Stórbruni í Freetown skilur þúsundir eftir allslausar Heimsljós 12. apríl 2021 12:04 Ljósmynd frá Susan´s Bay Barnaheill - Save the Children Rafmagnsbilun er talin hafa ollið stórbruna í höfuðborg Síerra Leone. Enginn lést í brunanum en hundruð slösuðust og þúsundir misstu heimili sín. Um sjö þúsund íbúar Freetown, höfuðborgar Síerra Leone, eru heimilislausir og allslausir eftir stórbruna í fátækrahverfi borgarinnar í lok síðasta mánaðar. Þorri þeirra sefur enn utandyra. Enginn lést í brunanum en rúmlega 400 fengu brunasár. Barnaheill – Save the Children í Síerra Leóne hafa brugðist við neyðinni og styðja samfélagið með því að útvega vatn, kex og matarpakka til fjölskyldnanna. Eldur braust út í hjarta Freetown, höfuðborgar Síerra Leóne 24. mars, í fátækrahverfinu Susan´s Bay. Á svæðinu bjuggu margar af fátækustu fjölskyldum landsins og allt brann til grunna örskömmum tíma. Barnaheill – Save the Children á Íslandi segja í frétt að samkvæmt yfirvöldum í Síerra Leóne sé áætlað að 7.093 manns hafi orðið fyrir beinum áhrifum af brunanum, þar af 3.352 börn. Rafmagnsbilun er talin líklegasta skýringin á upptökum eldsins en vegna þess hversu þétt byggðin var breiddist eldurinn hratt út og flestir misstu aleiguna. Heather Campbell framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children í Síerra Leóne segir aðstæður í miðborginni vera erfiðar. „Ég var gjörsamlega miður mín þegar ég fór á staðinn. Fjölda barna er saknað og önnur hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum. Þetta er hræðilegt ástand og við höfum miklar áhyggjur af börnunum og fjölskyldum sem verða fyrir áhrifum af þessum bruna. Þúsundir fjölskyldna á svæðinu hafa búið við skelfilegar aðstæður en nú er aðstæðurnar enn verri þar sem þær misstu allt á örskotsstundu þegar eldurinn breiddist út. Þær misstu allt sem þær áttu: föt, þann litla mat sem til var, peningana sína – allt er horfið. Þetta eru helst fjölskyldur í smáviðskiptum sem hafa átt erfitt með að sjá fyrir börnunum sínum. Þær búa við erfiðar aðstæður, í yfirfullum smárýmum undir málmþökum.“ Barnaheill – Save the Children í Síerra Leóne vinna náið með yfirvöldum til að tryggja að börn séu örugg og þeim sé veitt áfallahjálp vegna brunans. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Síerra Leóne Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent
Um sjö þúsund íbúar Freetown, höfuðborgar Síerra Leone, eru heimilislausir og allslausir eftir stórbruna í fátækrahverfi borgarinnar í lok síðasta mánaðar. Þorri þeirra sefur enn utandyra. Enginn lést í brunanum en rúmlega 400 fengu brunasár. Barnaheill – Save the Children í Síerra Leóne hafa brugðist við neyðinni og styðja samfélagið með því að útvega vatn, kex og matarpakka til fjölskyldnanna. Eldur braust út í hjarta Freetown, höfuðborgar Síerra Leóne 24. mars, í fátækrahverfinu Susan´s Bay. Á svæðinu bjuggu margar af fátækustu fjölskyldum landsins og allt brann til grunna örskömmum tíma. Barnaheill – Save the Children á Íslandi segja í frétt að samkvæmt yfirvöldum í Síerra Leóne sé áætlað að 7.093 manns hafi orðið fyrir beinum áhrifum af brunanum, þar af 3.352 börn. Rafmagnsbilun er talin líklegasta skýringin á upptökum eldsins en vegna þess hversu þétt byggðin var breiddist eldurinn hratt út og flestir misstu aleiguna. Heather Campbell framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children í Síerra Leóne segir aðstæður í miðborginni vera erfiðar. „Ég var gjörsamlega miður mín þegar ég fór á staðinn. Fjölda barna er saknað og önnur hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum. Þetta er hræðilegt ástand og við höfum miklar áhyggjur af börnunum og fjölskyldum sem verða fyrir áhrifum af þessum bruna. Þúsundir fjölskyldna á svæðinu hafa búið við skelfilegar aðstæður en nú er aðstæðurnar enn verri þar sem þær misstu allt á örskotsstundu þegar eldurinn breiddist út. Þær misstu allt sem þær áttu: föt, þann litla mat sem til var, peningana sína – allt er horfið. Þetta eru helst fjölskyldur í smáviðskiptum sem hafa átt erfitt með að sjá fyrir börnunum sínum. Þær búa við erfiðar aðstæður, í yfirfullum smárýmum undir málmþökum.“ Barnaheill – Save the Children í Síerra Leóne vinna náið með yfirvöldum til að tryggja að börn séu örugg og þeim sé veitt áfallahjálp vegna brunans. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Síerra Leóne Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent