Hætt að trúa því að allt muni fara til fjandans Eiður Þór Árnason skrifar 15. apríl 2021 08:01 Berglind segist vera tiltölulega nýlega komin yfir hræðslu sína við skuldir og fjármál. Aðsend ,,Það er ekkert sem hefur þroskað mig meira og kennt mér að standa með sjálfri mér heldur en þetta ferli. Ef þú ætlar að lifa þetta af þá þarftu að hafa trú á þér því það er engin annar að fara að peppa þig upp. Þú þarft að vita innst inni, sem ég geri, að þetta er rétt. Þú veist það einhvern veginn að þú getur ekki gert neitt annað þrátt fyrir að þetta sé stundum erfitt og kannski ekki rökrétt.“ Berglind Guðmundsdóttir, stofnandi matarvefjarins Gulur, rauður, grænn og salt (GRGS) segir það ekki alltaf hafa verið dans á rósum að elta drauminn og gerast sjálfstæður atvinnurekandi. Berglind var gestur Gunnars Dofra Ólafssonar í hlaðvarpinu Leitinni að peningunum en sjálf heldur hún úti hlaðvarpinu Matur fyrir sálina. GRGS var sett í loftið árið 2012 en Berglind hætti störfum sem hjúkrunarfræðingur um tveimur árum síðar til að einbeita sér að vefnum. Hún segir hvatvísi sína oft hafa hjálpað sér að byrja á hlutum en það sé oft erfiðara að halda dampi. Fyrstu tvö ár GRGS voru róleg og fékk Berglind fyrst og fremst viðbrögð frá vinum sínum og foreldrum. „Þú þarft að hafa trú á þessu og þú þarft að elska þetta. Það er bara málið, ég hef alltaf elskað þetta. Mér finnst svo gaman að vinna með skemmtilegum fyrirtækjum. Ég fæ að skapa bæði uppskriftirnar og hvernig ljósmyndirnar koma út, þetta á sér svo margar hliðar og þetta hefur aldrei orðið leiðinlegt.“ Út frá því hafi komið námskeið, matreiðslubækur, fyrirlestrar og ýmislegt fleira. Lét manninn sjá um fjármálin Berglind segist vera tiltölulega nýlega komin yfir hræðslu sína við skuldir og fjármál. Hún segir að fjármálaógöngur sínar hafi byrjað um tvítugt þegar vinkona hennar hafi kynnt hana fyrir yfirdrætti. ,,Þú getur bara farið milli banka og þarft aldrei að borga þetta,“ hefur Berglind eftir vinkonu sinni. Hún bætir við að upp úr því hafi byrjað ákveðin skuldasöfnun. „Þarna er ég komin í svolítið klandur. Foreldrar mínir hjálpuðu mér eitthvað en svo kynnist ég þáverandi manninum mínum sem er góður í Excel. Hann hræðist þetta ekki eins og ég gerði og hann þannig séð bjargaði mér.“ Gerir enn mistök Þarna hafi strax verið komin ákveðin skekkja í sambandið en henni fundist mjög þægilegt að þurfa ekki að hugsa um fjármál. „Ekki það að ég fengi ekki tækifæri til að setja mig inn í þetta, mér fannst það bara bæði erfitt og ég sá ekki þörfina fyrir það. Ég get ekki mælt með þessu því ef það á að vera jafnræði í sambandi þá þurfa báðir aðilar að vera ábyrgir og að takast á við sín fjármál er hluti af því að vera fullorðinn.“ Síðar skildi Berglind við manninn sinn og allt í einu þurfti hún að sjá um fjármálin sín sjálf. Við tók mikið lærdómsferli og er hún mjög stolt af sinni vegferð í dag. Hún segist enn gera mistök en aðalatriðið sé að læra af þeim. Hún segist meðal annars hafa lært að hætta að trúa því að allt muni fara til fjandans. Nú þegar óvænt útgjöld eða tekjusamdráttur blasa við veit Berglind að hún á eftir að finna leið úr vandanum þar sem hún sé komin þetta langt. Lykilatriði að skipuleggja matarinnkaupin Flestir kannast við að matur sé stór kostnaðarliður í heimilisbókhaldinu. Berglind segir að þegar fólk eyði tíma og orku í að skipuleggja matarinnkaupin og sé meðvitað um hvað það sé að borða skili það sér margfalt til baka. Gott sé að hafa einn fastan dag þar sem farið er yfir vikuna og matseðilinn skipulagður. Þrátt fyrir það megi líka gera sér dagamun og panta pizzu eða annan skyndibita en betra sé að ákveða slíkt fram í tímann. Berglind segir að hjá mjög mörgum séu til fullar skúffur af mat á heimilinu og samt sé alltaf bætt við. Hún mælir með því fólk gæti að sér við innkaup og geri ráð fyrir einum til tveimur dögum á viku þar sem eldað er úr einhverju sem er til í ísskápnum eða í skúffu. Oft sé hægt að gera ótrúlega góðan mat úr slíku hráefni með því að nýta erlendar uppskriftasíður sem leyfa fólki að finna uppskriftir eftir innihaldsefnum. Mestu máli skipti þó að borða vel áður en verslað er því annars geti fólk verið líklegra til að kaupa óhollari mat. Leitin að peningunum er framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Leitin að upprunanum Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Skammaðist sín fyrir að hafa unnið í íslenskum banka Þegar hagfræðingurinn Kristrún Tinna Gunnarsdóttir hætti að vinna í íslenska bankakerfinu árið 2009 lofaði hún sjálfri sér að vinna aldrei framar í fjármálageiranum. Hún starfaði í greiningardeild Landsbankans á árunum 2007 til 2009 og segir það hafa verið mikinn skóla að upplifa þar hátind góðærisins, fjármálahrunið og eftirmála þess. 8. apríl 2021 07:31 Dásamleg tilfinning að losa sig við skömmina og upplifa frelsi ,,Ég var tiltölulega snemma kominn í tómt tjón í fjármálum, lifði langt um efni fram og skuldaði mikið og á mörgum stöðum. Ég man mjög gaumgæfilega eftir þessari endalausu tilfinningu, þessu ótrúlega nagandi samviskubit sem fylgdi því að eiga ekki fyrir reikningunum mínum.“ 26. mars 2021 08:00 Fékk nóg af fátæktargildrunni og stofnaði stærsta umræðuhóp um fjármál á Íslandi Sædís Anna Jónsdóttir var rétt rúmlega tvítug þegar hún var komin í miklar fjárhagslegar ógöngur og kveið fyrir framtíðinni. Skuldirnar fóru stigvaxandi, reikningarnir söfnuðust upp og fyrsta barnið var á leiðinni. Henni hefur síðan tekist að gjörbreyta fjárhagsstöðu sinni með aga, hagsýni og samviskusemi og stofnaði í leiðinni einn stærsta umræðuvettvang um fjármál á Íslandi. 20. febrúar 2021 08:01 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Berglind Guðmundsdóttir, stofnandi matarvefjarins Gulur, rauður, grænn og salt (GRGS) segir það ekki alltaf hafa verið dans á rósum að elta drauminn og gerast sjálfstæður atvinnurekandi. Berglind var gestur Gunnars Dofra Ólafssonar í hlaðvarpinu Leitinni að peningunum en sjálf heldur hún úti hlaðvarpinu Matur fyrir sálina. GRGS var sett í loftið árið 2012 en Berglind hætti störfum sem hjúkrunarfræðingur um tveimur árum síðar til að einbeita sér að vefnum. Hún segir hvatvísi sína oft hafa hjálpað sér að byrja á hlutum en það sé oft erfiðara að halda dampi. Fyrstu tvö ár GRGS voru róleg og fékk Berglind fyrst og fremst viðbrögð frá vinum sínum og foreldrum. „Þú þarft að hafa trú á þessu og þú þarft að elska þetta. Það er bara málið, ég hef alltaf elskað þetta. Mér finnst svo gaman að vinna með skemmtilegum fyrirtækjum. Ég fæ að skapa bæði uppskriftirnar og hvernig ljósmyndirnar koma út, þetta á sér svo margar hliðar og þetta hefur aldrei orðið leiðinlegt.“ Út frá því hafi komið námskeið, matreiðslubækur, fyrirlestrar og ýmislegt fleira. Lét manninn sjá um fjármálin Berglind segist vera tiltölulega nýlega komin yfir hræðslu sína við skuldir og fjármál. Hún segir að fjármálaógöngur sínar hafi byrjað um tvítugt þegar vinkona hennar hafi kynnt hana fyrir yfirdrætti. ,,Þú getur bara farið milli banka og þarft aldrei að borga þetta,“ hefur Berglind eftir vinkonu sinni. Hún bætir við að upp úr því hafi byrjað ákveðin skuldasöfnun. „Þarna er ég komin í svolítið klandur. Foreldrar mínir hjálpuðu mér eitthvað en svo kynnist ég þáverandi manninum mínum sem er góður í Excel. Hann hræðist þetta ekki eins og ég gerði og hann þannig séð bjargaði mér.“ Gerir enn mistök Þarna hafi strax verið komin ákveðin skekkja í sambandið en henni fundist mjög þægilegt að þurfa ekki að hugsa um fjármál. „Ekki það að ég fengi ekki tækifæri til að setja mig inn í þetta, mér fannst það bara bæði erfitt og ég sá ekki þörfina fyrir það. Ég get ekki mælt með þessu því ef það á að vera jafnræði í sambandi þá þurfa báðir aðilar að vera ábyrgir og að takast á við sín fjármál er hluti af því að vera fullorðinn.“ Síðar skildi Berglind við manninn sinn og allt í einu þurfti hún að sjá um fjármálin sín sjálf. Við tók mikið lærdómsferli og er hún mjög stolt af sinni vegferð í dag. Hún segist enn gera mistök en aðalatriðið sé að læra af þeim. Hún segist meðal annars hafa lært að hætta að trúa því að allt muni fara til fjandans. Nú þegar óvænt útgjöld eða tekjusamdráttur blasa við veit Berglind að hún á eftir að finna leið úr vandanum þar sem hún sé komin þetta langt. Lykilatriði að skipuleggja matarinnkaupin Flestir kannast við að matur sé stór kostnaðarliður í heimilisbókhaldinu. Berglind segir að þegar fólk eyði tíma og orku í að skipuleggja matarinnkaupin og sé meðvitað um hvað það sé að borða skili það sér margfalt til baka. Gott sé að hafa einn fastan dag þar sem farið er yfir vikuna og matseðilinn skipulagður. Þrátt fyrir það megi líka gera sér dagamun og panta pizzu eða annan skyndibita en betra sé að ákveða slíkt fram í tímann. Berglind segir að hjá mjög mörgum séu til fullar skúffur af mat á heimilinu og samt sé alltaf bætt við. Hún mælir með því fólk gæti að sér við innkaup og geri ráð fyrir einum til tveimur dögum á viku þar sem eldað er úr einhverju sem er til í ísskápnum eða í skúffu. Oft sé hægt að gera ótrúlega góðan mat úr slíku hráefni með því að nýta erlendar uppskriftasíður sem leyfa fólki að finna uppskriftir eftir innihaldsefnum. Mestu máli skipti þó að borða vel áður en verslað er því annars geti fólk verið líklegra til að kaupa óhollari mat. Leitin að peningunum er framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.
Leitin að upprunanum Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Skammaðist sín fyrir að hafa unnið í íslenskum banka Þegar hagfræðingurinn Kristrún Tinna Gunnarsdóttir hætti að vinna í íslenska bankakerfinu árið 2009 lofaði hún sjálfri sér að vinna aldrei framar í fjármálageiranum. Hún starfaði í greiningardeild Landsbankans á árunum 2007 til 2009 og segir það hafa verið mikinn skóla að upplifa þar hátind góðærisins, fjármálahrunið og eftirmála þess. 8. apríl 2021 07:31 Dásamleg tilfinning að losa sig við skömmina og upplifa frelsi ,,Ég var tiltölulega snemma kominn í tómt tjón í fjármálum, lifði langt um efni fram og skuldaði mikið og á mörgum stöðum. Ég man mjög gaumgæfilega eftir þessari endalausu tilfinningu, þessu ótrúlega nagandi samviskubit sem fylgdi því að eiga ekki fyrir reikningunum mínum.“ 26. mars 2021 08:00 Fékk nóg af fátæktargildrunni og stofnaði stærsta umræðuhóp um fjármál á Íslandi Sædís Anna Jónsdóttir var rétt rúmlega tvítug þegar hún var komin í miklar fjárhagslegar ógöngur og kveið fyrir framtíðinni. Skuldirnar fóru stigvaxandi, reikningarnir söfnuðust upp og fyrsta barnið var á leiðinni. Henni hefur síðan tekist að gjörbreyta fjárhagsstöðu sinni með aga, hagsýni og samviskusemi og stofnaði í leiðinni einn stærsta umræðuvettvang um fjármál á Íslandi. 20. febrúar 2021 08:01 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Skammaðist sín fyrir að hafa unnið í íslenskum banka Þegar hagfræðingurinn Kristrún Tinna Gunnarsdóttir hætti að vinna í íslenska bankakerfinu árið 2009 lofaði hún sjálfri sér að vinna aldrei framar í fjármálageiranum. Hún starfaði í greiningardeild Landsbankans á árunum 2007 til 2009 og segir það hafa verið mikinn skóla að upplifa þar hátind góðærisins, fjármálahrunið og eftirmála þess. 8. apríl 2021 07:31
Dásamleg tilfinning að losa sig við skömmina og upplifa frelsi ,,Ég var tiltölulega snemma kominn í tómt tjón í fjármálum, lifði langt um efni fram og skuldaði mikið og á mörgum stöðum. Ég man mjög gaumgæfilega eftir þessari endalausu tilfinningu, þessu ótrúlega nagandi samviskubit sem fylgdi því að eiga ekki fyrir reikningunum mínum.“ 26. mars 2021 08:00
Fékk nóg af fátæktargildrunni og stofnaði stærsta umræðuhóp um fjármál á Íslandi Sædís Anna Jónsdóttir var rétt rúmlega tvítug þegar hún var komin í miklar fjárhagslegar ógöngur og kveið fyrir framtíðinni. Skuldirnar fóru stigvaxandi, reikningarnir söfnuðust upp og fyrsta barnið var á leiðinni. Henni hefur síðan tekist að gjörbreyta fjárhagsstöðu sinni með aga, hagsýni og samviskusemi og stofnaði í leiðinni einn stærsta umræðuvettvang um fjármál á Íslandi. 20. febrúar 2021 08:01