NBA dagsins: Curry með sýningu, Randle sýndi mátt sinn og galdramennirnir höfðu engan áhuga á djassinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2021 15:16 Stephen Curry gat leyft sér að fagna eftir leik næturinnar. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Margir áhugaverðir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Við á Vísi höldum áfram að færa ykkur allt það helsta sem gerist í þessari stórskemmtilegu deild. Steph Curry setti upp skotsýningu í sigri Golden State Warriors á Denver Nuggets í nótt, 116-107 lokatölur þar. Curry setti niður tíu þriggja stiga skot í leiknum sem gerir 30 stig talsins. Hann bætti við 23 til viðbótar ofan á það og skoraði alls 53 stig. Ekki nóg með að Steph Curry tryggði Warriors mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni heldur skráði hann sig enn á ný í sögubækur félagsins. Hann bætti stigamet Wilt Chamberlain í nótt og er þar með orðinn stigahæsti leikmaður Golden State Warriors frá upphafi. Galdramennirnir frá Washington gerðu sér svo lítið fyrir og unnu Utah Jazz á útivelli. Fyrir leikinn voru Utah taplausir á heimavelli á þessu ári en það skipti leikmenn Washington litlu máli í nótt. Þeir sýndu allar sínar bestu hliðar og unnu fjögurra stiga sigur, 125-121. Bradley Beal og Russell Westbrook voru að venju allt í öllu í annars slöku Washington-liði. Beal skoraði 34 stig á meðan Westbrook bauð upp á þrefalda tvennu. Ásamt því að skora 25 stig þá tók hann 14 fráköst og gaf jafn margar stoðsendingar. Klippa: NBA dagsins Julius Randle nýtti sér alla sína kunnáttu og hæfni er New York Knicks lagði ríkjandi meistara í Los Angeles Lakers. Lokatölur þar 111-96 en gestirnir koðnuðu niður í síðari hálfleik. Randle var stigahæstur allra á gólfinu í nótt með 34 stig. Þá tók hann 10 fráköst, enginn leikmaður tók fleiri. Að lokum tapaði Dallas Mavericks annan daginn í röð. Að þessu sinni var það sannfærandi er Philadelphia 76ers mætti til Dallas. Joel Embiid spilaði aðeins 26 mínútur en átti risastóran þátt í stórsigri gestanna. Embiid skoraði 36 af 113 stigum Philadelphia og var stigahæstur á vellinum. Furkan Korkmaz kom óvænt þar á eftir með 20 stig. Slóveninn Luka Dončić var stigahæstur hjá Dallas að venju með 32 stig en Lettinn Kristaps Porziņģis var hvergi sjáanlegur í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Steph Curry setti upp skotsýningu í sigri Golden State Warriors á Denver Nuggets í nótt, 116-107 lokatölur þar. Curry setti niður tíu þriggja stiga skot í leiknum sem gerir 30 stig talsins. Hann bætti við 23 til viðbótar ofan á það og skoraði alls 53 stig. Ekki nóg með að Steph Curry tryggði Warriors mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni heldur skráði hann sig enn á ný í sögubækur félagsins. Hann bætti stigamet Wilt Chamberlain í nótt og er þar með orðinn stigahæsti leikmaður Golden State Warriors frá upphafi. Galdramennirnir frá Washington gerðu sér svo lítið fyrir og unnu Utah Jazz á útivelli. Fyrir leikinn voru Utah taplausir á heimavelli á þessu ári en það skipti leikmenn Washington litlu máli í nótt. Þeir sýndu allar sínar bestu hliðar og unnu fjögurra stiga sigur, 125-121. Bradley Beal og Russell Westbrook voru að venju allt í öllu í annars slöku Washington-liði. Beal skoraði 34 stig á meðan Westbrook bauð upp á þrefalda tvennu. Ásamt því að skora 25 stig þá tók hann 14 fráköst og gaf jafn margar stoðsendingar. Klippa: NBA dagsins Julius Randle nýtti sér alla sína kunnáttu og hæfni er New York Knicks lagði ríkjandi meistara í Los Angeles Lakers. Lokatölur þar 111-96 en gestirnir koðnuðu niður í síðari hálfleik. Randle var stigahæstur allra á gólfinu í nótt með 34 stig. Þá tók hann 10 fráköst, enginn leikmaður tók fleiri. Að lokum tapaði Dallas Mavericks annan daginn í röð. Að þessu sinni var það sannfærandi er Philadelphia 76ers mætti til Dallas. Joel Embiid spilaði aðeins 26 mínútur en átti risastóran þátt í stórsigri gestanna. Embiid skoraði 36 af 113 stigum Philadelphia og var stigahæstur á vellinum. Furkan Korkmaz kom óvænt þar á eftir með 20 stig. Slóveninn Luka Dončić var stigahæstur hjá Dallas að venju með 32 stig en Lettinn Kristaps Porziņģis var hvergi sjáanlegur í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti