Pogba segir Mourinho til syndanna: „Lætur leikmönnum líða eins og þeir séu ekki til“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2021 12:02 Paul Pogba er hrifnari af þjálfunaraðferðum Ole Gunnars Solskjær en Josés Mourinho. epa/PETER POWELL Paul Pogba lætur José Mourinho heyra það í viðtali við Sky Sports og sakar hann um að hunsa leikmenn og láta þeim líða eins og þeir séu ekki til. Mourinho fékk Pogba til Manchester United fyrir tímabilið 2016-17 og í fyrstu var samband þeirra gott. Fljótlega kastaðist hins vegar í kekki milli þeirra og sambandið var orðið afar slæmt þegar Mourinho var rekinn frá United rétt fyrir jólin 2018. Pogba segist kunna mun betur við þjálfunaraðferðir eftirmanns Mourinhos, Ole Gunnars Solskjær. „Ole er öðruvísi. Hann fer ekki gegn leikmönnunum. Þótt hann velji þá ekki í byrjunarliðið ýtir hann þeim ekki til hliðar eins og þeir séu ekki lengur til. Það er munurinn á Mourinho og Ole,“ sagði Pogba við Sky Sports. „Einu sinni var samband okkar Mourinhos gott eins og allir sáu en næsta dag vissirðu ekki hvað gerðist. Sambandið var skrítið og ég get ekki útskýrt það.“ United vann 1-3 sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Eftir leikinn gengu skotin milli þeirra Solskjærs og Mourinhos. Pogba segir að Mourinho hafi þar reynt að dreifa athyglinni frá tapi sinna manna. „Ég veit ekki hvað gerðist en ég er viss um að Mourinho sagði eitthvað sem fengi fólk til að tala. Það er það sem hann gerir,“ sagði Pogba. „Við náðum í úrslitin sem við vildum og við nutum augnabliksins því við þekkjum Mourinho og hvað honum finnst skemmtilegt. Við þurfum ekki á þessu að halda heldur einbeitum okkur bara að okkur sjálfum. Við unnum, hann tapaði og vildi ekki tala um leikinn heldur um pabba einhvers. Það er það sem hann gerir. Allir þekkja það, þetta var mjög Mourinho-legt.“ United tekur á móti Burnley á sunnudaginn. Í gær tryggðu Pogba og félagar sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar með 2-0 sigri á Granada á Old Trafford. United vann einvígið, 4-0 samanlagt. Enski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Sjá meira
Mourinho fékk Pogba til Manchester United fyrir tímabilið 2016-17 og í fyrstu var samband þeirra gott. Fljótlega kastaðist hins vegar í kekki milli þeirra og sambandið var orðið afar slæmt þegar Mourinho var rekinn frá United rétt fyrir jólin 2018. Pogba segist kunna mun betur við þjálfunaraðferðir eftirmanns Mourinhos, Ole Gunnars Solskjær. „Ole er öðruvísi. Hann fer ekki gegn leikmönnunum. Þótt hann velji þá ekki í byrjunarliðið ýtir hann þeim ekki til hliðar eins og þeir séu ekki lengur til. Það er munurinn á Mourinho og Ole,“ sagði Pogba við Sky Sports. „Einu sinni var samband okkar Mourinhos gott eins og allir sáu en næsta dag vissirðu ekki hvað gerðist. Sambandið var skrítið og ég get ekki útskýrt það.“ United vann 1-3 sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Eftir leikinn gengu skotin milli þeirra Solskjærs og Mourinhos. Pogba segir að Mourinho hafi þar reynt að dreifa athyglinni frá tapi sinna manna. „Ég veit ekki hvað gerðist en ég er viss um að Mourinho sagði eitthvað sem fengi fólk til að tala. Það er það sem hann gerir,“ sagði Pogba. „Við náðum í úrslitin sem við vildum og við nutum augnabliksins því við þekkjum Mourinho og hvað honum finnst skemmtilegt. Við þurfum ekki á þessu að halda heldur einbeitum okkur bara að okkur sjálfum. Við unnum, hann tapaði og vildi ekki tala um leikinn heldur um pabba einhvers. Það er það sem hann gerir. Allir þekkja það, þetta var mjög Mourinho-legt.“ United tekur á móti Burnley á sunnudaginn. Í gær tryggðu Pogba og félagar sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar með 2-0 sigri á Granada á Old Trafford. United vann einvígið, 4-0 samanlagt.
Enski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Sjá meira