Enski boltinn

Segir meiðsli De Bru­yne ekki líta vel út

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kevin De Bruyne fór meiddur af velli í 1-0 tapi Manchester City í gær.
Kevin De Bruyne fór meiddur af velli í 1-0 tapi Manchester City í gær. EPA-EFE/Ian Walton

Kevin De Bruyne fór meiddur af velli í 1-0 tapi Manchester City gegn Chelsea í gærkvöld er liðin mættust í undanúrslitum FA-bikarsins. Pep Guardiola segir meiðslin ekki líta vel út.

De Bruyne fór meiddur af velli þegar aðeins þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Hann meiddist á ökkla eftir harða baráttu við N‘Golo Kante.

„De Bruyne finnur til. Hann fer í skoðun á morgun [í dag] en sjúkraþjálfararnir segja mér að þetta líti ekki vel út,“ sagði Pep Guardiola að leik loknum.

Chelsea nýtti sér brotthvarf De Bruyne og vann leikinn eins og áður sagði 1-0 þökk sé marki Hakim Ziyech á 55. mínútu leiksins.

Ef það fer svo að De Bruyne verður frá í einhvern tíma er ljóst að um mikið högg er að ræða fyrir Manchester City. Belginn er stór ástæða fyrir góðu gengi liðsins og það eru margir mikilvægir leikir á döfinni. Þar á meðal úrslitaleikur deildarbikarsins og undanúrslit Meistaradeildar Evrópu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×