Telja að gagnrýnandi Pútín hafi verið kyrktur Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2021 08:08 Frá morðvettvangi í London í mars árið 2018. Vísir/EPA Nikolai Glushkov, rússneskur athafnamaður og gagnrýnandi Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, er talinn hafa verið kyrktur í London í mars árið 2018. Að mati dánardómstjóra í Bretlandi eru vísbendingar um að morðingi Glushkov hafi reynt að láta dauða hans líta út fyrir að hafa verið sjálfsvíg. Bresk yfirvöld veittu Glushkov pólitískt hæli árið 2010 eftir að rússnesk yfirvöld sökuðu hann um fjársvik þegar hann var aðstoðarforstjóri flugfélagsins Aeroflot. Rússneskur dómstóll dæmdi hann í átta ára fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt að honum fjarstöddum árið 2017. Glushkov fannst látinn í New Malden í suðvestanverðri London 12. mars árið 2018. Þann dag átti Glushkov, sem var 68 ára gamall, að koma fyrir dómstól í London til að bera af sér sakir. Hann lést viku eftir að eitrað var fyrir Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi. Talið er að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi verið þar að verki. Í skýrslu dánardómstjóra kemur nú fram að áverkar á líki Glushkov bendi til þess að haldið hafi verið utan um háls hans og að árásarmaðurinn hafi staðið fyrir aftan hann, að sögn breska ríkisútvarpssins BBC. Svo virðist sem að Glushkov hafi ekki náð að berjast á móti morðingja sínum en engin varnarsár fundust á líkinu. Enginn hefur verið handtekinn vegna morðsins á Glushkov og ekki er ljóst hvers vegna hann var drepinn. Fjöldi gagnrýnenda Pútín forseta, andófsfólks og blaðamanna hefur hins vegar látið lífið við voveiflegar aðstæður á tveggja áratuga valdatíð rússneska forsetans. Glushkov var náinn vinur Borisar Berezovskí, rússnesks auðkýfings og harðs gagnrýnanda Pútín. Hann fannst hengdur á heimili sínu í Berkshire á Englandi árið 2013. Ekki liggur fyrir hvernig dauða hans bar að. Rússland Bretland Tengdar fréttir Rússneskur flóttamaður fannst látinn í London Rússinn Nikolai Glushkov, sem flúði frá Rússlandi og fékk hæli í Bretlandi fannst látinn í íbúð sinni í London. 13. mars 2018 16:51 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
Bresk yfirvöld veittu Glushkov pólitískt hæli árið 2010 eftir að rússnesk yfirvöld sökuðu hann um fjársvik þegar hann var aðstoðarforstjóri flugfélagsins Aeroflot. Rússneskur dómstóll dæmdi hann í átta ára fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt að honum fjarstöddum árið 2017. Glushkov fannst látinn í New Malden í suðvestanverðri London 12. mars árið 2018. Þann dag átti Glushkov, sem var 68 ára gamall, að koma fyrir dómstól í London til að bera af sér sakir. Hann lést viku eftir að eitrað var fyrir Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi. Talið er að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi verið þar að verki. Í skýrslu dánardómstjóra kemur nú fram að áverkar á líki Glushkov bendi til þess að haldið hafi verið utan um háls hans og að árásarmaðurinn hafi staðið fyrir aftan hann, að sögn breska ríkisútvarpssins BBC. Svo virðist sem að Glushkov hafi ekki náð að berjast á móti morðingja sínum en engin varnarsár fundust á líkinu. Enginn hefur verið handtekinn vegna morðsins á Glushkov og ekki er ljóst hvers vegna hann var drepinn. Fjöldi gagnrýnenda Pútín forseta, andófsfólks og blaðamanna hefur hins vegar látið lífið við voveiflegar aðstæður á tveggja áratuga valdatíð rússneska forsetans. Glushkov var náinn vinur Borisar Berezovskí, rússnesks auðkýfings og harðs gagnrýnanda Pútín. Hann fannst hengdur á heimili sínu í Berkshire á Englandi árið 2013. Ekki liggur fyrir hvernig dauða hans bar að.
Rússland Bretland Tengdar fréttir Rússneskur flóttamaður fannst látinn í London Rússinn Nikolai Glushkov, sem flúði frá Rússlandi og fékk hæli í Bretlandi fannst látinn í íbúð sinni í London. 13. mars 2018 16:51 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
Rússneskur flóttamaður fannst látinn í London Rússinn Nikolai Glushkov, sem flúði frá Rússlandi og fékk hæli í Bretlandi fannst látinn í íbúð sinni í London. 13. mars 2018 16:51