Tatum frábær í naumum sigri Boston og toppliðin unnu öll Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2021 07:31 Tatum var frábær í liði Celtics í nótt. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Sjö leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics vann eins stigs sigur á Portland Trail Blazers, 116-115, en annars var allt eftir bókinni. Boston Celtics virðast vera að hitna nú þegar styttist í úrslitakeppnina og höfðu unnið þrjá í röð fyrir leik næturinnar á meðan Portland hefur hikstað. Leikurinn var frábær skemmtun og nokkuð jafn nær allan tímann þó Dame Lillard og félagar hafi verið yfirhöndina framan af fyrri hálfleik. Munurinn var aldrei meira en nokkur stig fram í fjórða leikhluta þegar Celtics náðu átta stiga forystu, 99-91. Lillard jafnaði metin fyrir Portland í 109-109 með frábæru þriggja stiga skoti úr horninu þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Portland var svo komið stigi yfir þegar mínúta var eftir, 112-111. Fljótt skipast veður í lofti en Boston nýtti tvær næstu sóknir og var 116-112 yfir áður en Norman Powell minnkaði muninn í 116-115 sem reyndust lokatölur leiksins. Damian Lillard var stigahæstur hjá Portland með 28 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Þar á eftir kom Carmelo Anthony með 25 stig. Jayson Tatum skoraði 32 stig í liði Celtics ásamt því að taka níu fráköst og gefa fjórar stoðsendingar. Jaylen Brown kom þar á eftir með 24 stig. @jaytatum0 drops 25 of his 32 PTS in the 2nd half... @celtics win their 4th in a row! #BleedGreen pic.twitter.com/nG4UGDsNhe— NBA (@NBA) April 14, 2021 Kyle Kuzma skorðai 24 stig er Los Angeles Lakers vann Charlotte Hornets, 101-93. Bojan Bogdanović skoraði 23 stig fyrir Utah Jazz er liðið vann Oklahoma City Thunder með tíu stiga mun, 106-96. Kevin Durant skoraði 31 stig þegar Brooklyn Nets valtaði yfir Minnesota Timberwolves, 127-97. Paul George skoraði 36 er Los Angeles Clippers vann Indiana Pacers 126-115. Var þetta sjötti sigurleikur Clippers í röð. Paul George sparks the @LAClippers 6th win in a row! #ClipperNation 36 PTS, 7 REB, 8 AST 4th straight 30-point game pic.twitter.com/o8FhXo3XYQ— NBA (@NBA) April 14, 2021 Bogdan Bogdanović skoraði jafn mörg og nafni sinn Bojan er Atlanta Hawks vann Toronto Raptors 108-103.Clint Capela skoraði 19 stig og tók 21 frákast í liði Atlanta á meðan Pascal Siakam skoraði 30 stig í liði Raptors. Að lokum valtaði Phoenix Suns yfir Miami Heat, 106-86, þar sem sex leikmenn Suns skoruðu 12 stig eða meira. Deandre Ayton þeirra stigahæstur með 19 stig en hann tók einnig 13 fráköst. Staðan í deildinni. Körfubolti NBA Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira
Boston Celtics virðast vera að hitna nú þegar styttist í úrslitakeppnina og höfðu unnið þrjá í röð fyrir leik næturinnar á meðan Portland hefur hikstað. Leikurinn var frábær skemmtun og nokkuð jafn nær allan tímann þó Dame Lillard og félagar hafi verið yfirhöndina framan af fyrri hálfleik. Munurinn var aldrei meira en nokkur stig fram í fjórða leikhluta þegar Celtics náðu átta stiga forystu, 99-91. Lillard jafnaði metin fyrir Portland í 109-109 með frábæru þriggja stiga skoti úr horninu þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Portland var svo komið stigi yfir þegar mínúta var eftir, 112-111. Fljótt skipast veður í lofti en Boston nýtti tvær næstu sóknir og var 116-112 yfir áður en Norman Powell minnkaði muninn í 116-115 sem reyndust lokatölur leiksins. Damian Lillard var stigahæstur hjá Portland með 28 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Þar á eftir kom Carmelo Anthony með 25 stig. Jayson Tatum skoraði 32 stig í liði Celtics ásamt því að taka níu fráköst og gefa fjórar stoðsendingar. Jaylen Brown kom þar á eftir með 24 stig. @jaytatum0 drops 25 of his 32 PTS in the 2nd half... @celtics win their 4th in a row! #BleedGreen pic.twitter.com/nG4UGDsNhe— NBA (@NBA) April 14, 2021 Kyle Kuzma skorðai 24 stig er Los Angeles Lakers vann Charlotte Hornets, 101-93. Bojan Bogdanović skoraði 23 stig fyrir Utah Jazz er liðið vann Oklahoma City Thunder með tíu stiga mun, 106-96. Kevin Durant skoraði 31 stig þegar Brooklyn Nets valtaði yfir Minnesota Timberwolves, 127-97. Paul George skoraði 36 er Los Angeles Clippers vann Indiana Pacers 126-115. Var þetta sjötti sigurleikur Clippers í röð. Paul George sparks the @LAClippers 6th win in a row! #ClipperNation 36 PTS, 7 REB, 8 AST 4th straight 30-point game pic.twitter.com/o8FhXo3XYQ— NBA (@NBA) April 14, 2021 Bogdan Bogdanović skoraði jafn mörg og nafni sinn Bojan er Atlanta Hawks vann Toronto Raptors 108-103.Clint Capela skoraði 19 stig og tók 21 frákast í liði Atlanta á meðan Pascal Siakam skoraði 30 stig í liði Raptors. Að lokum valtaði Phoenix Suns yfir Miami Heat, 106-86, þar sem sex leikmenn Suns skoruðu 12 stig eða meira. Deandre Ayton þeirra stigahæstur með 19 stig en hann tók einnig 13 fráköst. Staðan í deildinni.
Körfubolti NBA Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira