Segir aðgerðir Kínverja í samræmi við skilningsleysi þeirra á réttarríkinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. apríl 2021 14:00 Sigríður Á. Andersen er formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vilhelm Gunnarsson Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir aðgerðir Kínverja í samræmi við skilningsleysi þeirra á réttarríkinu og öllum þeim grundvallarréttinum sem undir það heyra. Nefndin mun ræða mál Kínverja á næstunni. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir aðgerðir Kínverja sæta furðu þó þær komi ekki á óvart. Íslenskur lögmaður var í fyrradag beittur refsiaðgerðum og settur á svokallaðan svartan lista í Kína. Þekkt aðferðarfræði „Hún kemur í sjálfu sér ekkert á óvart en sætir samt auðvitað furðu. Þessar aðgerðir Kínverja eru þekktar, þessi aðferðarfræði hefur verið þekkt um árabil að taka einstaklinga, stofnanir eða lögaðila fyrir og beita þeim svona refsiaðgerðum í kjölfar athugasemda sem að lýðræðisríki hafa gert við mannréttindamál í Kína,“ sagði Sigríður. Hún segir mál íslenska lögmannsins þó sæta sérstakri furðu. „Ég þekki ekki til þess að einstaklingur sem ekki er tengdur stjórnmálum eða stjórnkerfinu hafi verið tekið fyrir með þessum hætti.“ Sigríður segir yfirlýsingu Kínverja í samræmi við viðbrögð þeirra gegn löndum sem mótmæla framferði Kínverskra stjórnvalda í Xinjiang héraði. „Sambærilegar yfirlýsingar hafa ábyggilega verið sendar gagnvart þingmönnum á Evrópska þinginu og frjálsum félagasamtökum í Evrópu þannig að ég held að þetta sé bara í þeim stíl.“ Utanríkismálanefnd Alþingis mun fá utanríkisráðherra og ráðuneytisfólk á sinn fund til að fara yfir stöðuna á næstunni og mun nefndin ræða þessi mál Kínverja í víðu samhengi. „Sem eru auðvitað bara kannski í samræmi við þetta fullkomna skilningsleysi Kínverja á réttarríkinu almennt og öllum þeim grundvallarréttindum sem undir réttarríkið falla svo sem eins og málfrelsi og almenn mannréttindi,“ sagði Sigríður. Kína Utanríkismál Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir aðgerðir Kínverja sæta furðu þó þær komi ekki á óvart. Íslenskur lögmaður var í fyrradag beittur refsiaðgerðum og settur á svokallaðan svartan lista í Kína. Þekkt aðferðarfræði „Hún kemur í sjálfu sér ekkert á óvart en sætir samt auðvitað furðu. Þessar aðgerðir Kínverja eru þekktar, þessi aðferðarfræði hefur verið þekkt um árabil að taka einstaklinga, stofnanir eða lögaðila fyrir og beita þeim svona refsiaðgerðum í kjölfar athugasemda sem að lýðræðisríki hafa gert við mannréttindamál í Kína,“ sagði Sigríður. Hún segir mál íslenska lögmannsins þó sæta sérstakri furðu. „Ég þekki ekki til þess að einstaklingur sem ekki er tengdur stjórnmálum eða stjórnkerfinu hafi verið tekið fyrir með þessum hætti.“ Sigríður segir yfirlýsingu Kínverja í samræmi við viðbrögð þeirra gegn löndum sem mótmæla framferði Kínverskra stjórnvalda í Xinjiang héraði. „Sambærilegar yfirlýsingar hafa ábyggilega verið sendar gagnvart þingmönnum á Evrópska þinginu og frjálsum félagasamtökum í Evrópu þannig að ég held að þetta sé bara í þeim stíl.“ Utanríkismálanefnd Alþingis mun fá utanríkisráðherra og ráðuneytisfólk á sinn fund til að fara yfir stöðuna á næstunni og mun nefndin ræða þessi mál Kínverja í víðu samhengi. „Sem eru auðvitað bara kannski í samræmi við þetta fullkomna skilningsleysi Kínverja á réttarríkinu almennt og öllum þeim grundvallarréttindum sem undir réttarríkið falla svo sem eins og málfrelsi og almenn mannréttindi,“ sagði Sigríður.
Kína Utanríkismál Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira