Ólafur Laufdal byggir tíu lúxus svítur í Grímsborgum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. apríl 2021 13:04 Ólafur Laufdal, veitingamaður og eigandi Grímsborga, sem lætur engan bilbug á sér finna og alltaf á vaktinni í Grímsborgum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ólafur Laufdal, veitingamaður í Grímsborgum í Grímsnesi lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir heimsfaraldur og nánast enga erlenda ferðamenn því hann er að fara að byggja tíu lúxusvítur fyrir 400 milljónir króna. Ólafur Laufdal er einn þekktasti veitingamaður landsins enda byrjaði hann að vinna á Hótel Borg 12 ára gamall og hann er enn að. Ólafur verður 77 ára í sumar. Hann á og rekur með konu sinni Grímsborgir í Grímsnes og Grafningshreppi, sem er fimm stjörnu hótel.Ólafur ber sig vel þrátt fyrir heimsfaraldurinn. „Þetta er eiginlega eina hótelið á landinu, sem hefur haft opið hvern einasta dag frá því að Covid byrjaði frá 1. mars í fyrra. Ég hef ekki lokað í einn dag. Það hefur bara verið ótrúlega gott að gera um helgar en virku dagana hefur það verið lítið,“ segir Ólafur. Ólafur er að fara í 400 milljóna króna framkvæmd við hótelið. „Já, í næstu viku erum við að byrja að byggja tíu nýjar svítur, sem eiga að vera glæsisvítur tilbúnar innan árs, þannig að það er engan bilbug á mér að finna,“ segir Ólafur og hlær og bætir við. Tíu nýju glæsi svíturnar sem byggðar verða í Grímsborgum eiga að vera tilbúnar fyrir gesti hótelsins vorið 2022. Kostnaður við þær er um 400 milljónir króna. Grímsborgir eru fimm stjörnu hótel.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta verða Junior svítur, mjög glæsilegar með heitum potti fyrir framan hverja svítu.2 Grímsborgir er með átta svítur í dag en þær verða þá orðnar átján eftir ár. „Þegar þú ert með fimm stjörnur þá þarftu að gera betur á hverjum einasta degi, reyna að vanda þig alveg svakalega, það erum við að gera hérna.“ Þú ert búin að vera ansi lengi í þessum bransa, ertu ekkert orðinn þreyttur? „Jú, jú, stundum verð ég það en ég hef virkilega gaman af þessu, ég er hérna alla daga, mættur 06:30 alla morgna og er á vaktinni fram eftir kvöldi.“ Grímsnes- og Grafningshreppur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Ólafur Laufdal er einn þekktasti veitingamaður landsins enda byrjaði hann að vinna á Hótel Borg 12 ára gamall og hann er enn að. Ólafur verður 77 ára í sumar. Hann á og rekur með konu sinni Grímsborgir í Grímsnes og Grafningshreppi, sem er fimm stjörnu hótel.Ólafur ber sig vel þrátt fyrir heimsfaraldurinn. „Þetta er eiginlega eina hótelið á landinu, sem hefur haft opið hvern einasta dag frá því að Covid byrjaði frá 1. mars í fyrra. Ég hef ekki lokað í einn dag. Það hefur bara verið ótrúlega gott að gera um helgar en virku dagana hefur það verið lítið,“ segir Ólafur. Ólafur er að fara í 400 milljóna króna framkvæmd við hótelið. „Já, í næstu viku erum við að byrja að byggja tíu nýjar svítur, sem eiga að vera glæsisvítur tilbúnar innan árs, þannig að það er engan bilbug á mér að finna,“ segir Ólafur og hlær og bætir við. Tíu nýju glæsi svíturnar sem byggðar verða í Grímsborgum eiga að vera tilbúnar fyrir gesti hótelsins vorið 2022. Kostnaður við þær er um 400 milljónir króna. Grímsborgir eru fimm stjörnu hótel.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta verða Junior svítur, mjög glæsilegar með heitum potti fyrir framan hverja svítu.2 Grímsborgir er með átta svítur í dag en þær verða þá orðnar átján eftir ár. „Þegar þú ert með fimm stjörnur þá þarftu að gera betur á hverjum einasta degi, reyna að vanda þig alveg svakalega, það erum við að gera hérna.“ Þú ert búin að vera ansi lengi í þessum bransa, ertu ekkert orðinn þreyttur? „Jú, jú, stundum verð ég það en ég hef virkilega gaman af þessu, ég er hérna alla daga, mættur 06:30 alla morgna og er á vaktinni fram eftir kvöldi.“
Grímsnes- og Grafningshreppur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira