Síerra Leóne

Fréttamynd

Ný sendiskrif­stofa opnuð í Sí­erra Leóne

Ný sendiskrifstofa Íslands í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne, var formlega opnuð í gærkvöldi og var sérstök hátíðarmóttaka af því tilefni. Sendinefnd frá Íslandi er í Síerra Leóne um þessar mundir og sóttu Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Logi Einarsson þingmaður, opnunina.

Innlent
Fréttamynd

Fjár­munum veitt þangað sem neyðin er mest

Þessa dagana ferðumst við, tveir fulltrúar frá utanríkismálanefnd Alþingis, um Síerra Leóne þar sem við kynnum okkur þróunarstarf Íslands í landinu. Ísland og Síerra Leóne hafa verið í samstarfi um þróunarsamvinnu frá árinu 2018 og í vikunni opnar þar formlega sendiskrifstofa til að halda utan um þróunarsamvinnuna.

Skoðun
Fréttamynd

Kyn­færin skorin af konum

Ísland og Síerra Leóne hafa verið í samstarfi um þróunarsamvinnu frá árinu 2018. Markmiðið hefur verið að styðja við sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og auka lífsgæði í fiskveiðisamfélögum. Verkefnin eru okkur Íslendingum ekki ókunn.

Skoðun
Fréttamynd

Hamingju­samari í Síerra Leóne en á Ís­landi

„Þetta er mjög líflegt land og það er mjög skemmtilegt að búa hérna,“ segir Henry Alexander Henrysson en þau Regína Bjarnadóttir búa ásamt börnum sínum tveimur í einu fátækasta ríki veraldar Síerra Leóne.

Lífið
Fréttamynd

Vaknaði við byssu­skot nærri heimili sínu í Freetown

Framkvæmdastjóri Auroru velgjörðarsjóðs í Síerra Leóne segir mesta hættuástandið í Freetown í Síerra Leóne liðið en að þau haldi áfram að meta aðstæður. Forseti landsins tilkynnti í ávarpi í gær að búið væri að handtaka flesta uppreisnarmennina. Ráðist var á vopnabirgðir hersins og fjöldi fanga frelsaður

Innlent
Fréttamynd

Út­göngu­bann í Síerra Leóne eftir á­rásir og frelsun fanga

Útgöngubann er í gildi í Síerra Leóne eftir að vopnaðir menn ruddust inn í fangelsi í landinu og frelsuðu fanga. Samkvæmt yfirvöldum áttu árásirnar sér stað í gærmorgun, í fjölda stórra fangelsa. Fjórtán Íslendingar eru í Síerra Leóne samkvæmt tilkynningu utanríkisráðuneytisins. 

Erlent
Fréttamynd

Land­lægt út­göngu­bann í Síerra Leóne

Forseti Síerra Leóne lýsti í morgun yfir landlægu útgöngubanni eftir að þungvopnaðir menn ruddust inn í fangelsi í höfuðborginni Freetown og frelsuðu þar fanga. Skömmu áður höfðu vopnaðir menn ráðist á herstöð í borginni, sem er skammt frá forsetahöllinni, og reynt að brjótast inn, eða brotist inn, í vopnabúr herstöðvarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Toppurinn á ís­jakanum

Konur eru beittar ofbeldi um allan heim. Ein af hverjum þremur konum í heiminum hefur verið beitt kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á ævinni. Það eru um 736 milljónir kvenna! Þessar tölur eru þó líklega aðeins toppurinn á ísjakanum, því þær taka aðeins mið af opinberum gögnum þeirra ríkja sem hafa slík gögn tiltæk, og af sárri reynslu vitum við að fjöldi kvenna mun aldrei segja frá ofbeldinu né tilkynna það til yfirvalda.

Skoðun
Fréttamynd

Bætum líf kvenna og stúlkna í Sí­erra Leóne

Árið 1991 braust út borgarastríð í Síerra Leóne, tæplega átta milljóna íbúa ríki á vesturströnd Afríku, sem átti eftir að standa yfir í meira en áratug. Nauðgunum og kynbundnu ofbeldi gegn konum var markvisst beitt sem stríðsvopni á meðan á stríðinu stóð. Fjölda kvenna var rænt og þær þvingaðar í hjónabönd með vígamönnum. Um þriðjungur kvenna í landinu er talinn hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í tengslum við stríðið.

Skoðun
Fréttamynd

Handa­lög­mál milli þing­manna í þing­sal

Það kom til slagsmála á þinginu í Síerra Leóne í dag þegar flokkurinn sem er við stjórn í landinu reyndi að koma í gegn breytingum á kosningakerfi landsins. Þingmenn reyndu að slá hvorn annan og grýttu hlutum í kollega sína. 

Erlent
Fréttamynd

„Margir hafa ekki aðgang að hreinu vatni eða rafmagni“

Esther Hallsdóttir er stödd í Freetown, sem er höfuðborg Síerra Leóne í Vestur-Afríku, þar sem hún vinnur að verkefnum fyrir borgarstjórann. Hún er þar á styrk frá Harvard þar sem hún stundar masters­nám í op­in­berri stefnu­mót­un (e. pu­blic policy) með áherslu á kynja­jafn­rétti og barna­vernd.

Lífið
Fréttamynd

Leitað að verkefnastjóra fyrir trjáræktarátak í Afríku

Rauði krossinn á Íslandi styður trjáræktarátak Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Afríku. Stefnt er að því að planta og verja hundruð milljóna trjáa næsta áratuginn í samræmi við svæðisbundnar áætlanir. Rauði krossinn á Íslandi leitar að verkefna- og samhæfingarstjóra fyrir trjáræktarátakið.

Heimsmarkmiðin
  • «
  • 1
  • 2