RAX Augnablik: Fundu hágrátandi ungbarn afskiptalaust í fimbulkulda Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. apríl 2021 07:47 Ragnar Axelselsson kynntist veiðimanninum Litla Bent á Grænlandi. RAX „Lífið á Grænlandi er mjög ólíkt því sem við eigum að venjast, en það er samt mjög sjarmerandi og heillandi líf þó að það sé erfitt.“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik rifjar Ragnar Axelsson ljósmyndari upp ferð út á hafísinn árið 1995. Með honum var grænlenski veiðimaðurinn Hjelmer og notuðu þeir hundasleða til að komast leiðar sinnar. Þeir komu við í litlu þorpi og enduðu á að stoppa þar lengur en þeir ætluðu sér. „Við lögðum svolítið seint af stað, það var fimbulkuldi alveg 25 eða 30 stiga frost.“ Enginn í standi til að hugsa um barnið Þegar þeir fóru fram hjá húsi í þorpinu áður en þeir lögðu af stað út á ísinn þá heyrðu þeir sáran barnsgrátur. „Við stoppum við Hjelmer það gerist ekki neitt og það heldur áfram að gráta og við bönkum á húsið en það kemur enginn til dyra. Við förum inn og þar er pínulítið barn í vöggu, hágrátandi, og foreldrarnir og afinn og amman voru ekki í standi til þess að hugsa um barnið.“ Fólkið sem átti að vera að hugsa um þetta litla barn hafði „fengið sér of mikið í tána,“ eins og RAX orðar það. „Við frestum því að fara út og erum bara að rugga litlu barni alla nóttina.“ Frásögnina má heyra í heild sinni í þættinum Litli Bent og lífið í Kap Hope, hér fyrir neðan. Þar segir hann frá ferðinni út á ísinn og veiðimanninum Litla Bent sem hann kynntist fyrst í þessum leiðangri. Klippa: RAX Augnablik - Litli Bent og lífið í Kap Hope Ragnar Axelsson hefur áður sagt frá Grænlandsævintýrum í þáttunum RAX Augnablik. Í þættinum Í krumlum hafíssins er sagt frá annarri ævintýraferð vinanna RAX og Hjelmer. Í þættinum Á borgarísjaka sagði hann söguna á bak við við stórkostlegar myndir sem hann tók af tveimur mönnum á ísjaka við Grænland. Hann viðurkennir að uppátækið sé ekki til eftirbreytni en myndirnar eru í persónulegu uppáhaldi hjá honum. Árið 1997 ferðaðist RAX um Austurströnd Grænlands og myndaði þar náttúruna, dýrin og mannlífið. Á Grænlandi myndaði hann meðal annars Hale-Bopp halastjörnuna frægu. RAX var svo að mynda í litlu þorpi ásamt vini sínum þegar þeir komust í hann krappan um miðja nótt. Hann sagði frá því ævintýri í þættinum Af draugum og halastjörnum. Ljósmyndarinn heimsótti Thule, sem var nyrsta byggð í heimi, árið 1987. Þar fylgdist hann með veiðimönnum úti á ísnum við Grænland í fyrsta skipti, meðal annars manninum sem kallaður var kóngurinn í Thule. Hann viðurkennir að hafa verið hræddur að mynda hann í byrjun. Í þættinum Ole og Querndu segir RAX frá einstaka sambandinu sem myndast á milli veiðimanna og veiðihunda á Grænlandi. Hjartnæm saga sem gefur innsýn inn í lífið þar. Grænland Ljósmyndun RAX Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik rifjar Ragnar Axelsson ljósmyndari upp ferð út á hafísinn árið 1995. Með honum var grænlenski veiðimaðurinn Hjelmer og notuðu þeir hundasleða til að komast leiðar sinnar. Þeir komu við í litlu þorpi og enduðu á að stoppa þar lengur en þeir ætluðu sér. „Við lögðum svolítið seint af stað, það var fimbulkuldi alveg 25 eða 30 stiga frost.“ Enginn í standi til að hugsa um barnið Þegar þeir fóru fram hjá húsi í þorpinu áður en þeir lögðu af stað út á ísinn þá heyrðu þeir sáran barnsgrátur. „Við stoppum við Hjelmer það gerist ekki neitt og það heldur áfram að gráta og við bönkum á húsið en það kemur enginn til dyra. Við förum inn og þar er pínulítið barn í vöggu, hágrátandi, og foreldrarnir og afinn og amman voru ekki í standi til þess að hugsa um barnið.“ Fólkið sem átti að vera að hugsa um þetta litla barn hafði „fengið sér of mikið í tána,“ eins og RAX orðar það. „Við frestum því að fara út og erum bara að rugga litlu barni alla nóttina.“ Frásögnina má heyra í heild sinni í þættinum Litli Bent og lífið í Kap Hope, hér fyrir neðan. Þar segir hann frá ferðinni út á ísinn og veiðimanninum Litla Bent sem hann kynntist fyrst í þessum leiðangri. Klippa: RAX Augnablik - Litli Bent og lífið í Kap Hope Ragnar Axelsson hefur áður sagt frá Grænlandsævintýrum í þáttunum RAX Augnablik. Í þættinum Í krumlum hafíssins er sagt frá annarri ævintýraferð vinanna RAX og Hjelmer. Í þættinum Á borgarísjaka sagði hann söguna á bak við við stórkostlegar myndir sem hann tók af tveimur mönnum á ísjaka við Grænland. Hann viðurkennir að uppátækið sé ekki til eftirbreytni en myndirnar eru í persónulegu uppáhaldi hjá honum. Árið 1997 ferðaðist RAX um Austurströnd Grænlands og myndaði þar náttúruna, dýrin og mannlífið. Á Grænlandi myndaði hann meðal annars Hale-Bopp halastjörnuna frægu. RAX var svo að mynda í litlu þorpi ásamt vini sínum þegar þeir komust í hann krappan um miðja nótt. Hann sagði frá því ævintýri í þættinum Af draugum og halastjörnum. Ljósmyndarinn heimsótti Thule, sem var nyrsta byggð í heimi, árið 1987. Þar fylgdist hann með veiðimönnum úti á ísnum við Grænland í fyrsta skipti, meðal annars manninum sem kallaður var kóngurinn í Thule. Hann viðurkennir að hafa verið hræddur að mynda hann í byrjun. Í þættinum Ole og Querndu segir RAX frá einstaka sambandinu sem myndast á milli veiðimanna og veiðihunda á Grænlandi. Hjartnæm saga sem gefur innsýn inn í lífið þar.
Grænland Ljósmyndun RAX Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira