Að velja rétta vinnustaðinn: Fjögur mikilvæg atriði Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. apríl 2021 07:01 Það skiptir miklu máli að okkur líði vel í vinnunni. Vísir/Getty Við heyrum svo mikið um atvinnuleysi en minna um atvinnuleit eða val fólks á því starfi sem það vill ráða sig í. En öll höfum við val og þegar að því kemur að við erum að ráða okkur í nýtt starf, er mikilvægt að velta fyrir sér, hvort við séum að velja rétta vinnustaðinn fyrir okkur! Hér eru fjögur atriði sem skipta miklu máli við val á starfi og vinnustað. 1. Vinnustaðurinn: Gildin, menningin Það er gott og blessað að þiggja starf til þess eins að geta framfleytt sér. Við þurfum öll á því að halda. Stundum er markmiðið okkar jafnvel að ráða okkur bara tímabundið í starf, svona þar til annað tækifæri gefst. En hver svo sem ástæðan okkar er, er gott fyrir okkur að máta okkur við vinnustaðinn. Dæmi: Telur þú að þessi vinnustaður samræmist þínum gildum? Hvaða gildi eru áberandi í ásýnd fyrirtækisins? Hvernig hefur Covid haft áhrif á vinnustaðinn og þann geira sem starfsemin byggir á? Er þetta vinnustaður sem er líklegur til að leggja áherslu á þróun og vöxt starfsmanna sinna? Eitt besta ráðið til að kynna sér málin er að tala við einhvern sem starfar á vinnustaðnum. Þannig að ef þú mögulega þekkir einhvern sem þar starfar (eða þekkir einhvern sem þekkir einhvern sem þar starfar), þá getur það verið vel þess virði að hafa samband við viðkomandi og fá smá upplýsingar. 2. Yfirmaðurinn í atvinnuviðtalinu Ímyndum okkur að þú komist í atvinnuviðtal og að þar hittir þú fyrir þann sem stýrir sviðinu, deildinni eða fyrirtækinu. Að sjálfsögðu leggur þú þig allan fram við að mælast sem best fyrir. En það er líka ágætt að velta því fyrir sér hvernig þér finnst yfirmaðurinn virka á þig. Hvernig voru samskiptin ykkar í milli og hvernig fannst þér nærveran vera? Hvaða upplýsingar gaf stjórnandinn um sínar stjórnunarhætti? Til dæmis varðandi upplýsingafundi með starfsfólki og fleira. Er þetta stjórnandi sem er líklegur til að vera með nefið ofan í öllu hjá starfsfólki sínu eða er þetta stjórnandi sem er líklegur til að treysta starfsfólkinu sínu til að vinna sín verk vel? Ef þú hefur samband við viðkomandi í gegnum tölvupóst, er líka ágætt að meta hvernig viðkomandi stjórnandi svarar þér. Barst svarið seint og illa? Eða fékkstu kurteisislega og uppbyggilegt svar frekar snemma? Hvernig virkaði stjórnandinn á þig í þessum rafrænu samskiptum? 3. Þinn starfsframi Rannsóknir Gallup í Bandaríkjunum hafa sýnt að ein helsta ástæða þess að fólk skiptir um starf, er að það sér ekki tækifærin á vinnustaðnum til að vaxa eða þróast í starfi. Hér er því gott að velta því fyrir sér með hvernig þú telur að starfið muni nýtast þér í framtíðinni, hvort heldur sem er á ferilskránni þinni fyrir næstu störf eða til að vaxa og þróast sem starfsmaður. Er þetta til dæmis líklegur vinnustaður til að leggja áherslu á þjálfun starfsfólks þannig að þú lærir eitthvað nýtt? Er þetta vinnustaður sem þér mun líklegast líða vel á? Því vinnan er svo stór hluti af lífinu okkar að það að líða vel í vinnunni, hefur áhrif á allt í okkar lífi. Ekki aðeins fjárhaginn. 