Byrjað að rífa hlaðinn vegg á Austurvelli Heimir Már Pétursson skrifar 14. apríl 2021 16:15 Byrjað var í morgun að rífa niður hlaðinn vegg og beð norðan megin á Austurvelli. Veggurinn nær allt frá veitingastaðnum Duck and Rose þar sem áður var Kaffi París austan megin að American Bar vestan megin á torginu. Þórólfur Jónsson deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg segir vegginn og beðin rifin í fullu samráði við veitingahúsaeigendur við þennan hluta Austurvallar. Vilji sé til þess að opna meira á milli veitingastaðanna og Austurvallar en engar opnanir eða bil séu í veggnum. Niðurrifinu eigi að ljúka á nokkrum dögum og frágangi lokið fyrir 1. maí. Í dag þarf fólk annað hvort að ganga vestur eða austur fyrir vegginn frá Austurvelli til að komast til og frá veitingastöðum norðan meginn á Austurvelli. Veggurinn verður horfinn fyrir helgi.Vísir/Vilhelm Verið er að leggja lokahönd á endanlegt útlit þess svæðis sem losnar þegar veggurinn er farinn. En Þórólfur segir stefnt að því að hafa þar bekki og smærri blómapotta eða beð. Það verði því allt klárt í sumar þegar borgarbúar fara að fylkjast í bæinn með hækkandi sól og minni sóttvarnatakmörkunum. Eins og sjá má er nú þegar búið að fjarlægja steinanna á suðurhlið veggjarins.Vísir/Egill Hafsteinn Viktorsson deildarstjóri hjá hverfastöð Reykjavíkurborgar sem stýrir niðurrifinu og uppbyggingunni að því loknu segir að upphaflega hafi staðið til að setja opnanir í vegginn. En þegar farið var að skoða vegginn nánar hafi komið í ljós að hann væri víða að hruni kominn. Því hafi verið ákveðið að ganga hreint til verks. Stefnt sé að því að ljúka niðurrifinu á þremur dögum. Hleðslusteinarnir verði notaðir í önnur verkefni síðar. Austurvöllur verður heldur betur breyttur þegar veggurinn verður horfinn.Vísir/Egill Tilslakanir innanlands taka gildi á morgun fimmtudaginn 15. apríl og gilda í þrjár vikur. Þá mega krár aftur opna dyr sínar með takmörkunum þó. Þær mega vera opnar til klukkan 22 með 20 manna hámarki í rými. Vínveitingar má aðeins bera fram til sitjandi gesta. Gestir verða að mæta fyrir klukkan 21 og allir þurfa að hafa yfirgefið staðinn klukkan 22. Gæta þarf að tveggja metra nálægðarmörkum og skylt að hafa grímur þar sem að því verður ekki við komið. Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Þórólfur Jónsson deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg segir vegginn og beðin rifin í fullu samráði við veitingahúsaeigendur við þennan hluta Austurvallar. Vilji sé til þess að opna meira á milli veitingastaðanna og Austurvallar en engar opnanir eða bil séu í veggnum. Niðurrifinu eigi að ljúka á nokkrum dögum og frágangi lokið fyrir 1. maí. Í dag þarf fólk annað hvort að ganga vestur eða austur fyrir vegginn frá Austurvelli til að komast til og frá veitingastöðum norðan meginn á Austurvelli. Veggurinn verður horfinn fyrir helgi.Vísir/Vilhelm Verið er að leggja lokahönd á endanlegt útlit þess svæðis sem losnar þegar veggurinn er farinn. En Þórólfur segir stefnt að því að hafa þar bekki og smærri blómapotta eða beð. Það verði því allt klárt í sumar þegar borgarbúar fara að fylkjast í bæinn með hækkandi sól og minni sóttvarnatakmörkunum. Eins og sjá má er nú þegar búið að fjarlægja steinanna á suðurhlið veggjarins.Vísir/Egill Hafsteinn Viktorsson deildarstjóri hjá hverfastöð Reykjavíkurborgar sem stýrir niðurrifinu og uppbyggingunni að því loknu segir að upphaflega hafi staðið til að setja opnanir í vegginn. En þegar farið var að skoða vegginn nánar hafi komið í ljós að hann væri víða að hruni kominn. Því hafi verið ákveðið að ganga hreint til verks. Stefnt sé að því að ljúka niðurrifinu á þremur dögum. Hleðslusteinarnir verði notaðir í önnur verkefni síðar. Austurvöllur verður heldur betur breyttur þegar veggurinn verður horfinn.Vísir/Egill Tilslakanir innanlands taka gildi á morgun fimmtudaginn 15. apríl og gilda í þrjár vikur. Þá mega krár aftur opna dyr sínar með takmörkunum þó. Þær mega vera opnar til klukkan 22 með 20 manna hámarki í rými. Vínveitingar má aðeins bera fram til sitjandi gesta. Gestir verða að mæta fyrir klukkan 21 og allir þurfa að hafa yfirgefið staðinn klukkan 22. Gæta þarf að tveggja metra nálægðarmörkum og skylt að hafa grímur þar sem að því verður ekki við komið.
Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira