Fimm algengustu ástæður þess að fólk segir upp og hættir Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. apríl 2021 07:00 Góð laun eru alls ekki það eina sem tryggir það að fólk haldist í starfi. Margt annað hefur áhrif. Vísir/Getty Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum segja 71% starfsfólks, að það myndi frekar kjósa lægri laun en að vera í starfi sem það væri óánægt í. Þá sýna rannsóknir að algengustu ástæður þess að fólk segir upp og hættir í starfi, eru ekki laun, heldur ýmiss önnur atriði. Hér eru fimm algengustu ástæðurnar. 1. Álag og sveigjanleiki Mikið álag og lítill sveigjanleiki er algeng ástæða þess að fólk segir upp vinnunni. Sem dæmi má nefna niðurstöður rannsóknar sem HAYS í Bandaríkjunum gerði fyrir stuttu en þar sýna niðurstöður að 82% starfsfólks segja tryggð þeirra við vinnuveitandann byggja á því hversu umhugað vinnustaðnum er um heilsu og líðan starfsfólks síns. Samkvæmt niðurstöðum sömu rannsóknar, skiptir sveigjanleiki einnig miklu máli. Ekki aðeins möguleikar á fjarvinnu í kjölfar Covid, heldur einnig hversu sveigjanlegur vinnustaðurinn er almennt við starfsfólk. 2. Skortur á samkennd Það hvernig yfirmaðurinn er hefur mikil áhrif á það, hvort fólk segir upp starfi sínu. Til dæmis sýna niðurstöður rannsókna að 92% fólks segist líklegra til að segja ekki upp starfi sínu ef það upplifir yfirmann sinn sem skilningsríkan einstakling sem sýni starfsfólki sínu samkennd. Hér er ekki verið að tala um samkennd umfram það vinnustaður getur leyft sér heldur frekar þá mannlegu hlið, sem fólk almennt kallar eftir í samskiptum við hvort annað. Þá upplifir fólk vinnustaði umburðarlyndi meiri á vinnustað ef fjölbreytileiki starfsfólks er sýnilegur, til dæmis með tilliti til kyns, litarhafts, þjóðernis, kynhneigðar, trú og fleira. Ef fjölbreytileikinn er enginn eða mjög lítill, aukast líkurnar á að fólk segi upp. 3. Fólk á erfitt með að tengjast Á sama tíma og stjórnendur vinna statt og stöðugt að því að reyna að efla helgun (e. engagement) starfsfólks, sýna niðurstöður rannsóknar Gallup í Bandaríkjunum að það er einmitt sterk tenging sem fólk leitast helst eftir í starfi og segir þá síður upp. Ef þessi tenging er ekki til staðar eða mjög lítil, er hins vegar algengt að fólk hætti. Sem dæmi má nefna ef fólk samsvarar sig ekki við vinnustaðamenninguna. Eða ef hópefli á vinnustaðnum er lítið og fólk á erfitt með að tengjast samstarfsfólki sínu. Í þessu samhengi er stjórnendum bent á að samvinna starfsfólks og stöðug samskipti þeirra í milli, er mikilvægt atriði til að efla tengslamyndun innan teyma. 4. Léleg endurgjöf Að upplifa sig vanmetinn í starfi er vond tilfinning og ein af algengum ástæðum þess að fólk segir upp starfi sínu. Enda er hið mannlega eðli okkar þannig að við viljum öll finna að við séum metin að verðleikum. Ef endurgjöf stjórnenda er léleg, aukast líkurnar á að starfsfólk segi upp. Hér er sem dæmi hægt að nefna rannsókn þar sem 66% starfsfólks sagðist myndi segja upp í vinnunni, ef þeim liði eins og framlagið þeirra væri ekki metið. 5. Ósýnilegir vaxtarmöguleikar Síðast en ekki síst eru það vaxtar- og framtíðarmöguleikarnir á vinnustaðnum. Ef fólk er ekki að sjá að það geti vaxið í starfi, er líklegt að það endi með að segja upp. Þetta þýðir þó ekki að allir þrái stöðuhækkun. Þvert á móti má sjá í niðurstöðum rannsókna að 70% starfsfólks segist líklegt til að segja upp, ef það sér ekki fram á neina þróun í framtíðinni, til dæmis hvað varðar fjölbreytileika verkefna eða aukna ábyrgð. Góðu ráðin Starfsframi Tengdar fréttir Æ fleiri forstjórar stórfyrirtækja efast um gagnsemi háskólamenntunar Forstjórar stórfyrirtækja efast um gagnsemi háskólamenntunar fyrir atvinnulífið og sérfræðingar vara við því að gjá geti myndast í atvinnulífinu þar sem starfsfólk hefur ekki þá þekkingu sem til þarf í störf þar sem tækniframfarir eru svo hraðar. 21. september 2020 09:05 Stjórnendur ekki að gera sér grein fyrir hæfileikum starfsfólks Lárétt starfsþróun er eitthvað sem Martha Árnadóttir framkvæmdastjóri Dokkunnar hvetur stjórnendur til að skoða því það að príla upp skipurit fyrirtækja er ekkert endilega sú leið sem á lengur við. 20. október 2020 08:01 Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02 Góð ráð fyrir þá sem stefna á forstjórastöðuna „Viltu verða forstjóri?“ er spurt í fyrirsögn umfjöllunar FastCompany þar sem segir frá nýrri rannsókn sem varpar ljósi á það hvað fólk í topp stjórnendastöðum á sameiginlegt. 9. apríl 2021 07:00 Vísbendingar um að starfsmaður ætli sér að segja upp Mikil starfsmannavelta er vinnustöðum kostnaðarsöm. Ekki aðeins getur verið dýrt að ráða inn eða þjálfa nýtt starfsfólk, heldur er það líka missir ef duglegt starfsfólk með góða reynslu og þekkingu hættir. 7. apríl 2021 07:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Hér eru fimm algengustu ástæðurnar. 1. Álag og sveigjanleiki Mikið álag og lítill sveigjanleiki er algeng ástæða þess að fólk segir upp vinnunni. Sem dæmi má nefna niðurstöður rannsóknar sem HAYS í Bandaríkjunum gerði fyrir stuttu en þar sýna niðurstöður að 82% starfsfólks segja tryggð þeirra við vinnuveitandann byggja á því hversu umhugað vinnustaðnum er um heilsu og líðan starfsfólks síns. Samkvæmt niðurstöðum sömu rannsóknar, skiptir sveigjanleiki einnig miklu máli. Ekki aðeins möguleikar á fjarvinnu í kjölfar Covid, heldur einnig hversu sveigjanlegur vinnustaðurinn er almennt við starfsfólk. 2. Skortur á samkennd Það hvernig yfirmaðurinn er hefur mikil áhrif á það, hvort fólk segir upp starfi sínu. Til dæmis sýna niðurstöður rannsókna að 92% fólks segist líklegra til að segja ekki upp starfi sínu ef það upplifir yfirmann sinn sem skilningsríkan einstakling sem sýni starfsfólki sínu samkennd. Hér er ekki verið að tala um samkennd umfram það vinnustaður getur leyft sér heldur frekar þá mannlegu hlið, sem fólk almennt kallar eftir í samskiptum við hvort annað. Þá upplifir fólk vinnustaði umburðarlyndi meiri á vinnustað ef fjölbreytileiki starfsfólks er sýnilegur, til dæmis með tilliti til kyns, litarhafts, þjóðernis, kynhneigðar, trú og fleira. Ef fjölbreytileikinn er enginn eða mjög lítill, aukast líkurnar á að fólk segi upp. 3. Fólk á erfitt með að tengjast Á sama tíma og stjórnendur vinna statt og stöðugt að því að reyna að efla helgun (e. engagement) starfsfólks, sýna niðurstöður rannsóknar Gallup í Bandaríkjunum að það er einmitt sterk tenging sem fólk leitast helst eftir í starfi og segir þá síður upp. Ef þessi tenging er ekki til staðar eða mjög lítil, er hins vegar algengt að fólk hætti. Sem dæmi má nefna ef fólk samsvarar sig ekki við vinnustaðamenninguna. Eða ef hópefli á vinnustaðnum er lítið og fólk á erfitt með að tengjast samstarfsfólki sínu. Í þessu samhengi er stjórnendum bent á að samvinna starfsfólks og stöðug samskipti þeirra í milli, er mikilvægt atriði til að efla tengslamyndun innan teyma. 4. Léleg endurgjöf Að upplifa sig vanmetinn í starfi er vond tilfinning og ein af algengum ástæðum þess að fólk segir upp starfi sínu. Enda er hið mannlega eðli okkar þannig að við viljum öll finna að við séum metin að verðleikum. Ef endurgjöf stjórnenda er léleg, aukast líkurnar á að starfsfólk segi upp. Hér er sem dæmi hægt að nefna rannsókn þar sem 66% starfsfólks sagðist myndi segja upp í vinnunni, ef þeim liði eins og framlagið þeirra væri ekki metið. 5. Ósýnilegir vaxtarmöguleikar Síðast en ekki síst eru það vaxtar- og framtíðarmöguleikarnir á vinnustaðnum. Ef fólk er ekki að sjá að það geti vaxið í starfi, er líklegt að það endi með að segja upp. Þetta þýðir þó ekki að allir þrái stöðuhækkun. Þvert á móti má sjá í niðurstöðum rannsókna að 70% starfsfólks segist líklegt til að segja upp, ef það sér ekki fram á neina þróun í framtíðinni, til dæmis hvað varðar fjölbreytileika verkefna eða aukna ábyrgð.
