Hver vill tryggja unga drengi og eldri konur? Gönuhlaup getur leitt okkur í glötun Signý Jóhannesdóttir skrifar 16. apríl 2021 13:30 Fyrir margt löngu lærði ég nokkuð einfalda setningu um íslenska lífeyrissjóðakerfið á almenna markaðnum: Lengi lifi skylduaðildin, samtryggingin og innheimtukerfi sjóðanna. Þegar sjóðirnir voru stofnaðir fyrir meira en 50 árum, var það vegna þess að verkafólk treysti ekki stjórnmálamönnum til að tryggja fólki mannsæmandi greiðslur til að lifa á þegar starfsævinni væri lokið. Það var grundvallar atriði að aðild að sjóðunum væri bundin í kjarasamningi og sjóðirnir væru skuldbundnir til að tryggja alla þá sem störfuðu eftir viðkomandi kjarasamningi. Með tímanum urðu svo til nokkuð öflug innheimtukerfi sem í mörgum tilvikum eru einnig að innheimta iðgjöld fyrir þau stéttarfélög sem eiga aðild að sjóðunum. Það er því nokkuð tryggt að iðgjöld félagsmanna innan ASÍ skila sér í sjóðina. Þetta kerfi starfaði án þess að um það væru sett lög allt til ársins 1997. Um það leyti sem ég var að hefja störf í forystusveit verkafólks um miðjan síðasta áratug liðinnar aldar, var ég þeirrar skoðunar að launagreiðendur ættu ekki að sitja í stjórnum lífeyrissjóðanna. Mér lærðist hins vegar fljótt að skilja það þegar samið er um jafn mikilvægar greiðslur og greiðslur í lífeyrissjóði er skynsamlegt að um það sé mikil og góð sátt milli þeirra sem um málið fjalla. Séu greiðslurnar illa ávaxtaðar og eða af einhverjum ástæðum ekki nægilega miklar til að standa undir loforðunum um greiðslu lífeyris, þarf annað tveggja að draga úr loforðunum eða hækka greiðslurnar inn í sjóðina. Áður en lögin voru sett 1997, hafði verið gerð hörð atlaga að almennu sjóðunum. Bankakerfið hafði fengið blóð á tennurnar og var farið að stofna lífeyrissjóði og vildi í raun komast yfir alla fjármuni lífeyrissjóanna. Með sameiginlegu átaki ASÍ og SA tókst að koma í veg fyrir það að sjóðirnir hyrfu inn í bankana og hefðu þá glatast þar í bakahruninu eins og margur frjálsi eftirlaunasjóður eldra fólks gerði í þeim hamförum. Þessa dagana fara hamförum í fjölmiðlum talsmenn meints frelsis fólks um val á lífeyrissjóðum. Í mínum huga er það mikill misskilningur að það sé betri kostur fyrir almenning í þessu landi að hafa frjálst val um hvert greiðslur í lífeyrssjóð fara. Ef fólk á að fá að velja sjóð, munu sjóðirnir líka vilja velja sjóðfélaga. Þannig starfa tryggingafélög og breytt kerfi myndi skila okkur í raun fleiri tryggingafélögum. Þegar félagsmenn ASÍ samþykktu í alsherjaratkvæðagreiðslu í ársbyrjun 2016 að hluti launahækkunnar 3,5% færi í aukið framlag í lífeyrissjóði, var það liður í jöfnun lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera markaðarins. Það að samþykkja að hægt væri að velja að þetta framlag færi ekki í samtryggingu gerir ekkert annað en að hægja á þeim skrefum sem stigin hafa verið til jöfnunar réttindanna. Horfa þarf til lífeyriskerfisins sem langtímaverkefnis samfélagsins en ekki út frá skammtímahagsmunum einstaklinga. Ég viðurkenni fúslega að vera í hópi samtryggingarfólksins og tel það vera hlutverk mitt að tala fyrir forræðishyggju í lífeyrismálum, gegn einstaklingshyggju. Sá skipulagði vinnumarkaður sem semur um kaup og kjör á almennum vinnumarkaði á Íslandi er um margt eftirsóknarverður, þó að ótrúlega margir innan verkalýðshreyfingarinnar hafi ekki gert sér grein fyrir því. Samið hefur verið um fjölmarga þætti sem snúa að velferð verkafólks í frjálsum kjarasamningum. Í sumum tilfellum hefur orðið sátt um að verkefnunum sé stýrt í jafnræði milli samningsaðila, en í öðrum tilfellum fara stéttarfélögin ein með stjórnina. Það sem er á sameiginlegu forræði verkafólks og launagreiðanda eru t.d. auk lífeyrissjóðanna, Virk starfsendurhæfing og fræðslusjóðirnir, sem og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Frelsið er yndislegt, en því fylgir bæði ábyrgð og áhætta sem þarf að skoða niður í kjölinn. Höfundur er formaður í Stéttarfélagi Vesturlands frá 2008, áður formaður í Verkalýðsfélaginu Vöku á Siglufirði frá 1995 til ársloka 2007. Hefur starfað fyrir verkafólk frá 1979, verið í stjórn lífeyrissjóðs, verið varaforseti ASÍ, sat í miðstjórn í ca 15 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Signý Jóhannesdóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrir margt löngu lærði ég nokkuð einfalda setningu um íslenska lífeyrissjóðakerfið á almenna markaðnum: Lengi lifi skylduaðildin, samtryggingin og innheimtukerfi sjóðanna. Þegar sjóðirnir voru stofnaðir fyrir meira en 50 árum, var það vegna þess að verkafólk treysti ekki stjórnmálamönnum til að tryggja fólki mannsæmandi greiðslur til að lifa á þegar starfsævinni væri lokið. Það var grundvallar atriði að aðild að sjóðunum væri bundin í kjarasamningi og sjóðirnir væru skuldbundnir til að tryggja alla þá sem störfuðu eftir viðkomandi kjarasamningi. Með tímanum urðu svo til nokkuð öflug innheimtukerfi sem í mörgum tilvikum eru einnig að innheimta iðgjöld fyrir þau stéttarfélög sem eiga aðild að sjóðunum. Það er því nokkuð tryggt að iðgjöld félagsmanna innan ASÍ skila sér í sjóðina. Þetta kerfi starfaði án þess að um það væru sett lög allt til ársins 1997. Um það leyti sem ég var að hefja störf í forystusveit verkafólks um miðjan síðasta áratug liðinnar aldar, var ég þeirrar skoðunar að launagreiðendur ættu ekki að sitja í stjórnum lífeyrissjóðanna. Mér lærðist hins vegar fljótt að skilja það þegar samið er um jafn mikilvægar greiðslur og greiðslur í lífeyrissjóði er skynsamlegt að um það sé mikil og góð sátt milli þeirra sem um málið fjalla. Séu greiðslurnar illa ávaxtaðar og eða af einhverjum ástæðum ekki nægilega miklar til að standa undir loforðunum um greiðslu lífeyris, þarf annað tveggja að draga úr loforðunum eða hækka greiðslurnar inn í sjóðina. Áður en lögin voru sett 1997, hafði verið gerð hörð atlaga að almennu sjóðunum. Bankakerfið hafði fengið blóð á tennurnar og var farið að stofna lífeyrissjóði og vildi í raun komast yfir alla fjármuni lífeyrissjóanna. Með sameiginlegu átaki ASÍ og SA tókst að koma í veg fyrir það að sjóðirnir hyrfu inn í bankana og hefðu þá glatast þar í bakahruninu eins og margur frjálsi eftirlaunasjóður eldra fólks gerði í þeim hamförum. Þessa dagana fara hamförum í fjölmiðlum talsmenn meints frelsis fólks um val á lífeyrissjóðum. Í mínum huga er það mikill misskilningur að það sé betri kostur fyrir almenning í þessu landi að hafa frjálst val um hvert greiðslur í lífeyrssjóð fara. Ef fólk á að fá að velja sjóð, munu sjóðirnir líka vilja velja sjóðfélaga. Þannig starfa tryggingafélög og breytt kerfi myndi skila okkur í raun fleiri tryggingafélögum. Þegar félagsmenn ASÍ samþykktu í alsherjaratkvæðagreiðslu í ársbyrjun 2016 að hluti launahækkunnar 3,5% færi í aukið framlag í lífeyrissjóði, var það liður í jöfnun lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera markaðarins. Það að samþykkja að hægt væri að velja að þetta framlag færi ekki í samtryggingu gerir ekkert annað en að hægja á þeim skrefum sem stigin hafa verið til jöfnunar réttindanna. Horfa þarf til lífeyriskerfisins sem langtímaverkefnis samfélagsins en ekki út frá skammtímahagsmunum einstaklinga. Ég viðurkenni fúslega að vera í hópi samtryggingarfólksins og tel það vera hlutverk mitt að tala fyrir forræðishyggju í lífeyrismálum, gegn einstaklingshyggju. Sá skipulagði vinnumarkaður sem semur um kaup og kjör á almennum vinnumarkaði á Íslandi er um margt eftirsóknarverður, þó að ótrúlega margir innan verkalýðshreyfingarinnar hafi ekki gert sér grein fyrir því. Samið hefur verið um fjölmarga þætti sem snúa að velferð verkafólks í frjálsum kjarasamningum. Í sumum tilfellum hefur orðið sátt um að verkefnunum sé stýrt í jafnræði milli samningsaðila, en í öðrum tilfellum fara stéttarfélögin ein með stjórnina. Það sem er á sameiginlegu forræði verkafólks og launagreiðanda eru t.d. auk lífeyrissjóðanna, Virk starfsendurhæfing og fræðslusjóðirnir, sem og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Frelsið er yndislegt, en því fylgir bæði ábyrgð og áhætta sem þarf að skoða niður í kjölinn. Höfundur er formaður í Stéttarfélagi Vesturlands frá 2008, áður formaður í Verkalýðsfélaginu Vöku á Siglufirði frá 1995 til ársloka 2007. Hefur starfað fyrir verkafólk frá 1979, verið í stjórn lífeyrissjóðs, verið varaforseti ASÍ, sat í miðstjórn í ca 15 ár.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun