Vonar að hann verði á svörtum lista kínverskra stjórnvalda til frambúðar Sylvía Hall og Kristín Ólafsdóttir skrifa 16. apríl 2021 22:44 Jónas Haraldsson segir veru sína á svörtum lista kínverskra stjórnvalda ekki hafa mikil áhrif á sig. Vísir/Einar Lögmaðurinn Jónas Haraldsson segir líklegustu skýringuna á því að hann sé kominn á svartan lista í Kína vera skrif sín í Morgunblaðið. Hann hafi skrifað um ýmis málefni tengd Kína undanfarin sex ár en segist aðallega hissa á því að þeir hafi nennt að standa í þessu, eins og hann orðar það sjálfur. „Ég hef skrifað mikið af greinum í gegnum árin. Meðal annars um Kínverja, kvartað undan sendiráðshúsinu og allt í kringum það – sóðaskapnum þar og vildi losna við hann. Sem tókst á endanum. Síðan um kínverska ferðamenn og aðallega seinna um kínversku veiruna; Covid-19. Ég var að halda því fram að þetta hefði orðið til hjá þeim fyrir sóðaskap í Wuhan á blautmörkuðunum, kæmi úr leðurblökunum og í matvöruna þar og svo framvegis,“ segir Jónas. Hann segist fyrst hafa frétt af málinu þegar hann fékk símtal frá utanríkisráðuneytinu þar sem hann var boðaður á fund. Hann hafi í fyrstu ekki haft hugmynd um hvað málið varðaði. „Þá fékk ég að vita að það að ég sé kominn á svartan lista og sé þar einn á blaði.“ Klippa: Viðtal við Jónas Haraldsson Hefur engin áhrif „Ég var alveg steinhissa, að ég væri svona merkilegur að þeir nenntu að standa í þessu, en ég tók þessu bara vel. Auðvitað er það alvaran í þessu að það er verið að skipta sér af málfrelsi og tjáningarfrelsi á Íslandi, þetta erlenda stórríki. Það er það alvarlega, það kemur þeim ekkert við,“ segir Jónas. Hann segir veru sína á listanum ekki setja neinar áætlanir í uppnám, enda hafi hann ekki stefnt á ferðalög til Kína. Sjálfur hafi hann ekkert heyrt frá kínverska sendiráðinu eða sendiherranum sjálfum en hann segir þessa aðferð vel þekkta. „Þetta er svona stöðluð aðferð sem er notuð erlendis, þar sem fólk er í viðskiptum við Kínverja, vinna þar eða eru háðir þeim með peninga og annað – bönkunum og þess háttar. En fyrir mig, ekki fer ég til Kína og ekki á ég neina peninga í Kína eða neitt,“ segir hann og bætir við að honum þyki þetta hálf klaufalegt. „Ef þeir vildu koma höggi á mig hefðu þeir getað staðið sig örugglega miklu betur.“ Úr því sem komið er vonar hann að hann fái að vera á listanum. „Fyrst ég er kominn á hann og hafði heilmikið fyrir því.“ Kína Utanríkismál Mannréttindi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Krefjast þess að Ísland hætti afskiptum af innanríkismálum Kína Viðskiptaþvinganir Kína gegn íslenskum lögmanni byggja á ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Í stóryrtri yfirlýsingu frá sendiráði Kína hér á landi segir að ákvörðun stjórnvalda byggi á engu nema lygum og upplýsingafölsun. 16. apríl 2021 16:27 Íslendingur settur á svartan lista í Kína fyrir gagnrýnin skrif Lögmaðurinn Jónas Haraldsson er á svörtum lista stjórnvalda í Kína, má ekki ferðast til landsins og þá hafa mögulegar eignir hans þar verið frystar. 16. apríl 2021 06:37 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
„Ég hef skrifað mikið af greinum í gegnum árin. Meðal annars um Kínverja, kvartað undan sendiráðshúsinu og allt í kringum það – sóðaskapnum þar og vildi losna við hann. Sem tókst á endanum. Síðan um kínverska ferðamenn og aðallega seinna um kínversku veiruna; Covid-19. Ég var að halda því fram að þetta hefði orðið til hjá þeim fyrir sóðaskap í Wuhan á blautmörkuðunum, kæmi úr leðurblökunum og í matvöruna þar og svo framvegis,“ segir Jónas. Hann segist fyrst hafa frétt af málinu þegar hann fékk símtal frá utanríkisráðuneytinu þar sem hann var boðaður á fund. Hann hafi í fyrstu ekki haft hugmynd um hvað málið varðaði. „Þá fékk ég að vita að það að ég sé kominn á svartan lista og sé þar einn á blaði.“ Klippa: Viðtal við Jónas Haraldsson Hefur engin áhrif „Ég var alveg steinhissa, að ég væri svona merkilegur að þeir nenntu að standa í þessu, en ég tók þessu bara vel. Auðvitað er það alvaran í þessu að það er verið að skipta sér af málfrelsi og tjáningarfrelsi á Íslandi, þetta erlenda stórríki. Það er það alvarlega, það kemur þeim ekkert við,“ segir Jónas. Hann segir veru sína á listanum ekki setja neinar áætlanir í uppnám, enda hafi hann ekki stefnt á ferðalög til Kína. Sjálfur hafi hann ekkert heyrt frá kínverska sendiráðinu eða sendiherranum sjálfum en hann segir þessa aðferð vel þekkta. „Þetta er svona stöðluð aðferð sem er notuð erlendis, þar sem fólk er í viðskiptum við Kínverja, vinna þar eða eru háðir þeim með peninga og annað – bönkunum og þess háttar. En fyrir mig, ekki fer ég til Kína og ekki á ég neina peninga í Kína eða neitt,“ segir hann og bætir við að honum þyki þetta hálf klaufalegt. „Ef þeir vildu koma höggi á mig hefðu þeir getað staðið sig örugglega miklu betur.“ Úr því sem komið er vonar hann að hann fái að vera á listanum. „Fyrst ég er kominn á hann og hafði heilmikið fyrir því.“
Kína Utanríkismál Mannréttindi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Krefjast þess að Ísland hætti afskiptum af innanríkismálum Kína Viðskiptaþvinganir Kína gegn íslenskum lögmanni byggja á ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Í stóryrtri yfirlýsingu frá sendiráði Kína hér á landi segir að ákvörðun stjórnvalda byggi á engu nema lygum og upplýsingafölsun. 16. apríl 2021 16:27 Íslendingur settur á svartan lista í Kína fyrir gagnrýnin skrif Lögmaðurinn Jónas Haraldsson er á svörtum lista stjórnvalda í Kína, má ekki ferðast til landsins og þá hafa mögulegar eignir hans þar verið frystar. 16. apríl 2021 06:37 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Krefjast þess að Ísland hætti afskiptum af innanríkismálum Kína Viðskiptaþvinganir Kína gegn íslenskum lögmanni byggja á ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Í stóryrtri yfirlýsingu frá sendiráði Kína hér á landi segir að ákvörðun stjórnvalda byggi á engu nema lygum og upplýsingafölsun. 16. apríl 2021 16:27
Íslendingur settur á svartan lista í Kína fyrir gagnrýnin skrif Lögmaðurinn Jónas Haraldsson er á svörtum lista stjórnvalda í Kína, má ekki ferðast til landsins og þá hafa mögulegar eignir hans þar verið frystar. 16. apríl 2021 06:37