Segja Bandaríkjunum að hætta að leika sér að eldi Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2021 10:11 Herflugmenn Taívan hafa staðið í ströngu undanfarnar vikur og mánuði. EPA/RITCHIE B. TONGO Ráðamenn í Kína hafa lýst heræfingum sínum nærri Taívan sem æfingum fyrir átök og varað Bandaríkjamenn við því að eiga í samskiptum við eyríkið. Bandarískir erindrekar eru staddir í Taívan í ferð sem Hvíta húsið segir ætlað að sýna stuðning Bandaríkjanna við ríkið. Chris Dodd, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður, og Richard Armitage og James Steinberg, sem báðir eru fyrrverandi aðstoðarutanríkisráðherrar, lentu í Taívan í morgun og munu meðal annars funda með Tsai Ing-wen, forseta Taívans, á morgun. Kínverjar hafa verið með töluverða viðveru undan ströndum Taívans undanfarið. Orrustuþotum og sprengjuflugvélum hafa verið flogið inn í lofthelgi Taívans og áhöfn kínversks flugmóðurskips hefur verið við æfingar á Taívansundi. Á mánudaginn var 25 orrustuþotum og sprengjuvélum flogið inn í lofthelgi Taívans, og segja ráðamenn þar að þær hafi aldrei verið fleiri en kínverskum orrustuþotum hefur verið flogið inn í lofthelgi Taívans daglega undanfarnar vikur. Reuters hefur eftir Ma Xiaoguang, talsmanni stofnunarinnar sem heldur utan um samskipti Kína við Taívan, að um „réttmæt viðbrögð“ við afskiptum af öflum og ögrunum frá sjálfstæðissinnum í Taívan sé að ræða. Átakaæfingar hersins í Taívansundi væru nauðsynlegar vegna öryggisástandsins á svæðinu og til að tryggja fullveldi Kína. Hann sagði þeim ætlað að senda þau skilaboð að Kínverjar ætluðu sér að stöðva sjálfstæðisviðleitni Taívana og samvinnu þeirra með Bandaríkjunum. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína lýsti því yfir í gær að Bandaríkjamenn ættu að hætta að „leika sér að eldi“ eftir að gefnar voru út nýjar starfsreglur í Washington DC, sem gera erindrekum auðveldara að eiga í samskiptum við embættismenn í Taívan. Kínverjar hafa lengi gert tilkall til Taívan sem hefur í raun verið sjálfstætt ríki frá árinu 1949. Þá flúðu meðlimir þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Taívan hefur þó aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði. Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin á undanförnum árum og hefur Tsai til að mynd ítrekað sagt að Taívan sé sjálfstætt ríki sem heiti í raun Lýðveldið Kína, sem er formlegt nafn ríkisins. þar að auki hefur þrýstingur Kína á eyríkið aukist verulega. Þá hafa kínverskir ráðamenn rætt mögulega innrás í Taívan sín á milli. Taívan Kína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Chris Dodd, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður, og Richard Armitage og James Steinberg, sem báðir eru fyrrverandi aðstoðarutanríkisráðherrar, lentu í Taívan í morgun og munu meðal annars funda með Tsai Ing-wen, forseta Taívans, á morgun. Kínverjar hafa verið með töluverða viðveru undan ströndum Taívans undanfarið. Orrustuþotum og sprengjuflugvélum hafa verið flogið inn í lofthelgi Taívans og áhöfn kínversks flugmóðurskips hefur verið við æfingar á Taívansundi. Á mánudaginn var 25 orrustuþotum og sprengjuvélum flogið inn í lofthelgi Taívans, og segja ráðamenn þar að þær hafi aldrei verið fleiri en kínverskum orrustuþotum hefur verið flogið inn í lofthelgi Taívans daglega undanfarnar vikur. Reuters hefur eftir Ma Xiaoguang, talsmanni stofnunarinnar sem heldur utan um samskipti Kína við Taívan, að um „réttmæt viðbrögð“ við afskiptum af öflum og ögrunum frá sjálfstæðissinnum í Taívan sé að ræða. Átakaæfingar hersins í Taívansundi væru nauðsynlegar vegna öryggisástandsins á svæðinu og til að tryggja fullveldi Kína. Hann sagði þeim ætlað að senda þau skilaboð að Kínverjar ætluðu sér að stöðva sjálfstæðisviðleitni Taívana og samvinnu þeirra með Bandaríkjunum. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína lýsti því yfir í gær að Bandaríkjamenn ættu að hætta að „leika sér að eldi“ eftir að gefnar voru út nýjar starfsreglur í Washington DC, sem gera erindrekum auðveldara að eiga í samskiptum við embættismenn í Taívan. Kínverjar hafa lengi gert tilkall til Taívan sem hefur í raun verið sjálfstætt ríki frá árinu 1949. Þá flúðu meðlimir þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Taívan hefur þó aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði. Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin á undanförnum árum og hefur Tsai til að mynd ítrekað sagt að Taívan sé sjálfstætt ríki sem heiti í raun Lýðveldið Kína, sem er formlegt nafn ríkisins. þar að auki hefur þrýstingur Kína á eyríkið aukist verulega. Þá hafa kínverskir ráðamenn rætt mögulega innrás í Taívan sín á milli.
Taívan Kína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira