Úran í Íran: Segjast geta auðgað úran að vild Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2021 14:17 Gervihnattarmynd af Natanz kjarnorkurannsóknarstöðinni í Íran. AP/Planet labs Vísindamenn í Íran byrjuðu í dag að auðga úran í 60 prósent hreinleika, sem er hærra en gert hefur verið áður þar í landi. Með því er hreinleiki þess úrans orðinn nálægt því sem til þarf í kjarnorkuvopn. Ráðamenn í Íran hafa áður sagt að þeir geti notað 60 prósent auðgað úran til að keyra kjarnorkuknúin skip. Ríkið býr þó ekki yfir neinum slíkum skipum. AP fréttaveitan hefur eftir háttsettum embættismanni að nokkur grömm verði framleidd á hverri klukkustund og þykir líklegt að ákvörðunin muni leiða til frekari spennu í tengslum við kjarnorkuáætlun ríkisins. Ríkissjónvarp Írans hafði í dag eftir Ali Akbar Salehi, yfirmanni kjarnorkustofnunar Írans, að ríkið gæti nú auðgað úran í hvaða hreinleika sem óskað væri. Þessi ákvörðun var tekin í kjölfar þess að skemmdarverk voru framin á skilvindum í Natanz kjarnorkurannsóknarstöðinni, þar sem Íranir hafa verið að auðga úran. Ráðamenn í Íran hafa sakað Ísrael um að bera ábyrgð á skemmdarverkinu og hafa heitið hefndum. Sjá einnig: Saka Ísraela um skemmdarverk og heita hefndum Ráðamenn í Íran hafa ítrekað sagt að þeir ætli sér ekki að koma upp kjarnorkuvopnum og kjarnorka verði eingöngu notuð í friðsömum tilgangi. Til að framleiða kjarnorkuvopn þarf úran sem hefur verið auðgað að 90 prósenta hreinleika, sem er tiltölulega auðvelt að gera við úran sem þegar er búið að auðga í 60 prósent. Samkvæmt kjarnorkusamkomulaginu svokallaða, sem vonast er að hægt verði að endurvirkja, máttu Íranir ekki auðga úran meira en 3,67 prósent. Eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sleit Bandaríkin frá samkomulaginu hófu Íranir að auðga úran í 20 prósent. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur heitið því að koma í veg fyrir að Íran geti komið upp kjarnorkuvopnum. Ísraelar hafa tvisvar sinnum gert loftárásir gegn Íran, með það markmið að stöðva kjarnorkuáætlun ríkisins. Þegar helsti kjarnorkuvísindamaður Írans var myrtur í fyrra, beindust spjótin fljótt að Ísrael. Erindrekar frá Íran, Bandaríkjunum og Evrópusambandinu eru nú í Vín í Austurríki þar sem þeir ræða sín á milli mögulegar leiðir til að endurvekja kjarnorkusamkomulagið. Samkomulagið var gert á milli Írans, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands árið 2015 og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Írans. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Írans að þróa ekki kjarnorkuvopn og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Samkvæmt frétt Reuters hafa þessar nýjustu vendingar flækt viðræðurnar sagði embættismaður ESB við fréttaveituna að viðræðurnar yrðu líklegast stöðvaðar um tíma. Sendinefndir Bandaríkjanna og Írans myndu snúa aftur heim og fá frekari leiðbeiningar frá stjórnvöldum sínum. Íran Kjarnorka Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Ráðamenn í Íran hafa áður sagt að þeir geti notað 60 prósent auðgað úran til að keyra kjarnorkuknúin skip. Ríkið býr þó ekki yfir neinum slíkum skipum. AP fréttaveitan hefur eftir háttsettum embættismanni að nokkur grömm verði framleidd á hverri klukkustund og þykir líklegt að ákvörðunin muni leiða til frekari spennu í tengslum við kjarnorkuáætlun ríkisins. Ríkissjónvarp Írans hafði í dag eftir Ali Akbar Salehi, yfirmanni kjarnorkustofnunar Írans, að ríkið gæti nú auðgað úran í hvaða hreinleika sem óskað væri. Þessi ákvörðun var tekin í kjölfar þess að skemmdarverk voru framin á skilvindum í Natanz kjarnorkurannsóknarstöðinni, þar sem Íranir hafa verið að auðga úran. Ráðamenn í Íran hafa sakað Ísrael um að bera ábyrgð á skemmdarverkinu og hafa heitið hefndum. Sjá einnig: Saka Ísraela um skemmdarverk og heita hefndum Ráðamenn í Íran hafa ítrekað sagt að þeir ætli sér ekki að koma upp kjarnorkuvopnum og kjarnorka verði eingöngu notuð í friðsömum tilgangi. Til að framleiða kjarnorkuvopn þarf úran sem hefur verið auðgað að 90 prósenta hreinleika, sem er tiltölulega auðvelt að gera við úran sem þegar er búið að auðga í 60 prósent. Samkvæmt kjarnorkusamkomulaginu svokallaða, sem vonast er að hægt verði að endurvirkja, máttu Íranir ekki auðga úran meira en 3,67 prósent. Eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sleit Bandaríkin frá samkomulaginu hófu Íranir að auðga úran í 20 prósent. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur heitið því að koma í veg fyrir að Íran geti komið upp kjarnorkuvopnum. Ísraelar hafa tvisvar sinnum gert loftárásir gegn Íran, með það markmið að stöðva kjarnorkuáætlun ríkisins. Þegar helsti kjarnorkuvísindamaður Írans var myrtur í fyrra, beindust spjótin fljótt að Ísrael. Erindrekar frá Íran, Bandaríkjunum og Evrópusambandinu eru nú í Vín í Austurríki þar sem þeir ræða sín á milli mögulegar leiðir til að endurvekja kjarnorkusamkomulagið. Samkomulagið var gert á milli Írans, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands árið 2015 og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Írans. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Írans að þróa ekki kjarnorkuvopn og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Samkvæmt frétt Reuters hafa þessar nýjustu vendingar flækt viðræðurnar sagði embættismaður ESB við fréttaveituna að viðræðurnar yrðu líklegast stöðvaðar um tíma. Sendinefndir Bandaríkjanna og Írans myndu snúa aftur heim og fá frekari leiðbeiningar frá stjórnvöldum sínum.
Íran Kjarnorka Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira