Fótbolti

Fengu skell í toppslagnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur á hliðarlínunni í leik gegn Viborg fyrr á leiktíðinni.
Ólafur á hliðarlínunni í leik gegn Viborg fyrr á leiktíðinni. Lars Ronbog/Getty

Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans í Esbjerg fengu skell í toppslagnum gegn Viborg í dönsku B-deildinni.

Esbjerg tapaði 4-0 gegn toppliðinu en þeir voru 2-0 undir í hálfleik eftir tvö mörk Justin Lonwijk.

Rodolph Austin fékk sitt annað gula spjald á 67. mínútu og Viborg gekk á lagið. Lokatölur 4-0.

Viborg er á toppnum með 63 stig en Esbjerg er í öðru sætinu með 52 stig.

Silkeborg er í öðru sætinu með stigi meira en á leik til góða. Efstu tvö liðin fara beint upp í úrvalsdeildina.

Andri Rúnar Bjarnason var ónotaður varamaður hjá Esbjerg en Kjartan Henry Finnbogason er að snúa aftur eftir meiðsli.

Guðlaugur Victor Pálsson og félagar gerðu 2-2 jafntefli gegn Greuther Furt í þýsku B-deildinni.

Victor lék allan leikinn fyrir Darmstadt en þeir voru 2-0 yfir í hálfleik. Þeir eru í tólfta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×