Spennan magnast áfram í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2021 11:08 Úkraínskur hermaður vaktar víglínuna milli hersins og aðskilnaðarsinna í Donbass-héraði. Vísir/AP Rússar segja Bandaríkjamönnum hollast að halda sig vel frá Krímskaga og segja að siglingar herskipa í Svartahafi sé ögrun gagnvart Rússlandi. Þetta hafa rússneskir miðlar eftir Sergei Ríabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann staðhæfði að Bandaríkin væru að kanna styrk Rússlands með því að senda herskip á svæðið. „Við vörum Bandaríkin við því að það væri betra fyrir þá að halda sig frá Krímskaga og ströndum okkar í Svartahafi. Það væri þeim hollast,“ er haft eftir Ríabkov. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sló á svipaða strengi í morgun og lýsti því yfir að Rússar ættu að fækka hermönnum á landamærum Rússlands og Úkraínu. Þangað eru ráðamenn í Rússlandi sagðir hafa flutt tugi þúsunda hermanna og skriðdreka á undanförnum vikum. Ráðamenn í Úkraínu hafa lýst því yfir að þeir hafi áhuga á því að ganga í Atlantshafsbandalagið en Rússar eru verulega mótfallnir því. Eftir fund með utanríkisráðherra Úkraínu í morgun sagði Stoltenberg að það kæmi í raun Rússum ekki við hvort Úkraína gengi til til liðs við NATO í framtíðinni. Það væri Úkraínumanna og annarra aðildarríkja að ákvarða. „Rússar eru nú að reyna að skapa áhrifasvið þar sem þeir fá að ákveða hvað nágrannar þeirra geta gert,“ sagði Stoltenberg á blaðamannafundi í morgun Áhugasamir geta horft á blaðamannafundinn í heild sinni hér að neðan. Ráðamenn í Kænugarði segja um fjörutíu þúsund rússneska hermenn vera við landamæri ríkjanna í austri og að Rússar hafi þar að auki sent um fjörutíu þúsund hermenn til Krímskaga. Rússar gerðu árið 2014 innrás í Úkraínu og innlimuðu Krímskaga. Lengi vel þrættu ráðamenn í Rússlandi fyrir að rússneskir hermenn hefðu ráðist á Krímskaga en Pútín viðurkenndi það þegar yfirráð Rússa þar voru tryggð. Þá hafa Rússar einnig staðið þétt við aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu en um fjórtán þúsund manns hafa fallið í átökunum frá þau hófust árið 2014. Úkraínumenn og bandamenn þeirra hafa lýst yfir áhyggjum af óútskýrðri hernaðaruppbyggingu Rússa á svæðinu. Dmítrí Peskov, talsmaður Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands, hefur sagt að flutningur hermanna innan landamæra Rússlands komi öðrum ekki við og hefur sakað Úkraínumenn um að ögra Rússum. Ríabkov tók undir það í morgun og sagði blaðamönnum að með því að aðstoða Úkraínumenn væru Bandaríkin og NATO að breyta Úkraínu í púðurtunnu. Úkraína Rússland NATO Bandaríkin Tengdar fréttir Segja Pútín hunsa viðræðubeiðni Ráðamenn í Úkraínu segja að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi ekki svarað beiðni um að ræða við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu. Úkraínumenn hafi beðið um að fá að ræða við forsetann rússneska vegna gífurlegrar hernaðaruppbyggingu Rússa við landamæri Úkraínu. 12. apríl 2021 14:22 Segir „ögranir“ Rússa geta leitt til átaka Varnarmálaráðherra Úkraínu segir að stjórnarherinn gæti dregist inn í harðari átök í austurhluta landsins vegna ögrana Rússa. Vaxandi spenna er nú í Úkraínu vegna vaxandi vígbúnaðar Rússa nærri landamærunum. 10. apríl 2021 14:12 Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31 Bandarískar hersveitir í Evrópu í viðbragðsstöðu vegna Rússa Rússar hafa varað NATO við því að senda hersveitir til hjálpar Úkraínu en fregnir hafa nú borist af því að hersveitir Rússa safnist nú saman við landamærin að Úkraínu. Talsmaður Kreml sagði í dag að Rússland myndi grípa til frekari ráðstafana sendi NATO hersveitir til þess að mæta Rússum. 2. apríl 2021 17:54 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi Sjá meira
Hann staðhæfði að Bandaríkin væru að kanna styrk Rússlands með því að senda herskip á svæðið. „Við vörum Bandaríkin við því að það væri betra fyrir þá að halda sig frá Krímskaga og ströndum okkar í Svartahafi. Það væri þeim hollast,“ er haft eftir Ríabkov. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sló á svipaða strengi í morgun og lýsti því yfir að Rússar ættu að fækka hermönnum á landamærum Rússlands og Úkraínu. Þangað eru ráðamenn í Rússlandi sagðir hafa flutt tugi þúsunda hermanna og skriðdreka á undanförnum vikum. Ráðamenn í Úkraínu hafa lýst því yfir að þeir hafi áhuga á því að ganga í Atlantshafsbandalagið en Rússar eru verulega mótfallnir því. Eftir fund með utanríkisráðherra Úkraínu í morgun sagði Stoltenberg að það kæmi í raun Rússum ekki við hvort Úkraína gengi til til liðs við NATO í framtíðinni. Það væri Úkraínumanna og annarra aðildarríkja að ákvarða. „Rússar eru nú að reyna að skapa áhrifasvið þar sem þeir fá að ákveða hvað nágrannar þeirra geta gert,“ sagði Stoltenberg á blaðamannafundi í morgun Áhugasamir geta horft á blaðamannafundinn í heild sinni hér að neðan. Ráðamenn í Kænugarði segja um fjörutíu þúsund rússneska hermenn vera við landamæri ríkjanna í austri og að Rússar hafi þar að auki sent um fjörutíu þúsund hermenn til Krímskaga. Rússar gerðu árið 2014 innrás í Úkraínu og innlimuðu Krímskaga. Lengi vel þrættu ráðamenn í Rússlandi fyrir að rússneskir hermenn hefðu ráðist á Krímskaga en Pútín viðurkenndi það þegar yfirráð Rússa þar voru tryggð. Þá hafa Rússar einnig staðið þétt við aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu en um fjórtán þúsund manns hafa fallið í átökunum frá þau hófust árið 2014. Úkraínumenn og bandamenn þeirra hafa lýst yfir áhyggjum af óútskýrðri hernaðaruppbyggingu Rússa á svæðinu. Dmítrí Peskov, talsmaður Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands, hefur sagt að flutningur hermanna innan landamæra Rússlands komi öðrum ekki við og hefur sakað Úkraínumenn um að ögra Rússum. Ríabkov tók undir það í morgun og sagði blaðamönnum að með því að aðstoða Úkraínumenn væru Bandaríkin og NATO að breyta Úkraínu í púðurtunnu.
Úkraína Rússland NATO Bandaríkin Tengdar fréttir Segja Pútín hunsa viðræðubeiðni Ráðamenn í Úkraínu segja að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi ekki svarað beiðni um að ræða við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu. Úkraínumenn hafi beðið um að fá að ræða við forsetann rússneska vegna gífurlegrar hernaðaruppbyggingu Rússa við landamæri Úkraínu. 12. apríl 2021 14:22 Segir „ögranir“ Rússa geta leitt til átaka Varnarmálaráðherra Úkraínu segir að stjórnarherinn gæti dregist inn í harðari átök í austurhluta landsins vegna ögrana Rússa. Vaxandi spenna er nú í Úkraínu vegna vaxandi vígbúnaðar Rússa nærri landamærunum. 10. apríl 2021 14:12 Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31 Bandarískar hersveitir í Evrópu í viðbragðsstöðu vegna Rússa Rússar hafa varað NATO við því að senda hersveitir til hjálpar Úkraínu en fregnir hafa nú borist af því að hersveitir Rússa safnist nú saman við landamærin að Úkraínu. Talsmaður Kreml sagði í dag að Rússland myndi grípa til frekari ráðstafana sendi NATO hersveitir til þess að mæta Rússum. 2. apríl 2021 17:54 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi Sjá meira
Segja Pútín hunsa viðræðubeiðni Ráðamenn í Úkraínu segja að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi ekki svarað beiðni um að ræða við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu. Úkraínumenn hafi beðið um að fá að ræða við forsetann rússneska vegna gífurlegrar hernaðaruppbyggingu Rússa við landamæri Úkraínu. 12. apríl 2021 14:22
Segir „ögranir“ Rússa geta leitt til átaka Varnarmálaráðherra Úkraínu segir að stjórnarherinn gæti dregist inn í harðari átök í austurhluta landsins vegna ögrana Rússa. Vaxandi spenna er nú í Úkraínu vegna vaxandi vígbúnaðar Rússa nærri landamærunum. 10. apríl 2021 14:12
Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31
Bandarískar hersveitir í Evrópu í viðbragðsstöðu vegna Rússa Rússar hafa varað NATO við því að senda hersveitir til hjálpar Úkraínu en fregnir hafa nú borist af því að hersveitir Rússa safnist nú saman við landamærin að Úkraínu. Talsmaður Kreml sagði í dag að Rússland myndi grípa til frekari ráðstafana sendi NATO hersveitir til þess að mæta Rússum. 2. apríl 2021 17:54