„Ekki sanngjarnt að KA/Þór sitji uppi með fjárhagslegan skaða“ Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2021 15:46 KA/Þór er á toppi Olís-deildar kvenna og á möguleika á að verða deildarmeistari í fyrsta sinn. vísir/hulda KA/Þór ætti ekki að þurfa að sitja uppi með aukinn kostnað vegna ferðalags í endurtekinn leik við Stjörnuna, segir Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ. Lokaumferðirnar í Olís-deild kvenna fara ekki fram fyrr en botn fæst í málið. Áfrýjunardómstóll HSÍ birti í gær dóm þess efnis að endurtaka þyrfti leik Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta. Stjarnan kærði 27-26 sigur KA/Þórs eftir að í ljós kom að aukamarki hafði verið bætt við hjá KA/Þór í fyrri hálfleik. Mistökin urðu á ritaraborði þar sem störfuðu sjálfboðaliðar á vegum Stjörnunnar, þar sem leikurinn var í Garðabæ, og dómarar leiksins gerðu sér ekki grein fyrir mistökunum. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, sagði við Vísi í gær að Akureyringar könnuðu nú hvort hægt yrði að fara með málið fyrir áfrýjunardómstól ÍSÍ eða jafnvel almenna dómstóla. Sævar sagði ferðakostnaðinn við að fara aftur í Garðabæ nema á bilinu 200-300 þúsundum króna, og að meðtöldum lögfræðikostnaði kæmi málið til með að kosta KA/Þór á bilinu 800 þúsund til einnar milljónar króna hið minnsta. Róbert segir HSÍ vilja koma til móts við KA/Þór varðandi ferðakostnaðinn þó að ekkert sé kveðið á um slíkt í dómi áfrýjunardómstóls. „Já, vissulega. Það er eitthvað sem að er í skoðun og við ræðum um við KA/Þór. Það verður vonandi leyst,“ sagði Róbert við Vísi í dag. „Dómurinn sem slíkur stendur, frá sjálfstæðum dómstóli HSÍ, og ég ætla ekki að hafa neina skoðun á honum sem slíkum. En að mínu mati er ekki sanngjarnt að KA/Þór sitji uppi með fjárhagslegan skaða þar sem að félagið bar enga ábyrgð í þessu máli.“ Mótið ekki klárað fyrr en botn fæst í málið Ef KA/Þór fer með málið lengra er óvíst hvenær úrslit leiksins verða endanlega staðfest, eða leikurinn endurtekinn. Tvær umferðir eru eftir af Olís-deild kvenna og eiga þær að fara fram 1. og 8. maí. „Það er þá bara eitthvað sem að við tökum upp og skoðum þegar á reynir. Áfrýjunardómstóll HSÍ er endanlegt dómsvald innan handknattleikshreyfingarinnar og niðurstaða hans er komin,“ sagði Róbert. En verða síðustu tvær umferðirnar spilaðar 1. og 8. maí ef „draugamarksleikurinn“ stendur enn út af borðinu? „Ég á erfitt með að sjá það að við klárum mótið öðruvísi en að við fáum fyrst botn í þennan leik.“ Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Stjarnan Tengdar fréttir Stjarnan svarar fyrir sig: Sigur fyrir handboltann Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu og segir dóm áfrýjunardómstóls HSÍ, um að leikur liðsins við KA/Þór skuli endurtekinn, vera sigur fyrir handboltaíþróttina. 15. apríl 2021 14:49 Íþróttinni ekki til heilla og aðför að landsbyggðinni „Takk fyrir þetta Stjarnan og HSÍ. Þetta er og verður handboltaíþróttinni ekki til heilla,“ segir í yfirlýsingu frá KA/Þór eftir að áfrýjunardómstóll HSÍ komst að þeirri niðurstöðu að endurtaka ætti leik liðsins við Stjörnuna. 15. apríl 2021 14:35 Draugamarksleikurinn verður endurtekinn Leikur Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta verður endurtekinn. Endurskipaður áfrýjunardómstóll staðfesti fyrri dóm dómstólsins. 15. apríl 2021 12:00 Mest lesið Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Fótbolti Söguleg stund þegar tvær íslenskar stelpur komust á sama verðlaunapall Sport Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Íslenski boltinn Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Enski boltinn Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Golf Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Enski boltinn Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Enski boltinn Steinunn Anna og Rökkvi byrja best Sport Fresta aftur réttarhöldunum í morðmáli heimsmeistarans Sport Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira
Áfrýjunardómstóll HSÍ birti í gær dóm þess efnis að endurtaka þyrfti leik Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta. Stjarnan kærði 27-26 sigur KA/Þórs eftir að í ljós kom að aukamarki hafði verið bætt við hjá KA/Þór í fyrri hálfleik. Mistökin urðu á ritaraborði þar sem störfuðu sjálfboðaliðar á vegum Stjörnunnar, þar sem leikurinn var í Garðabæ, og dómarar leiksins gerðu sér ekki grein fyrir mistökunum. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, sagði við Vísi í gær að Akureyringar könnuðu nú hvort hægt yrði að fara með málið fyrir áfrýjunardómstól ÍSÍ eða jafnvel almenna dómstóla. Sævar sagði ferðakostnaðinn við að fara aftur í Garðabæ nema á bilinu 200-300 þúsundum króna, og að meðtöldum lögfræðikostnaði kæmi málið til með að kosta KA/Þór á bilinu 800 þúsund til einnar milljónar króna hið minnsta. Róbert segir HSÍ vilja koma til móts við KA/Þór varðandi ferðakostnaðinn þó að ekkert sé kveðið á um slíkt í dómi áfrýjunardómstóls. „Já, vissulega. Það er eitthvað sem að er í skoðun og við ræðum um við KA/Þór. Það verður vonandi leyst,“ sagði Róbert við Vísi í dag. „Dómurinn sem slíkur stendur, frá sjálfstæðum dómstóli HSÍ, og ég ætla ekki að hafa neina skoðun á honum sem slíkum. En að mínu mati er ekki sanngjarnt að KA/Þór sitji uppi með fjárhagslegan skaða þar sem að félagið bar enga ábyrgð í þessu máli.“ Mótið ekki klárað fyrr en botn fæst í málið Ef KA/Þór fer með málið lengra er óvíst hvenær úrslit leiksins verða endanlega staðfest, eða leikurinn endurtekinn. Tvær umferðir eru eftir af Olís-deild kvenna og eiga þær að fara fram 1. og 8. maí. „Það er þá bara eitthvað sem að við tökum upp og skoðum þegar á reynir. Áfrýjunardómstóll HSÍ er endanlegt dómsvald innan handknattleikshreyfingarinnar og niðurstaða hans er komin,“ sagði Róbert. En verða síðustu tvær umferðirnar spilaðar 1. og 8. maí ef „draugamarksleikurinn“ stendur enn út af borðinu? „Ég á erfitt með að sjá það að við klárum mótið öðruvísi en að við fáum fyrst botn í þennan leik.“
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Stjarnan Tengdar fréttir Stjarnan svarar fyrir sig: Sigur fyrir handboltann Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu og segir dóm áfrýjunardómstóls HSÍ, um að leikur liðsins við KA/Þór skuli endurtekinn, vera sigur fyrir handboltaíþróttina. 15. apríl 2021 14:49 Íþróttinni ekki til heilla og aðför að landsbyggðinni „Takk fyrir þetta Stjarnan og HSÍ. Þetta er og verður handboltaíþróttinni ekki til heilla,“ segir í yfirlýsingu frá KA/Þór eftir að áfrýjunardómstóll HSÍ komst að þeirri niðurstöðu að endurtaka ætti leik liðsins við Stjörnuna. 15. apríl 2021 14:35 Draugamarksleikurinn verður endurtekinn Leikur Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta verður endurtekinn. Endurskipaður áfrýjunardómstóll staðfesti fyrri dóm dómstólsins. 15. apríl 2021 12:00 Mest lesið Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Fótbolti Söguleg stund þegar tvær íslenskar stelpur komust á sama verðlaunapall Sport Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Íslenski boltinn Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Enski boltinn Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Golf Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Enski boltinn Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Enski boltinn Steinunn Anna og Rökkvi byrja best Sport Fresta aftur réttarhöldunum í morðmáli heimsmeistarans Sport Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira
Stjarnan svarar fyrir sig: Sigur fyrir handboltann Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu og segir dóm áfrýjunardómstóls HSÍ, um að leikur liðsins við KA/Þór skuli endurtekinn, vera sigur fyrir handboltaíþróttina. 15. apríl 2021 14:49
Íþróttinni ekki til heilla og aðför að landsbyggðinni „Takk fyrir þetta Stjarnan og HSÍ. Þetta er og verður handboltaíþróttinni ekki til heilla,“ segir í yfirlýsingu frá KA/Þór eftir að áfrýjunardómstóll HSÍ komst að þeirri niðurstöðu að endurtaka ætti leik liðsins við Stjörnuna. 15. apríl 2021 14:35
Draugamarksleikurinn verður endurtekinn Leikur Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta verður endurtekinn. Endurskipaður áfrýjunardómstóll staðfesti fyrri dóm dómstólsins. 15. apríl 2021 12:00