Stúlknakór á Húsavík syngur í atriði á Óskarsverðlaunahátíðinni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. apríl 2021 09:12 Kvikmyndin EUROVISION SONG CONTEST: The Story of Fire Saga var að stórum hluta tekin upp á Húsavík en myndin var framleidd af Netflix. Elizabeth Viggiano/NETFLIX © 2020 Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem sýnt verður á Óskarsverðlaunahátíðinni í lok apríl. Líkt og kunnugt er hefur lagið Husavik – My home town úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story og Fire Saga verið tilnefnt til Óskarsverðlauna. Vikublaðið greindi svo fyrst frá því í gær að óvenjuleg atburðarás hafi farið af stað þegar söngkonan Molly fékk ekki tímabundið atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og getur þar af leiðandi ekki komið fram á hátíðinni þar sem til stóð að hún myndi flytja lagið. Þess í stað var ákveðið að taka upp myndband á Húsavík sem sýnt verður á hátíðinni. Molly er komin til landsins en framleiðslufyrirtækið True North framleiðir myndbandið í samstarfi við Netflix og Örlyg Hnefil Örlygsson. Leikstjórinn Egill Arnar Egilsson, betur þekktur sem Eagle Egilsson, leikstýrir myndbandinu en tökur fara fram á Húsavík í dag. Krstján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir í samtali við Vikublaðið að til standi að hafa flugeldasýningu í atriðinu sem þurfti að fá undanþágu fyrir. Því megi íbúar Húsavíkur búast við því að verða varir við flugelda síðdegis í dag og eitthvað fram eftir kvöldi. Tökur munu fara fram á hafnarsvæðinu á Húsavík. Vart ætti að fara fram hjá neinum að eitthvað mikið stendur til á Húsavík í dag en rauður dregill liggur nú niður eftir hluta Garðarsbrautar á Húsavík líkt og sjá má á þessari mynd sem Bæjarprýði ehf. deildi á Facebook í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Norðurþing Eurovision Óskarinn Tónlist Kvikmyndagerð á Íslandi Eurovision-mynd Will Ferrell Kórar Mest lesið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Sjá meira
Vikublaðið greindi svo fyrst frá því í gær að óvenjuleg atburðarás hafi farið af stað þegar söngkonan Molly fékk ekki tímabundið atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og getur þar af leiðandi ekki komið fram á hátíðinni þar sem til stóð að hún myndi flytja lagið. Þess í stað var ákveðið að taka upp myndband á Húsavík sem sýnt verður á hátíðinni. Molly er komin til landsins en framleiðslufyrirtækið True North framleiðir myndbandið í samstarfi við Netflix og Örlyg Hnefil Örlygsson. Leikstjórinn Egill Arnar Egilsson, betur þekktur sem Eagle Egilsson, leikstýrir myndbandinu en tökur fara fram á Húsavík í dag. Krstján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir í samtali við Vikublaðið að til standi að hafa flugeldasýningu í atriðinu sem þurfti að fá undanþágu fyrir. Því megi íbúar Húsavíkur búast við því að verða varir við flugelda síðdegis í dag og eitthvað fram eftir kvöldi. Tökur munu fara fram á hafnarsvæðinu á Húsavík. Vart ætti að fara fram hjá neinum að eitthvað mikið stendur til á Húsavík í dag en rauður dregill liggur nú niður eftir hluta Garðarsbrautar á Húsavík líkt og sjá má á þessari mynd sem Bæjarprýði ehf. deildi á Facebook í dag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Norðurþing Eurovision Óskarinn Tónlist Kvikmyndagerð á Íslandi Eurovision-mynd Will Ferrell Kórar Mest lesið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Sjá meira