4. Þú og vinnustaðurinn Við erum ólík að eðlisfari. Sum okkar þrífast best í öryggi og rútínu á meðan aðrir þrífast best í starfi þar sem álagstoppar eru reglulegir, möguleg yfirvinna, hraðar breytingar og margt óvænt getur gerst. Að velja rétta starfið byggir því á meiru en að máta sig aðeins við það hvort við uppfyllum hæfniskröfur samkvæmt auglýsingu um tiltekið starf. Við þurfum að vera viss um að vinnustaðurinn og starfið falli einnig að því hvernig við erum sem einstaklingar og í hvers konar umhverfi okkur líður best í. Góðu ráðin Starfsframi Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Rakst á auglýsingu á Facebook sem breytti öllu „Það erfiðasta við að vera atvinnulaus og vilja virkilega fara aftur út á atvinnumarkaðinn er að fá endalaust neitanir. Síðan fylgir oft svörunum að svo svakalega margir, eða þrjú hundruð manns, hafi verið að sækja um sömu stöðu og ég,“ segir Thelma Sjöfn Hannesdóttir, rafvirki og þriggja barna móðir á Akranesi sem nú er að læra kerfisstjórn. 11. febrúar 2021 07:00 Stakk upp á nýju starfi fyrir sjálfa sig og endaði sem framkvæmdastjóri „Ég myndi án efa hvetja fólk til þess að bera sig eftir því sem það vill, að hugsa aðeins hvað það virkilega langar að vinna við og yrði frábært í og hreinlega taka stöðuna. Það er þá ekkert verra en „Nei“ sem kemur, sem gæti svo alveg breyst í „Já“ síðar eins og það gerði hjá mér,“ segir Klara Símonardóttir aðspurð um það hvaða ráð hún myndi gefa fólki í atvinnuleit. Klara er í dag framkvæmdastjóri Petmark. Árið 2016 hafði hún samband við það fyrirtæki og stakk upp á því að hún yrði ráðin sem vörumerkjastjóri. Starfið var ekki til hjá fyrirtækinu og þaðan af síður hafði það verið auglýst. En í kjölfar þess að Klara hafði samband, var starfið búið til og hún ráðin. 22. janúar 2021 07:00 Vill útrýma skömminni sem fylgir því að vera atvinnulaus „Skömm er tilfinning sem atvinnuleitendur hafa tekist á við mjög lengi tel ég og það er mjög mikilvægt að ræða þessa staðreynd“ segir Ásgeir Jónsson sem síðustu árin hefur haldið fjölda fyrirlestra fyrir fólk í atvinnuleit á vegum félagsins Takmarkalaust líf. Þessari skömm vill Ásgeir útrýma en segir það ekki auðvelt. 7. janúar 2021 07:01 Atvinnulaus eftir hrun og úr varð framúrskarandi fyrirtæki Þóra Þórsdóttir var ekki bjartsýn eftir bankahrun. Atvinnuleysi blasti við og heilsunnar vegna fór hún að prófa ýmsar tilraunir með íslenskar jurtir. Úr varð fyrirtækið Urta Islandica sem nú telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins að mati Creditinfo. 30. nóvember 2020 07:00 „Þegar atvinnuleysið lá fyrir fór ég í ofur-gírinn og var ofur-duglegur með börnin og að heimsækja mömmu“ Jón Jóasafat Björnsson kynntist atvinnuleysi af eigin raun eftir tíu ár í góðri stjórnendastöðu. Hann hvetur fólk til að nýta tímann vel. 29. september 2020 09:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Hér eru fjögur atriði sem skipta miklu máli við val á starfi og vinnustað. 1. Vinnustaðurinn: Gildin, menningin Það er gott og blessað að þiggja starf til þess eins að geta framfleytt sér. Við þurfum öll á því að halda. Stundum er markmiðið okkar jafnvel að ráða okkur bara tímabundið í starf, svona þar til annað tækifæri gefst. En hver svo sem ástæðan okkar er, er gott fyrir okkur að máta okkur við vinnustaðinn. Dæmi: Telur þú að þessi vinnustaður samræmist þínum gildum? Hvaða gildi eru áberandi í ásýnd fyrirtækisins? Hvernig hefur Covid haft áhrif á vinnustaðinn og þann geira sem starfsemin byggir á? Er þetta vinnustaður sem er líklegur til að leggja áherslu á þróun og vöxt starfsmanna sinna? Eitt besta ráðið til að kynna sér málin er að tala við einhvern sem starfar á vinnustaðnum. Þannig að ef þú mögulega þekkir einhvern sem þar starfar (eða þekkir einhvern sem þekkir einhvern sem þar starfar), þá getur það verið vel þess virði að hafa samband við viðkomandi og fá smá upplýsingar. 