Stefndi í metár hjá Hörpu en töpuðu í staðinn 200 milljónum Snorri Másson skrifar 16. apríl 2021 10:36 Þrátt fyrir faraldurinn voru haldnir 512 viðburðir í Hörpu árið 2020 samanborið við 1.303 árið 2019. Vísir/Vilhelm Tónlistarhúsið Harpa tapaði tæplega 200 milljónum á árinu, jafnvel þótt stefnt hafi í metár á sviði alþjóðlegs ráðstefnuhalds. Eins og gefur að skilja hurfu þær væntingar eins og dögg fyrir sólu þegar kórónuveirufaraldurinn skall á í febrúar á síðasta ári. Tekjur Hörpu lækkuðu um 56% milli ára, námu 537 milljónum króna á liðnu ári samanborið við tæpar 1.210 milljónir árið 2019. Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg settu 450 milljónir í reksturinn í upphafi árs í formi hefðbundins rekstrarframlags, en viðbótarframlag nam 278 milljónum. Í tilkynningu segir að gripið hafi verið til afgerandi aðgerða til að mæta stöðunni og að rekstrarkostnaður hafi verið lækkaður um tæp 30%, um 473 milljónir króna. „Þegar forsendur viðburðahalds og ferðaþjónustu gjörbreyttust til hins verra brast jafnframt rekstrargrundvöllur veitingastaða, verslana og annarra þjónustuaðila í húsinu sem nær allir hættu starfsemi í Hörpu á árinu. Unnið er að samningum við nýja aðila sem koma til með að hefja starfsemi í Hörpu á komandi mánuðum,“ segir í tilkynningu. Miðasöluvelta dróst saman um milljarð Þrátt fyrir faraldurinn voru haldnir 512 viðburðir í Hörpu samanborið við 1.303 árið 2019. Haldnir voru 330 listviðburðir, þ.e. tónleikar, leiksýningar og listsýningar. Þá voru haldnar 141 ráðstefnur, fundir og veislur eða aðeins um þriðjungur samanborið við 411 slíka viðburði á fyrra ári. Eigin viðburðir Hörpu voru um 44 og samanstóðu m.a. af streymistónleikum úr Eldborg og fjölskylduviðburðum. Um 65 þúsund aðgöngumiðar voru afgreiddir gegnum miðasölu Hörpu samanborið við um 232 þúsund árið 2019. Heildarvelta miðasölu vegna viðburða nam um 301 milljón króna samanborið við 1.294 milljónir 2019. Í stjórn Hörpu eiga sæti Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir formaður, Árni Geir Pálsson, Aðalheiður Magnúsdóttir, Arna Schram og Guðni Tómasson. Forstjóri er Svanhildur Konráðsdóttir. Harpa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Harpa auglýsir eftir rekstraraðilum Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa auglýsir nú eftir hugmyndum og tillögum að „fersku“ framboði á upplifun, veitingaþjónustu og verslun á jarðhæð hússins. 18. september 2020 22:03 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Tekjur Hörpu lækkuðu um 56% milli ára, námu 537 milljónum króna á liðnu ári samanborið við tæpar 1.210 milljónir árið 2019. Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg settu 450 milljónir í reksturinn í upphafi árs í formi hefðbundins rekstrarframlags, en viðbótarframlag nam 278 milljónum. Í tilkynningu segir að gripið hafi verið til afgerandi aðgerða til að mæta stöðunni og að rekstrarkostnaður hafi verið lækkaður um tæp 30%, um 473 milljónir króna. „Þegar forsendur viðburðahalds og ferðaþjónustu gjörbreyttust til hins verra brast jafnframt rekstrargrundvöllur veitingastaða, verslana og annarra þjónustuaðila í húsinu sem nær allir hættu starfsemi í Hörpu á árinu. Unnið er að samningum við nýja aðila sem koma til með að hefja starfsemi í Hörpu á komandi mánuðum,“ segir í tilkynningu. Miðasöluvelta dróst saman um milljarð Þrátt fyrir faraldurinn voru haldnir 512 viðburðir í Hörpu samanborið við 1.303 árið 2019. Haldnir voru 330 listviðburðir, þ.e. tónleikar, leiksýningar og listsýningar. Þá voru haldnar 141 ráðstefnur, fundir og veislur eða aðeins um þriðjungur samanborið við 411 slíka viðburði á fyrra ári. Eigin viðburðir Hörpu voru um 44 og samanstóðu m.a. af streymistónleikum úr Eldborg og fjölskylduviðburðum. Um 65 þúsund aðgöngumiðar voru afgreiddir gegnum miðasölu Hörpu samanborið við um 232 þúsund árið 2019. Heildarvelta miðasölu vegna viðburða nam um 301 milljón króna samanborið við 1.294 milljónir 2019. Í stjórn Hörpu eiga sæti Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir formaður, Árni Geir Pálsson, Aðalheiður Magnúsdóttir, Arna Schram og Guðni Tómasson. Forstjóri er Svanhildur Konráðsdóttir.
Harpa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Harpa auglýsir eftir rekstraraðilum Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa auglýsir nú eftir hugmyndum og tillögum að „fersku“ framboði á upplifun, veitingaþjónustu og verslun á jarðhæð hússins. 18. september 2020 22:03 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Harpa auglýsir eftir rekstraraðilum Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa auglýsir nú eftir hugmyndum og tillögum að „fersku“ framboði á upplifun, veitingaþjónustu og verslun á jarðhæð hússins. 18. september 2020 22:03