Enski boltinn

The Pog­mentary: Heimildar­þættir frá Amazon um líf Paul Pogba

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Paul Pogba spilaði stórt hlutverk er Frakkland varð heimsmeistari í Rússlandi 2018.
Paul Pogba spilaði stórt hlutverk er Frakkland varð heimsmeistari í Rússlandi 2018. EPA-EFE/ABEDIN TAHERKENAREH

Knattspyrnumaðurinn Paul Pogba hefur skrifað undir samning við streymisveitu Amazon Studios um að gera heimildarþætti um líf hans. Munu þeir kallast The Pogmentary.

Hinum 28 ára gamla miðjumanni leiðist ekki sviðsljósið og fær nú fullkomið tækifæri til að sýna aðrar hliðar en þær sem sjást á knattspyrnuvellinum. Pogba hefur leikið með Manchester United síðan 2016 en þar áður lék hann með Juventus.

Frá því hann gekk til liðs við Manchester United hefur honum gengið betur með franska landsliðinu heldur en United. Frakkland vann HM sumarið 2018 en einu titlirnar sem hann hefur lyft með félagsliði sínu eru enski deildarbikarinn og Evrópudeildin.

Hjá Juventus varð Pogba hins vegar ítalskur meistari fjögur ár í röð ásamt því að vinna ítalska bikarinn sem og ofurbikarinn þar í landi tvívegis.

Þættirnir munu þó meira snúa að lífi Pogba bakvið tjöldin. Verður talað við fjölskyldumeðlimi, vini, vandamenn og liðsfélaga. Sýnt verður frá ýmsum hlutum úr hans lífi og myndefni frá því hann var yngri skoðaða.

Hvergi kemur fram hvað Pogba fær borgað fyrir gerð þáttanna en reikna má með að það sé ágætis summa. Framleiðsla er nú þegar hafin og er stefnt á að þættirnir komi út á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×