2. Yfirmaðurinn í atvinnuviðtalinu Ímyndum okkur að þú komist í atvinnuviðtal og að þar hittir þú fyrir þann sem stýrir sviðinu, deildinni eða fyrirtækinu. Að sjálfsögðu leggur þú þig allan fram við að mælast sem best fyrir. En það er líka ágætt að velta því fyrir sér hvernig þér finnst yfirmaðurinn virka á þig. Hvernig voru samskiptin ykkar í milli og hvernig fannst þér nærveran vera? Hvaða upplýsingar gaf stjórnandinn um sínar stjórnunarhætti? Til dæmis varðandi upplýsingafundi með starfsfólki og fleira. Er þetta stjórnandi sem er líklegur til að vera með nefið ofan í öllu hjá starfsfólki sínu eða er þetta stjórnandi sem er líklegur til að treysta starfsfólkinu sínu til að vinna sín verk vel? Ef þú hefur samband við viðkomandi í gegnum tölvupóst, er líka ágætt að meta hvernig viðkomandi stjórnandi svarar þér. Barst svarið seint og illa? Eða fékkstu kurteisislega og uppbyggilegt svar frekar snemma? Hvernig virkaði stjórnandinn á þig í þessum rafrænu samskiptum? 3. Þinn starfsframi Rannsóknir Gallup í Bandaríkjunum hafa sýnt að ein helsta ástæða þess að fólk skiptir um starf, er að það sér ekki tækifærin á vinnustaðnum til að vaxa eða þróast í starfi. Hér er því gott að velta því fyrir sér með hvernig þú telur að starfið muni nýtast þér í framtíðinni, hvort heldur sem er á ferilskránni þinni fyrir næstu störf eða til að vaxa og þróast sem starfsmaður. Er þetta til dæmis líklegur vinnustaður til að leggja áherslu á þjálfun starfsfólks þannig að þú lærir eitthvað nýtt? Er þetta vinnustaður sem þér mun líklegast líða vel á? Því vinnan er svo stór hluti af lífinu okkar að það að líða vel í vinnunni, hefur áhrif á allt í okkar lífi. Ekki aðeins fjárhaginn. 4. Þú og vinnustaðurinn Við erum ólík að eðlisfari. Sum okkar þrífast best í öryggi og rútínu á meðan aðrir þrífast best í starfi þar sem álagstoppar eru reglulegir, möguleg yfirvinna, hraðar breytingar og margt óvænt getur gerst. Að velja rétta starfið byggir því á meiru en að máta sig aðeins við það hvort við uppfyllum hæfniskröfur samkvæmt auglýsingu um tiltekið starf. Við þurfum að vera viss um að vinnustaðurinn og starfið falli einnig að því hvernig við erum sem einstaklingar og í hvers konar umhverfi okkur líður best í.
Góðu ráðin Starfsframi Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Rakst á auglýsingu á Facebook sem breytti öllu „Það erfiðasta við að vera atvinnulaus og vilja virkilega fara aftur út á atvinnumarkaðinn er að fá endalaust neitanir. Síðan fylgir oft svörunum að svo svakalega margir, eða þrjú hundruð manns, hafi verið að sækja um sömu stöðu og ég,“ segir Thelma Sjöfn Hannesdóttir, rafvirki og þriggja barna móðir á Akranesi sem nú er að læra kerfisstjórn. 11. febrúar 2021 07:00 Stakk upp á nýju starfi fyrir sjálfa sig og endaði sem framkvæmdastjóri „Ég myndi án efa hvetja fólk til þess að bera sig eftir því sem það vill, að hugsa aðeins hvað það virkilega langar að vinna við og yrði frábært í og hreinlega taka stöðuna. Það er þá ekkert verra en „Nei“ sem kemur, sem gæti svo alveg breyst í „Já“ síðar eins og það gerði hjá mér,“ segir Klara Símonardóttir aðspurð um það hvaða ráð hún myndi gefa fólki í atvinnuleit. Klara er í dag framkvæmdastjóri Petmark. Árið 2016 hafði hún samband við það fyrirtæki og stakk upp á því að hún yrði ráðin sem vörumerkjastjóri. Starfið var ekki til hjá fyrirtækinu og þaðan af síður hafði það verið auglýst. En í kjölfar þess að Klara hafði samband, var starfið búið til og hún ráðin. 22. janúar 2021 07:00 Vill útrýma skömminni sem fylgir því að vera atvinnulaus „Skömm er tilfinning sem atvinnuleitendur hafa tekist á við mjög lengi tel ég og það er mjög mikilvægt að ræða þessa staðreynd“ segir Ásgeir Jónsson sem síðustu árin hefur haldið fjölda fyrirlestra fyrir fólk í atvinnuleit á vegum félagsins Takmarkalaust líf. Þessari skömm vill Ásgeir útrýma en segir það ekki auðvelt. 7. janúar 2021 07:01 Atvinnulaus eftir hrun og úr varð framúrskarandi fyrirtæki Þóra Þórsdóttir var ekki bjartsýn eftir bankahrun. Atvinnuleysi blasti við og heilsunnar vegna fór hún að prófa ýmsar tilraunir með íslenskar jurtir. Úr varð fyrirtækið Urta Islandica sem nú telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins að mati Creditinfo. 30. nóvember 2020 07:00 „Þegar atvinnuleysið lá fyrir fór ég í ofur-gírinn og var ofur-duglegur með börnin og að heimsækja mömmu“ Jón Jóasafat Björnsson kynntist atvinnuleysi af eigin raun eftir tíu ár í góðri stjórnendastöðu. Hann hvetur fólk til að nýta tímann vel. 29. september 2020 09:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Rakst á auglýsingu á Facebook sem breytti öllu „Það erfiðasta við að vera atvinnulaus og vilja virkilega fara aftur út á atvinnumarkaðinn er að fá endalaust neitanir. Síðan fylgir oft svörunum að svo svakalega margir, eða þrjú hundruð manns, hafi verið að sækja um sömu stöðu og ég,“ segir Thelma Sjöfn Hannesdóttir, rafvirki og þriggja barna móðir á Akranesi sem nú er að læra kerfisstjórn. 11. febrúar 2021 07:00
Stakk upp á nýju starfi fyrir sjálfa sig og endaði sem framkvæmdastjóri „Ég myndi án efa hvetja fólk til þess að bera sig eftir því sem það vill, að hugsa aðeins hvað það virkilega langar að vinna við og yrði frábært í og hreinlega taka stöðuna. Það er þá ekkert verra en „Nei“ sem kemur, sem gæti svo alveg breyst í „Já“ síðar eins og það gerði hjá mér,“ segir Klara Símonardóttir aðspurð um það hvaða ráð hún myndi gefa fólki í atvinnuleit. Klara er í dag framkvæmdastjóri Petmark. Árið 2016 hafði hún samband við það fyrirtæki og stakk upp á því að hún yrði ráðin sem vörumerkjastjóri. Starfið var ekki til hjá fyrirtækinu og þaðan af síður hafði það verið auglýst. En í kjölfar þess að Klara hafði samband, var starfið búið til og hún ráðin. 22. janúar 2021 07:00
Vill útrýma skömminni sem fylgir því að vera atvinnulaus „Skömm er tilfinning sem atvinnuleitendur hafa tekist á við mjög lengi tel ég og það er mjög mikilvægt að ræða þessa staðreynd“ segir Ásgeir Jónsson sem síðustu árin hefur haldið fjölda fyrirlestra fyrir fólk í atvinnuleit á vegum félagsins Takmarkalaust líf. Þessari skömm vill Ásgeir útrýma en segir það ekki auðvelt. 7. janúar 2021 07:01
Atvinnulaus eftir hrun og úr varð framúrskarandi fyrirtæki Þóra Þórsdóttir var ekki bjartsýn eftir bankahrun. Atvinnuleysi blasti við og heilsunnar vegna fór hún að prófa ýmsar tilraunir með íslenskar jurtir. Úr varð fyrirtækið Urta Islandica sem nú telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins að mati Creditinfo. 30. nóvember 2020 07:00
„Þegar atvinnuleysið lá fyrir fór ég í ofur-gírinn og var ofur-duglegur með börnin og að heimsækja mömmu“ Jón Jóasafat Björnsson kynntist atvinnuleysi af eigin raun eftir tíu ár í góðri stjórnendastöðu. Hann hvetur fólk til að nýta tímann vel. 29. september 2020 09:00