Góðu ráðin Starfsframi Tengdar fréttir Æ fleiri forstjórar stórfyrirtækja efast um gagnsemi háskólamenntunar Forstjórar stórfyrirtækja efast um gagnsemi háskólamenntunar fyrir atvinnulífið og sérfræðingar vara við því að gjá geti myndast í atvinnulífinu þar sem starfsfólk hefur ekki þá þekkingu sem til þarf í störf þar sem tækniframfarir eru svo hraðar. 21. september 2020 09:05 Stjórnendur ekki að gera sér grein fyrir hæfileikum starfsfólks Lárétt starfsþróun er eitthvað sem Martha Árnadóttir framkvæmdastjóri Dokkunnar hvetur stjórnendur til að skoða því það að príla upp skipurit fyrirtækja er ekkert endilega sú leið sem á lengur við. 20. október 2020 08:01 Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02 Góð ráð fyrir þá sem stefna á forstjórastöðuna „Viltu verða forstjóri?“ er spurt í fyrirsögn umfjöllunar FastCompany þar sem segir frá nýrri rannsókn sem varpar ljósi á það hvað fólk í topp stjórnendastöðum á sameiginlegt. 9. apríl 2021 07:00 Vísbendingar um að starfsmaður ætli sér að segja upp Mikil starfsmannavelta er vinnustöðum kostnaðarsöm. Ekki aðeins getur verið dýrt að ráða inn eða þjálfa nýtt starfsfólk, heldur er það líka missir ef duglegt starfsfólk með góða reynslu og þekkingu hættir. 7. apríl 2021 07:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Æ fleiri forstjórar stórfyrirtækja efast um gagnsemi háskólamenntunar Forstjórar stórfyrirtækja efast um gagnsemi háskólamenntunar fyrir atvinnulífið og sérfræðingar vara við því að gjá geti myndast í atvinnulífinu þar sem starfsfólk hefur ekki þá þekkingu sem til þarf í störf þar sem tækniframfarir eru svo hraðar. 21. september 2020 09:05
Stjórnendur ekki að gera sér grein fyrir hæfileikum starfsfólks Lárétt starfsþróun er eitthvað sem Martha Árnadóttir framkvæmdastjóri Dokkunnar hvetur stjórnendur til að skoða því það að príla upp skipurit fyrirtækja er ekkert endilega sú leið sem á lengur við. 20. október 2020 08:01
Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02
Góð ráð fyrir þá sem stefna á forstjórastöðuna „Viltu verða forstjóri?“ er spurt í fyrirsögn umfjöllunar FastCompany þar sem segir frá nýrri rannsókn sem varpar ljósi á það hvað fólk í topp stjórnendastöðum á sameiginlegt. 9. apríl 2021 07:00
Vísbendingar um að starfsmaður ætli sér að segja upp Mikil starfsmannavelta er vinnustöðum kostnaðarsöm. Ekki aðeins getur verið dýrt að ráða inn eða þjálfa nýtt starfsfólk, heldur er það líka missir ef duglegt starfsfólk með góða reynslu og þekkingu hættir. 7. apríl 2021 07:00