Solskjær: Ef þetta væri sonur minn fengi hann ekki að borða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. apríl 2021 09:00 Ole Gunnar Solskjær og José Mourinho eftir leik gærdagsins. Matthew Peters/Getty Images Það var mikill hiti í leik Tottenham Hotspur og Manchester United er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í gær. Fór það svo að Man United vann 3-1 en það var atvik í stöðunni 0-0 sem var helsta umræðuefnið að leik loknum. Son Heung-min féll til jarðar er Scott McTominay strauk honum létt um vangann í aðdraganda þess sem leikmenn Manchester United töldu vera fyrsta mark leiksins. Eftir drykklanga stund ákvað Chris Kavanagh, annars slakur dómari leiksins, að skoða atvikið sjálfur í skjánum við hliðarlínuna. Hann dæmdi markið af og skömmu síðar kom Son Tottenham yfir. Lærisveinar José Mourinho kunna hins vegar ekki að halda forystu þessa dagana þó svo að Portúgalinn þykist enn vera með fræðin á hreinu Þá þurfa lærisveinar Ole Gunnar Solskjær nær alltaf spark í rassinn til að koma sér í gang og því var ekki að spyrja að leikslokum, lokatölur 3-1 fyrir Man United. Solskjær var hins vegar allt annað en sáttur er hann mætti í viðtal í leikslok. „Ef þetta væri sonur minni sem hefði legið svona lengi í grasinu og þurft hjálp frá liðsfélögum sínum við að standa upp þá fengi hann ekki að borða af því þetta var vandræðalegt,“ sagði Ole um atvikið í aðdraganda marksins sem var dæmt af. „Leikurinn er endanlega farinn. Ef þetta eru augljós mistök þá eru einu mistökin að hann hafi þurft að skoða atvikið [í skjánum]. Þetta var fullkomlega löglegt mark,“ bætti Norðmaðurinn við. „Því miður ákvað dómarinn – eða VAR líklega – að við séum ekki að spila fótbolta. Ég er í áfalli ef þetta er brot,“ sagði Solskjær vægast sagt sjokkeraður í leikslok. José Mourinho ræddi ummæli Solskjær einnig eftir leik eins og má sjá hér að ofan. Viðtal hans var hins vegar í undarlegri kantinum og endaði hann á að segja þessa fleygu setningu: „Eins og við segjum í Portúgal: brauð er brauð og ostur er ostur. Ég sagði Ole hvað mér fannst um ummæli hans og ég er mjög vonsvikinn að í fimm, sex, sjö spurningum þá hundsaru þau ummæli.“ Manchester United situr nú í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 63 stig að loknum 31 leik. Tottenham Hotspur er í 7. sæti með 49 stig eftir jafn marga leiki. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Sjá meira
Son Heung-min féll til jarðar er Scott McTominay strauk honum létt um vangann í aðdraganda þess sem leikmenn Manchester United töldu vera fyrsta mark leiksins. Eftir drykklanga stund ákvað Chris Kavanagh, annars slakur dómari leiksins, að skoða atvikið sjálfur í skjánum við hliðarlínuna. Hann dæmdi markið af og skömmu síðar kom Son Tottenham yfir. Lærisveinar José Mourinho kunna hins vegar ekki að halda forystu þessa dagana þó svo að Portúgalinn þykist enn vera með fræðin á hreinu Þá þurfa lærisveinar Ole Gunnar Solskjær nær alltaf spark í rassinn til að koma sér í gang og því var ekki að spyrja að leikslokum, lokatölur 3-1 fyrir Man United. Solskjær var hins vegar allt annað en sáttur er hann mætti í viðtal í leikslok. „Ef þetta væri sonur minni sem hefði legið svona lengi í grasinu og þurft hjálp frá liðsfélögum sínum við að standa upp þá fengi hann ekki að borða af því þetta var vandræðalegt,“ sagði Ole um atvikið í aðdraganda marksins sem var dæmt af. „Leikurinn er endanlega farinn. Ef þetta eru augljós mistök þá eru einu mistökin að hann hafi þurft að skoða atvikið [í skjánum]. Þetta var fullkomlega löglegt mark,“ bætti Norðmaðurinn við. „Því miður ákvað dómarinn – eða VAR líklega – að við séum ekki að spila fótbolta. Ég er í áfalli ef þetta er brot,“ sagði Solskjær vægast sagt sjokkeraður í leikslok. José Mourinho ræddi ummæli Solskjær einnig eftir leik eins og má sjá hér að ofan. Viðtal hans var hins vegar í undarlegri kantinum og endaði hann á að segja þessa fleygu setningu: „Eins og við segjum í Portúgal: brauð er brauð og ostur er ostur. Ég sagði Ole hvað mér fannst um ummæli hans og ég er mjög vonsvikinn að í fimm, sex, sjö spurningum þá hundsaru þau ummæli.“ Manchester United situr nú í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 63 stig að loknum 31 leik. Tottenham Hotspur er í 7. sæti með 49 stig eftir jafn marga leiki.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Sjá meira