Rökræddu stöðuna í stjórnmálum: „Eigum að ná miklu meiri árangri sem sjálfstæð þjóð“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. apríl 2021 12:11 Stjórnmálamennirnir og fyrrverandi ráðherrarnir Þorsteinn Pálsson og Guðni Ágústsson tókust á í eldhressu spjalli um stöðuna í íslenskri pólitík. Íslenskir stjórnmálamenn standa sig betur á krepputímum og stjórnvöldum er vel treystandi til að takast á við áföllin af völdum heimsfaraldurs innanlands að mati Guðna Ágústssonar. Þorsteinn Pálsson vill hins vegar hefja gjaldmiðlasamstarf við Evrópusambandið samhliða endurreisn ríkisfjármála. Stjórnmálamennirnir og fyrrverandi ráðherrarnir Þorsteinn Pálsson og Guðni Ágústsson tókust á í eldhressu spjalli um stöðuna í íslenskri pólitík á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Endurreisn ríkisfjármála og viðspyrn atvinnulífsins er stærsta málið á dagskrá að mati Þorsteins. Evrópusamstarf eða ekki „Ég hef bara séð eina tillögu á móti þessum ráðstöfun ríkisstjórnarinnar og það er tillaga Viðreisnar um að við hefjum þegar í stað gjaldeyrissamstarf við Evrópusambandið um það að halda krónunni en tyggja stöðugleika með svipuðum hætti og í Danmörku og þannig komast hjá því að hækka skatta eða skerða lífeyri,“ sagði Þorsteinn, en líkt og kunnugt er sagði Þorsteinn skilið við sinn gamla flokk Sjálfstæðisflokksins og gekk til liðs við Viðreisn þegar sá síðastnefndi var stofnaður. Engan skyldi undra að Framsóknarmaðurinn Guðni Ágústsson kvaðst ósammála því að aukið samstarf við Evrópusambandið væri rétta leiðin. „Evrópusambandsaðildin á ekki að vera hér deiluefni við þessar aðstæður. Og það er ekki á dagskrá. Við erum hluti af harmi heimsins,“ sagði Guðni og vísaði þar til áhrifanna af völdum heimsfaraldurs kórónuveiru. Hann lýsti sérstaklega áhyggjum af því höggi sem ferðaþjónustan hefur orðið fyrir í heimsfaraldrinum. „Hvað gerist þá? Guð almáttugur kemur með eldgos eins og Eyjafjallagos, og nú blasir við, að ég held, bjartir tímar. Við erum grænt land, við eigum að ná miklu meiri árangri sem sjálfstæð þjóð. Á að verja okkar land fyrir covid og þetta gos, ég er búin að fara og sjá það, þetta er eins og falleg þjóðhátíð,“ sagði Guðni. Sterkari í kreppu og sundruð stjórnarandstaða Mikilvægast sé að huga að því að hægt sé að opna landið. „Íslendingar eru miklu betri stjórnmálamenn í kreppu heldur en í uppgangi og í kreppunum vinna þeir stærstu sigra,“ sagði Guðni. Þorsteinn ítrekaði mikilvægi Evrópusamstarfs. „Við erum aðilar að innri markaði Evrópusambandsins og öll efnahagsstarfsemi í landinu hún byggir á lögum Evrópusambandsins. Þannig að öll dagleg pólitík er auðvitað um leið Evrópupólitík,“ sagði Þorsteinn. Þá vildi Guðni meina að stjórnarandstaðan sé bitlaus en hann kveðst hafa mikla trú á þeim sem nú halda um stjórnartaumana. „Mér finnst að stjórnvöldin hafi tök á þessu og mér finnst að landið liggi með ríkisstjórnarflokkunum því að það er sundrung hinu megin, það er ekki ein stjórnarandstaða. Þannig ég er á því að við munum eiga góð næstu sjö ár, eldgosið hjálpar í því,“ sagði Guðni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Evrópusambandið Alþingiskosningar 2021 Sprengisandur Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Stjórnmálamennirnir og fyrrverandi ráðherrarnir Þorsteinn Pálsson og Guðni Ágústsson tókust á í eldhressu spjalli um stöðuna í íslenskri pólitík á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Endurreisn ríkisfjármála og viðspyrn atvinnulífsins er stærsta málið á dagskrá að mati Þorsteins. Evrópusamstarf eða ekki „Ég hef bara séð eina tillögu á móti þessum ráðstöfun ríkisstjórnarinnar og það er tillaga Viðreisnar um að við hefjum þegar í stað gjaldeyrissamstarf við Evrópusambandið um það að halda krónunni en tyggja stöðugleika með svipuðum hætti og í Danmörku og þannig komast hjá því að hækka skatta eða skerða lífeyri,“ sagði Þorsteinn, en líkt og kunnugt er sagði Þorsteinn skilið við sinn gamla flokk Sjálfstæðisflokksins og gekk til liðs við Viðreisn þegar sá síðastnefndi var stofnaður. Engan skyldi undra að Framsóknarmaðurinn Guðni Ágústsson kvaðst ósammála því að aukið samstarf við Evrópusambandið væri rétta leiðin. „Evrópusambandsaðildin á ekki að vera hér deiluefni við þessar aðstæður. Og það er ekki á dagskrá. Við erum hluti af harmi heimsins,“ sagði Guðni og vísaði þar til áhrifanna af völdum heimsfaraldurs kórónuveiru. Hann lýsti sérstaklega áhyggjum af því höggi sem ferðaþjónustan hefur orðið fyrir í heimsfaraldrinum. „Hvað gerist þá? Guð almáttugur kemur með eldgos eins og Eyjafjallagos, og nú blasir við, að ég held, bjartir tímar. Við erum grænt land, við eigum að ná miklu meiri árangri sem sjálfstæð þjóð. Á að verja okkar land fyrir covid og þetta gos, ég er búin að fara og sjá það, þetta er eins og falleg þjóðhátíð,“ sagði Guðni. Sterkari í kreppu og sundruð stjórnarandstaða Mikilvægast sé að huga að því að hægt sé að opna landið. „Íslendingar eru miklu betri stjórnmálamenn í kreppu heldur en í uppgangi og í kreppunum vinna þeir stærstu sigra,“ sagði Guðni. Þorsteinn ítrekaði mikilvægi Evrópusamstarfs. „Við erum aðilar að innri markaði Evrópusambandsins og öll efnahagsstarfsemi í landinu hún byggir á lögum Evrópusambandsins. Þannig að öll dagleg pólitík er auðvitað um leið Evrópupólitík,“ sagði Þorsteinn. Þá vildi Guðni meina að stjórnarandstaðan sé bitlaus en hann kveðst hafa mikla trú á þeim sem nú halda um stjórnartaumana. „Mér finnst að stjórnvöldin hafi tök á þessu og mér finnst að landið liggi með ríkisstjórnarflokkunum því að það er sundrung hinu megin, það er ekki ein stjórnarandstaða. Þannig ég er á því að við munum eiga góð næstu sjö ár, eldgosið hjálpar í því,“ sagði Guðni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Evrópusambandið Alþingiskosningar 2021 Sprengisandur Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira