir neðan og á öllum helstu efnisveitum.